Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
184. fundur
4. september 2017
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Starfssemi Veitna Fjarðabyggðar
Umræða um starfsemi veitna og skipulag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að vinna að málinu áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að vinna að málinu áfram í samræmi við umræður á fundinum.
2.
Reglugerð um fráveitur - drög ráðuneytis
Sviðstjóri kynnti drög að Reglugerð fráveitna sem fyrir liggja.
3.
Veitur, fjárhagsáætlun
Tillaga sviðsstjóra veitna að fjárhagsáætlun 2018 og framkvæmdaáætlun til 5 ára.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi tillögu sviðstjóra og vísar til frekari vinnu í fjárhagsáætlunargerð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi tillögu sviðstjóra og vísar til frekari vinnu í fjárhagsáætlunargerð.
4.
Jarðgerð í Fjarðabyggð - innleiðing
Lagt fyrir minnisblað verkefnastjóra umhverfismála dags. 31. ágúst 2017 um stöðu á brúnu tunnunni. Innleiðing á brúnni tunnu fyrir lífrænan úrgang hefst á næstunni. sviðstjóra, verkefnastjóra umhverfismála og upplýsinga- og kynningarfulltrúa falið að vinna að innleiðingaráætlun.
5.
740 Framkvæmdaleyfi - Lagfæring vegar frá Viðfirði að Merkihrygg
Lögð fram framkvæmdarleyfisumsókn Barðsness við Norðfjörð ehf, dagsett 21. júlí 2017, vegna lagfæringar á vegslóða frá Viðfirði út fyrir Merkihrygg á um 3,5 km. kafla að landamerkjum Stuðla. Umsóknin var kynnt á 182. fundi nefndarinnar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 24. ágúst 2017, um reit O7/N4/Hv3 innan aðalskipulags og fyrirhugaða vegagerð innan reitsins. Lagt fram bréf fh. landeiganda Gerðis og Stuðla, dagsett 1. september, þar sem ekki er gerð athugasemd við að vegslóðinn verði lagfærður að Merkihrygg. Samþykki landeiganda Viðfjarðar vegna vegagerðarinnar liggur fyrir ásamt jákvæðri umsögn Umhverfisstofnunar. Umsögn Skipulagsstofnunar og Minjastofnunar Íslands vegna framkvæmdarinnar hefur ekki borist.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til umsagnir liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til umsagnir liggja fyrir.
6.
740 Viðfjörður - byggingarleyfi, heimavirkjun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Páls Freysteinssonar fh. landeiganda Viðfjarðar, dagsett 12 júlí 2017, þar sem sótt er um leyfi til reisa um 15 kW heimarafstöð á jörðinni með því að virkja Krókslæk. Um er að ræða rafstöð með rennslis inntak í um 100 m.h.y.s. og um 400 m langa lögn að um 12 m2 rafstöðvarhúsi og þaðan um 900 m jarðstreng að íbúðarhúsinu í Viðfirði. Raforka verður nýtt til að kynda húsið í Viðfirði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 1. september 2017, um reit O7/N4/Hv3 innan aðalskipulags og gerð heimarafstöðva innan reitsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar tilskyldar umsagnair liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar tilskyldar umsagnair liggja fyrir.
7.
755 Heiðmörk 12 - Lóðaskipti milli einkaaðila og sveitarfélags
Lögð fram beiðni Jóhanns Kristins Stefánssonar vegna möguleika á lóðaskiptum á eignalóð hans að Hólalandi 4 eða 12 og leigulóð hans að Heiðmörk 12 á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar makaskiptum á lóðum en lýsir yfir áhuga sínum á að kaupa eignarlóðir bréfritara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar makaskiptum á lóðum en lýsir yfir áhuga sínum á að kaupa eignarlóðir bréfritara.
8.
750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027,breyting - grjótnáma kappeyri
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, vegna opnunar grjótnámu við Kappeyri við Fáskrúðsfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breytingartillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum í samræmi við skipulagslýsingu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breytingartillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum í samræmi við skipulagslýsingu.
9.
750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting - skógrækt, Víkurgerði
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á dreifbýlisuppdrætti Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna breyttrar landnotkunar í landi Víkurgerðis við Fáskrúðsfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsinguna fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
10.
715 Friðheimar/Fjörður - Efnistaka
Lagt fram erindi Guðjóns Magnússonar fh. Vegagerðarinnar, dagsett 31. ágúst 2017 þar sem óskað er eftir heimild til að vinna 3.000 m3 af efni. Fyrirhuguð efnistaka er úr áreyrum og skriðufót innst í Mjóafirði í landi Friðheima og Fjarðar og er ætlað í viðhald yfirborðs vega í firðinum. Fyrirhugað efnistökusvæði er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. Vegagerðin fékk leyfi fyrir efnistöku á sama svæði í september 2013 en nýtti ekki.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og
byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar samþykki allra landeiganda liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og
byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar samþykki allra landeiganda liggur fyrir.
11.
730 Sunnugerði - botnlangi
Í samræmi við ákvörðun nefndarinnar á 182. fundi hennar var tilraun með að gera Sunnugötu að botnlangagötu stytt. Íbúum við götuna hefur verið kynnt um ákvörðunina og leitað hefur verið eftir afstöðu þeirra til tilraunarinnar. Umsögn hefur borist frá fjórum heimilum við götuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að falla frá tilrauninni og opna götuna að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að falla frá tilrauninni og opna götuna að nýju.
12.
Endurbætur á húsnæði Salthússmarkaðarins á Stöðvarfirði
Erindi frá handverkshóp sem heldur utan um salthússmarkaðinn á Stöðvarfirði.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og felur sviðstjóra að fara yfir málið með bréfritara og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og felur sviðstjóra að fara yfir málið með bréfritara og leggja fyrir nefndina að nýju.
13.
Húsvarsla í Valhöll Eskifirði
Samningur um húsvörslu í Valhöll Eskifirði, lagður fram til samþykktar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninginn og felur sviðstjóra að klára málið og bæjarstjóra að undirrita samninginn.
14.
Umhverfismál á Fáskrúðsfirði - lagfæringar á brúm
Framlagt bréf formanns menningar- og safnanefndar og forstöðumanns menningarstofu til Loðnuvinnslunnar um styrkveitingu til uppfærslu á útlistverkum á brúm við Búðaveg á Fáskrúðsfirði.
Loðnuvinnslan hefur samþykkt að styrkja verkefnið og þáttakandi í Art Attack tekur að sér að uppfæra listaverkin. Lagfæra þarf múrverk og grunna brýrnar áður en hægt er að vinna verkin.
Eigna- skipulgas- og umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sviðstjóra útfærslu þessu ásamt forstöðumanni menningarstofu.
Loðnuvinnslan hefur samþykkt að styrkja verkefnið og þáttakandi í Art Attack tekur að sér að uppfæra listaverkin. Lagfæra þarf múrverk og grunna brýrnar áður en hægt er að vinna verkin.
Eigna- skipulgas- og umhverfisnefnd samþykkir að taka þátt í verkefninu og felur sviðstjóra útfærslu þessu ásamt forstöðumanni menningarstofu.
15.
Lausaganga sauðfjár
Bæjarráð hefur óskað eftir við eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og landbúnaðarnefnd að sjá til þess að tekið verði á lausagöngu sauðfjár í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Fundin verði varanleg lausn á þessu vandamáli enda hefur það valdið ónæði og tjóni innan þéttbýlisins.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til umsagnar í landbúnaðarnefnd og hjá umhverfisstjóra.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til umsagnar í landbúnaðarnefnd og hjá umhverfisstjóra.
16.
Afgreiðslur byggingafulltrúa - 77
Samþykkt