Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

181. fundur
11. júlí 2017 kl. 08:30 - 09:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Lokun urðunarstaða í landi Rima í Mjóafirði
Málsnúmer 1702136
Lögð fram lokunaráætlun fyrir urðunarstað Fjarðabyggðar í landi Rima í Mjóafirði, dagsett 11. júlí 2017, þar sem tekið var á móti lífrænum úrgangi frá fiskeldi í firðinum. Urðunarstaðurinn hefur ekki verið notaður síðan 2007. Gengið var frá urðunarstaðnum þegar urðun lauk og er hann nú gróinn og hefur aðlagast nálægu landslagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lokunaráæltun og felur verkefnisstjóra umhverfismála að senda hana til Umhverfisstofnunar.
2.
750 Skólavegur 31a, umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1706168
Lögð fram umsókn Elíasar Þórs Elíassonar, dagsett 29. júní 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólavegi 31a á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
3.
755 Sævarendi 13 - byggingarleyfi, spennistöð
Málsnúmer 1707001
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Rarik ohf, dagsett 30. júní 2017 þar sem sótt er um leyfi til að reisa 1,5 m2 og 1,0 m3 jarðspennistöð á lóð fyrirtækisins að Sævarenda 13 á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
4.
755 - Deiliskipulag Söxu
Málsnúmer 1208097
Auglýsingartími er liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, deiliskipulag Söxu.
Uppdráttur með greinagerð, dags. 23. maí 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
5.
735 Strandgata 4- umsókn um stöðuleyfi- gámaeiningar
Málsnúmer 1606072
Lagt fram bréf Pálma Benediktssonar hjá Mannvit hf. fh. Eskju, dagsett 20. júní 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningar fyrir bráðabirgðagistingu að Strandgötu 4 á Eskifirði til 1. maí 2018 vegna byggingar uppsjávarfrystihúss Eskju að Leirubakka 4 á Eskifirði. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu stöðuleyfis til 1. maí næstkomandi.
6.
Ósk um umsögn fyrir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalhérðs 2008-2028
Málsnúmer 1707011
Lögð fram til umsagnar skipulagslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir minnkun frístundabyggðar í landi Davíðsstaða en þar verði gert ráð fyrir landbúnaðarnotkun í staðinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
7.
Ný reglugerð um heimagistingu, gististaði og skemmtanahald - verkferlar ofl.
Málsnúmer 1611016
Lögð fram til umfjöllunar drög að reglum vegna sölu gistingar í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglur vegna sölu gistingar í Fjarðabyggð fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
8.
Gatnagerð í hesthúsabyggð á Reyðarfirði
Málsnúmer 1706028
Lagt fram að nýju bréf Önnu Berg Samúelsdóttur og Stefáns Hrafnkelssonar, dagsett 30. maí 2017, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið komi að gatnagerð innan hesthúsa- og frístundabúskaps svæðisins Kolls í Reyðarfirði. Engin gatnagerð eða sameiginleg heyrúllu- og bílastæði eða taðþrær hafa verið gerðar á svæðinu í samræmi við deiliskipulag Kolls. Erindi vísað frá bæjarráði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa dagsett 11. júlí 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að sveitarfélagið eigi að koma að uppbyggingu gatna og veitna innan hesthúsa- og frístundabúskaps svæðisins Kolls. Frekari umræðu um óskir bréfritara er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
9.
Skilti við prammann í Mjóafirði
Málsnúmer 1707012
Lagður fram póstur frá Minjastofnun Íslands, dagsettur 3. júlí 2017, þar sem kynnt er að stofnunin hafi fengið styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamanna til að setja upp upplýsingarskilti við landgönguprammann sem liggur í fjörunni innst í Mjóafirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til umsagnar í menningar- og safnanefnd.
10.
Beiðni um umsögn - efnistaka við Eyri allt að 80.000.m3
Málsnúmer 1707049
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 7. júlí 2017, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð efnistaka Fjarðabyggðar við Eyri í Reyðarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Lögð fram greinagerð Alta um fyrirhugaða efnistöku Fjarðabyggðar við Eyri í Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð efnistaka sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
11.
740 Vindheimanaust 8 - byggingarleyfi - breytingar utanhúss og stækkun
Málsnúmer 1707052
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðmundar Skúlasonar fh. G.Skúlason vélaverkstæði ehf, dagsett 11. júlí 2017, þar sem óskað er eftir heimild til að staðsetja geymsluhúsnæði sem staðið hefur á lóð fyrirtækisins að Nesgötu 6 í n-a horni lóðarinnar við Vindheimanaust 8 á Norðfirði. Einnig er sótt um leyfi til að setja tvo glugga á austurhlið núverandi byggingar á lóðinni.
Samkvæmt deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir stækkun bygginga á lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breyta deiliskipulagi Naust 1 svo hægt verði að auka byggingarmagn innan lóðarinnar. Farið verði með breytinguna sem óverulega breytingu.
Jafnframt samþykkir nefndin byggingaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar búið er að breyta skipulagi og öll tilskilin gögn liggja fyrir.