Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

185. fundur
11. september 2017 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson Embættismaður
Páll Björgvin Guðmundsson Bæjarstjóri
Marinó Stefánsson Embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir Embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson Embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Aðgerðaáætlun um aukna úrgangsflokkun
Málsnúmer 1609180
Lögð fram aðgerðaráætlun um aukna úrgangsflokkun og úrgangsforvarnir dags. september 2017. Verkefnastjóri umhverfismála kynnti áætlun. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti aðgerðaráætlun.
2.
Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017
Málsnúmer 1612066
Samningur um tjaldsvæði í Fjarðabyggð við Landamerki ehf er útrunninn 30 september næstkomandi.
Eigna-, skipulagas- og umhverfisnefnd mun taka til umfjöllunar málefni tjaldsvæða í Fjarðabyggð á næsta fundi sínum.
Nauðsynlegt er að koma til móts við þá ferðamenn sem ferðast um á veturna og bæta opnunartíma tjaldsvæðanna.
Nefndin felur umhverfissstjóra að vinna að úrbótum á opnunartíma tjaldsvæða í Fjarðabyggð til að koma til móts við ferðamenn á meðan á stefnumótun stendur.
3.
Hleðslustöð-bílastæði
Málsnúmer 1709053
Lögð fram beiðni Jóns Sigurðssonar fh. Orku náttúrunnar dags. 6.september síðastliðinn þar sem óskað er eftir heimild til uppsetningar á hleðslustöðvum á Stöðvarfirði. Óskað er eftir þrem bílastæðum á bílaplani við Steinasafn Petru. Settar yrðu upp tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla, önnur verður hraðhlesðlustöð DC og hin verður AC hleðsla 32A.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framtakinu og felur veitustjóra ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa að fara yfir og útfæra staðsetningu hleðslustöðva.
4.
Útilistaverk - Odee
Málsnúmer 1612131
Þar sem menningar- og safnanefnd vinnur nú að stefnumótun um útilistaverk hjá sveitarfélaginu þá mun eigna- skipulags- og umhverfisnefnd bíða niðurstöðu þeirra vinnu.
5.
Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1708088
Lögð fram fyrsta tillaga starfshóps að fyrirkomulagi fjölskylduvinar í Skrúðgarðinum á Fáskrúðsfirði. Frekari hönnun svæðisins verður unnin áfram með nákvæmari útfærslu tækja, stíga, lýsingar og gróðurs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd lýsir yfir ánægju með gang mála og mun fylgjast með verkefninu áfram.
6.
740 Hafnarbraut 17 - byggingarleyfi - rífa hús
Málsnúmer 1709048
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Nestaks ehf, byggingarverktaka, dagsett 7. september 2017, þar sem sótt er um leyfi til að rífa húsið sem stendur á lóðinni að Hafnarbraut 17 á Norðfirði. Byggingin er víkjandi samkvæmt deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
7.
Fjárhagsheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Eigna,skipulags og umhverfisnefnd
Málsnúmer 1709020
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir fjárhagsheimildir nefndarinnar og felur sviðstjóra áframhaldandi vinnu í takt við áherslu nefndarinnar.