Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

183. fundur
25. ágúst 2017 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Mannvirkjastjóri
Dagskrá
1.
Leirubakki 3 Matsbeiðni Skeljungs
Málsnúmer 1708087
Lögð fram til kynningar matsbeiðni Skeljungs þar sem þess er farið á leit að kallaður verði matsmaður til að meta skemmdir og tjón á olíubirgðastöð félagsins á Eskifirði vegna landsigs.
2.
Heimavöllur Leiknis
Málsnúmer 1708037
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og vísar því til umræðu í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2018
3.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Málsnúmer 1611029
Lagðar fram til kynningar frumteikningar af viðbyggingum við leikskólana á Reyðarfirði og Eskifirði. Nefndinni líst á framkomar teikningar og felur sviðstjóra áframhaldandi vinnu við málið. Jafnframt tekur nefndin undir bókun fræðslunefndarinnar frá 43. fundi þann 23. ágúst síðastliðinn um að viðbygging við leikskólann sé brýn vegna fjölgunar barna þar.
4.
Skipulag á leiksvæðum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1706154
Nefndin fór yfir skipulag leiksvæða í Fjarðabyggð og staðsetningu þeirra.
Sviðstjóra falið að láta teikna væntanlegar staðsetningar á loftmynd sem birt verður á heimasíðu sem framtíðar skipulag þeirra og vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
5.
Eignarsjóður viðhaldsmál 2018
Málsnúmer 1703079
Farið yfir forsendur framkvæmda og viðhaldsáætlunar, sviðstjóra falið að vinna áætlun áfram í samræmi við umræður á fundinum.