Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
187. fundur
9. október 2017
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Heilbrigðiseftirlit Austurlands
Áheyrnarfulltrúi
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar - TRÚNAÐARMÁL
Trúnaðarmál.
Sameiginlegur fundur eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og félagsmálanefndar um húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar.
Sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og félagsmálastjóra falið að yfirfara eignalista Fjarðabyggðar og leggja fyrir nefndirnar að nýju.
Sameiginlegur fundur eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og félagsmálanefndar um húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar.
Sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og félagsmálastjóra falið að yfirfara eignalista Fjarðabyggðar og leggja fyrir nefndirnar að nýju.
2.
Gæðahandbók Vatnsveitu
Drög að Handbók innra eftirlits Vatnsveitu á Eskifirði voru kynnt. Samþykkt var áætlun sviðsstjóra veitusviðs um kynningu og innleiðingu á handbókinni.
3.
Uppbygging ljósleiðaraneta í Fjarðabyggð og ríkisaðstoðarreglur EES
Drög að gjaldskrá fyrir ljósleiðaratengingar í dreifbýli Fjarðabyggðar í verkefninu Ísland ljóstengt vísað til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Bæjarráð hefur staðfest gjaldskrána.
Bæjarráð hefur staðfest gjaldskrána.
4.
Refa- og minkaveiði fyrirkomulag 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að skoða hvort hægt sé að gera veiðar á mink skilvirkari án aukins kostnaðar.
5.
740 Framkvæmdaleyfi - Lagfæring vegar frá Viðfirði að Merkihrygg
Lögð fram framkvæmdarleyfisumsókn Barðsness við Norðfjörð ehf, dagsett 21. júlí 2017, vegna lagfæringar á vegslóða frá Viðfirði út fyrir Merkihrygg á um 3,5 km. kafla að landamerkjum Stuðla. Umsóknin var kynnt á 182. fundi og afgreiðslu frestað á 184. fundi nefndarinnar. Samþykki landeiganda Viðfjarðar vegna vegagerðarinnar liggur fyrir ásamt jákvæðri umsögn Umhverfisstofnunar og Minjastofnunar Íslands.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Nefndin leggur áherslu á að gengið verði vel um náttúruna og raski haldið í lágmarki
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Nefndin leggur áherslu á að gengið verði vel um náttúruna og raski haldið í lágmarki
6.
Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og umhverfisstjóra að vinna að tillögum á rekstrarfyrirkomulagi fyrir tjaldsvæðin, útboðsgerð og leggja fram þau gögn á næsta fundi nefndarinnar þann 23. október nk.
7.
750 Álfabrekka 6 byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ívars Guðjóns Jóhannessonar, dagsett 1. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílskúr við íbúðarhús hans að Álfabrekku 6 á Fáskrúðsfirði um 6,37 m til austurs eða um 31,9 m2.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Álfabrekku 4 og 8 og Túngötu 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Álfabrekku 4 og 8 og Túngötu 1.
8.
730 Stekkjarbrekka 6 byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Karls Heimis Búasonar, dagsett 30. september 2017, þar sem sótt er um að útgrafinn hluti kjallara húss hans að Stekkjarbrekka 6 á Reyðarfirð verði skráður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
9.
750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027,breyting - grjótnáma kappeyri
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, grjótnáma við kappeyri til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 18. ágúst 2017. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
10.
750 Hafnargata 23 byggingarleyfi - niðurrif húss
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf , dagsett 3. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að rífa vestari hluta húss fyrirtækisins að Hafnargötu 23 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
11.
Suðurfirðir - Framkvæmdaleyfi, lagning ljósleiðara
Lögð fram framkvæmdarleyfisumsókn Fjarðabyggðar í samstarfi við Orkufjarskipti, dagsett 6. október 2017, vegna lagningar ljósleiðara frá Stöð í Stöðvarfirði að Áreyjum í Reyðarfirði. Fyrirhuguð lagnaleið liggur frá Óseyri með Suðurfjarðarvegi um Fáskrúðsfjarðargöng til Áreyja í Reyðarfirði. Samþykki landeigenda liggur fyrir ásamt jákvæðum umsögnum Vegagerðar, Fiskistofu, Veiðifélags Dalsár og Minjastofnunnar Íslands. Fornleifaskráning hefur verið gerð fyrir lagnaleiðina. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í október 2017 og klárist fyrir áramót. Gert er ráð fyrir tengingu 14 lögbýla.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
12.
735 Krikjustígur 1.b - Byggingarleyfi - breyting inni
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Önnu Bjargar Sigurðardóttur, dagsett 9. júlí 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu á eldhúsi í húsi hennar að Kirkjustíg 1b á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
13.
750 Dalsá - Framkvæmdaleyfi, efnistaka
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 20. september 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka 4000 m3 af efni úr Dalsá í Fáskrúðsfirði. Samþykki landeiganda, Hafrannsóknarstofnunar, Fiskistofu og Veiðifélags Dalsár liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efnistaka verði leyfð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efnistaka verði leyfð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
14.
740 Gilsbakki 14 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Grétars Arnar Sigfinnssonar um, dagsett 28. september 2017, þar sem óskað er eftir um 70 m2 stækkun til norðurs á lóð hans að Gilsbakka 14 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkunina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkunina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
15.
715 Fjörður 1 - Krafa um að óleyfisframkvæmdir sé fjarlægðar
Lagt er fram erindi lögmanns Kötlu Þorsteinsdóttur, dags. 26. september 2017, vegna umdeildra framkvæmda í Firði. Í bréfinu er gerð krafa um að þar til bær aðili innan Fjarðabyggðar hlutist til um að óleyfisframkvæmdir í Firði verði fjarlægðar. Þá er lagt fram minnisblað þar sem fjallað er um aðkomu Fjarðabyggðar að samningaumleitunum sameigenda Fjarðar um afmörkun lóðar og gerð lóðarsamnings og stöðu málsins.
Með bréfum til eigenda mannvirkja, dags. 13. nóvember 2015, var tilkynnt um ráðgerða málsmeðferð varðandi óleyfisframkvæmdir, nánar tiltekið rafstöðvarhús og geymsluhús vegna Fjarðar 1 og vegar í landi Fjarðar. Andmæli liggja fyrir, sbr. bréf Veritas lögmanna, dags. 20. nóvember 2015. Afgreiðslu málsins hefur ítrekað verið frestað vegna umleitana um frágang lóðarréttinda Fjarðar 1 og viðræðna málsaðila.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu málanna frekar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna um að nefndin hyggist taka til umfjöllunar og afgreiðslu tillögur um ofangreind mannvirki, sbr. nánari lýsingu tillagna í bréfi, dags. 13. nóvember 2015. Við ákvörðun fresta sem vísað er til í bréfinu verður tekið tillit til þess að erfitt er um vik að standa að framkvæmdum í Mjóafirði yfir vetrarmánuði. Upphaf dagsekta og réttur Fjarðabyggðar til framkvæmda á kostnað eiganda mannvirkja, verður því miðaður við 1. ágúst 2018. Eigendum mannvirkja skal veittur 2ja vikna frestur til að setja fram viðbótar andmæli.
Með bréfum til eigenda mannvirkja, dags. 13. nóvember 2015, var tilkynnt um ráðgerða málsmeðferð varðandi óleyfisframkvæmdir, nánar tiltekið rafstöðvarhús og geymsluhús vegna Fjarðar 1 og vegar í landi Fjarðar. Andmæli liggja fyrir, sbr. bréf Veritas lögmanna, dags. 20. nóvember 2015. Afgreiðslu málsins hefur ítrekað verið frestað vegna umleitana um frágang lóðarréttinda Fjarðar 1 og viðræðna málsaðila.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að fresta afgreiðslu málanna frekar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna um að nefndin hyggist taka til umfjöllunar og afgreiðslu tillögur um ofangreind mannvirki, sbr. nánari lýsingu tillagna í bréfi, dags. 13. nóvember 2015. Við ákvörðun fresta sem vísað er til í bréfinu verður tekið tillit til þess að erfitt er um vik að standa að framkvæmdum í Mjóafirði yfir vetrarmánuði. Upphaf dagsekta og réttur Fjarðabyggðar til framkvæmda á kostnað eiganda mannvirkja, verður því miðaður við 1. ágúst 2018. Eigendum mannvirkja skal veittur 2ja vikna frestur til að setja fram viðbótar andmæli.
16.
Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún
Lagt fram til kynningar og umræðu bréf eiganda hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð, dagsett 19. apríl 2017, þar sem þess er farið á leit að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hesthússins af svæðinu vegna forsendubrests á að stunda þar hestamennsku sem er tilkominn vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustarveg. Bréfritarar leggja til að hætt verði að skilgreina svæðið við Símonartún sem framtíðar hesthúsabyggð.
Lagður fram póstur Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða, dagsettur 17. júlí 2017 þar sem áhætta svæðisins er metin samsvarandi hættusvæði A skv. reglugerð 505/2000. Lagður fram póstur Vegagerðarinnar, dagsettur 6. september 2017, vegna umferðar akandi og ríðandi um Helgustaðarveg. Lagður fram póstur Ofanflóðasjóðs, dagsettur 9. október 2017, vegna ofanflóðavarna á svæðinu en sjóðurinn kæmi ekki að því að verja svæðið við Símonartún.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi málin og verður það tekið upp að nýju á næsta fundi nefndarinnar.
Lagður fram póstur Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða, dagsettur 17. júlí 2017 þar sem áhætta svæðisins er metin samsvarandi hættusvæði A skv. reglugerð 505/2000. Lagður fram póstur Vegagerðarinnar, dagsettur 6. september 2017, vegna umferðar akandi og ríðandi um Helgustaðarveg. Lagður fram póstur Ofanflóðasjóðs, dagsettur 9. október 2017, vegna ofanflóðavarna á svæðinu en sjóðurinn kæmi ekki að því að verja svæðið við Símonartún.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi málin og verður það tekið upp að nýju á næsta fundi nefndarinnar.
17.
Stækkun lóðar við leikskólann Lyngholt
innsent erindi frá foreldrafélags leikskólans Lyngholti um stækkun lóðar við leikskólann Lyngholti.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að taka þetta inn í þau aform sem eru um stækkuna á leikskólanum Lyngholti.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að taka þetta inn í þau aform sem eru um stækkuna á leikskólanum Lyngholti.
18.
Stefna í málefnum um plastnotkun
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála og umhverfisstjóra að skoða hvernig þessu er háttað í verslunum og leggja fyrir nefndina.
19.
Tjaldstæði Reyðarfirði
Sviðsstjóra veitusviðs er veitt framkvæmdaleyfi fyrir fráveitulögn frá tjaldstæðinu á Reyðarfirði til að tengjast fráveitubrunni í Stekk. Settur verður dælubrunnur við tjaldstæðið og PEH rör lagt meðfram andapollinu að brunninum í Stekk. Jafnframt verður núverandi rotþró við tjaldstæðið fjarlægð áamt siturbeði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.