Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
188. fundur
16. október 2017
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018
Lögð fram tillaga verkefnastjóra umhverfismála að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu verkefnastjóra umhverfismála og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu verkefnastjóra umhverfismála og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Jarðgerð í Fjarðabyggð - innleiðing
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að legga inn umsögn til Haust vegna umsóknar ÍGF um starfsleyfi til jarðgerðar á lífrænum heimilisúrgangi. jafntframt að skoða kostnað við grenndarstöðvar og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Veitur, fjárhagsáætlun
Lögð fram tillaga sviðstjóri veitusviðs að fjárhags- og framkvæmdaáætlun veitusviðs.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
4.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2018
Lögð fram tillaga gjaldskrá Hitaveitu Eskifjarðar.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að rúmmetragjald lækki um 5% í gjaldskrá Hitaveitu Eskifjarðar, önnur gjöld verða óbreytt og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti að rúmmetragjald lækki um 5% í gjaldskrá Hitaveitu Eskifjarðar, önnur gjöld verða óbreytt og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
5.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifing 2018
Lögð fram tillaga sviðstjóri veitusviðs að breytingar á gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar dreifingu.
Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt er til að gjaldskráin verði óbreytt. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
6.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala 2018
Lögð fram tillaga sviðstjóri veitusviðs um breytingar á gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala.
Lagt er til að söluhluti Rafveitu Reyðarfjarðar hækki um 2%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt er til að söluhluti Rafveitu Reyðarfjarðar hækki um 2%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
7.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2018
Lögð fram tillaga sviðstjóra veitna um breytingar á gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar.
Lagt er til að notkunargjald, fastagjald og stofngjöld hækki um 2,7%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt er til að notkunargjald, fastagjald og stofngjöld hækki um 2,7%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
8.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2018
Lögð fram tillaga sviðstjóra veitna um breytingar á gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar.
Lagt er til að notkunargjald, fastagjald og stofngjöld hækki um 2,7%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt er til að notkunargjald, fastagjald og stofngjöld hækki um 2,7%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
9.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2018
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá gatnagerðargjalda í Fjarðabyggð 2018. Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu gjaldskráarinnar meðan vinna við húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar stendur yfir.
10.
Gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónsutugjalda skipulags- og byggingafulltrúa 2018
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulags- og byggingarfulltrúa 2018. Nefndin samþykkir að fresta afgreiðslu gjaldskráarinnar meðan vinna við húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar stendur yfir.
11.
730 Austurvegur 70 byggingarleyfi - niðurrif húss
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Inga Lár Vilbergssonar , dagsett 7. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að rífa hús hans að Austurvegi 70 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
12.
755 Fjarðarbraut - Hleðslustöð rafbíla
Lögð fram ný beiðni Jóns Sigurðssonar fh. Orku náttúrunnar dags. 11. október 2017 þar sem óskað er eftir heimild til uppsetningar á hleðslustöð rafbíla á Stöðvarfirði. Óskað er eftir þrem bílastæðum á bílaplani milli Fjarðarbrautar 44 og 48.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni Orku náttúrunnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðni Orku náttúrunnar.
13.
735 Strandgata 98a - byggingarleyfi, breytt notkun og endurbygging
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Egils Helga Árnasonar, dagsett 10. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta gömlu sjóhúsi við Strandgötu 98a á Eskifirði í íbúðar-/gistirými ásamt því að hækka gólfhæð þess um 0,7 m. Einnig er sótt um að færa húsið um 7,4 m til suðurs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir færslu hússins að lóðarmörkum og ásamt fyrirhuguðum breytingum á húsi og notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir færslu hússins að lóðarmörkum og ásamt fyrirhuguðum breytingum á húsi og notkun. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
14.
Ársfundur Umhverfisstofnunar,náttúrverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 verður haldinn 20. ársfundur Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa. Fundurinn verður haldinn á Akureyri. Yfirskrift fundarins er Ný náttúruminjaskrá - áhrif í sveitarfélögum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að formaður nefndarinnar og sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að formaður nefndarinnar og sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs sæki fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
15.
Allt að 21.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Fiskeldi Austfjarða hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu um allt að 21.000 tonna framleiðslu á laxi í Berufirði í Djúpavogshreppi og í Fáskrúðsfirði í Fjarðabyggð.
Í umsögn sakla umsagnaraðili á grundvelli starfssviðs hans gera grein fyrir hvort hann telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótvægisaðgerðum og vöktun.
Einnig óskar skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju, einnig er málinu vísað til umræðu í hafnarstjórn
Í umsögn sakla umsagnaraðili á grundvelli starfssviðs hans gera grein fyrir hvort hann telji að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, þörf á að kanna tiltekin atriði frekar, mótvægisaðgerðum og vöktun.
Einnig óskar skipulagsstofnun eftir því að í umsögn komi fram, eftir því sem við á, hvaða leyfi framkvæmdin er háð og varðar starfssvið umsagnaraðila.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju, einnig er málinu vísað til umræðu í hafnarstjórn
16.
Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún
Lagt fram að nýju bréf eiganda hesthúss á Símonartúni við Eskifjörð, dagsett 19. apríl 2017, þar sem þess er farið á leit að Fjarðabyggð beri kostnað af flutningi hesthússins af svæðinu vegna forsendubrests á að stunda þar hestamennsku sem er tilkominn vegna aukinnar hættu á ofanflóðum og aukinnar umferðar um Helgustarveg. Bréfritarar leggja til að hætt verði að skilgreina svæðið við Símonartún sem framtíðar hesthúsabyggð.
Lagður fram póstur Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða, dagsettur 17. júlí 2017 þar sem áhætta svæðisins er metin samsvarandi hættusvæði A skv. reglugerð 505/2000. Lagður fram póstur Vegagerðarinnar, dagsettur 6. september 2017, vegna umferðar akandi og ríðandi um Helgustaðarveg. Lagður fram póstur Ofanflóðasjóðs, dagsettur 9. október 2017, vegna ofanflóðavarna á svæðinu en sjóðurinn kæmi ekki að því að verja svæðið við Símonartún.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra ásamt sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að ræða við húseigendur um málið.
Lagður fram póstur Veðurstofu Íslands vegna ofanflóða, dagsettur 17. júlí 2017 þar sem áhætta svæðisins er metin samsvarandi hættusvæði A skv. reglugerð 505/2000. Lagður fram póstur Vegagerðarinnar, dagsettur 6. september 2017, vegna umferðar akandi og ríðandi um Helgustaðarveg. Lagður fram póstur Ofanflóðasjóðs, dagsettur 9. október 2017, vegna ofanflóðavarna á svæðinu en sjóðurinn kæmi ekki að því að verja svæðið við Símonartún.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra ásamt sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að ræða við húseigendur um málið.
17.
Fjárhagsheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Eigna,skipulags og umhverfisnefnd
Lögð fram tillaga sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að fjárfestingaráætlun, áætlun um viðhaldsmál og fjárhagsrömmum þeirra deilda sem tilheyra framkvæmda- og umhverfissviði jafnframt starfsáætlun framkvæmda- og umhverfissviðs og starfsáætlun skipulags- og byggingarfulltrúa.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
18.
Gjaldskrá félagsheimila 2018
Lögð fram tillaga sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs um gjaldskrá félagsheimila í Fjarðabyggð 2018. Lagt er til að gjaldskrár hækki um 2,7%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
19.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2018
Lögð fram tillaga sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs um gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2018. Lagt er til að gjaldskrár hækki um 2,7%, jafnframt er breytingu á gjaldskrá vísað til umsagnar HAUST. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
20.
Húsnæðisáætlun fyrir allt Austurland
Framlagðar til kynningar fundargerðir 1., 2., 3. og 4. fundar starfshóps um gerð sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland.
21.
Innviðir á Íslandi - ástand og framtíðarhorfur
Framlögð til kynningar skýrsla um ástand innviða á Íslandi sem útgefin er af Samtökum iðnaðarins.
22.
Kaup á fasteignum á Eskifirði vegna frummats ofanflóðavarna.
Samþykkt Ofanflóðasjóðs að mat fari fram á eignum - Kirkjustíg 7 og bílskúr að Strandgötu 45 Eskifirði. Lagt fram til kynningar og vísað til vinnslu hjá sviðstjóra framkvæmda-og umhverfissviðs.
23.
Verkaefnalisti fyrir Skíðamiðstöðina í Oddskarði
Að beiðni sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs settu rekstraraðilar Skíðasvæðisins í Oddskarði saman hugmyndir niður á blað varðandi framtíðaruppbyggingu svæðisins. Eru þær hugmyndir lagðar fram til umræðu í Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd sem og lagðar fram til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd. Nefndin mun taka málið fyrir á næstu fundum.
24.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 1.nóvember
Aðalfundur HAUST 2017 verður haldinn miðvikudaginn 1. nóvember 2017 kl. 13:30 í Kaupvangskaffi á Vopnafirði.
Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.
25.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017
Fundargerð 137, fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lögð fram til kynningar.
26.
Jarðsig á Sandskeiði á Eskifirði
Lagt fram til kynningar uppfært minnisblað varðandi jarðsigið ofan Högnastaða.
27.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Lögð fram kostnaðaráætlun sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs fyrir þeim breytingum sem þarf að fara í á félagslundi til að þar megi koma fyrir til bráðabirgða einni deild á leikskólanum Lyngholti.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs ásamt sviðstjóra fræðslumála að vinna málið áfram í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun jafnframt er kostnaðarauka vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs ásamt sviðstjóra fræðslumála að vinna málið áfram í samræmi við framlagða kostnaðaráætlun jafnframt er kostnaðarauka vísað til afgreiðslu bæjarráðs.