Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
189. fundur
26. október 2017
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017
Snorri Styrkárson Fjármálastjóri sat þennan fundarlið og kynnti drög að innkaupareglum Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Snorra fyrir góða yfirferð á hinum nýju innkaupareglum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Snorra fyrir góða yfirferð á hinum nýju innkaupareglum.
2.
Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra í samráði við sviðstjóra að útfæra útboð á rekstri tjaldsvæða í Fjarðabyggð byggt framlögðum tillögum um rekstrarfyrirkomulag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drög af tillögum og ræddi útfærslur. Umhverfisstjóra falið að útfæra þær frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drög af tillögum og ræddi útfærslur. Umhverfisstjóra falið að útfæra þær frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, umsóknir, framvinda og framkvæmd 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti framlagðar umsóknir umhverfisstjóra í tölvupósti þann 25.október sl. og fól umhverfisstjóra að senda þær inn til umsóknar hjá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða fyrir auglýstan tímafrest.
4.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
5.
Efnistaka í landi Sléttu Reyðarfirði - beiðni um umsögn
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 22. nóvember 2016, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð efnistaka í Sléttuá í Reyðarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Lögð fram greinagerð Eflu og Steinholts, dagsett 2. október 2017, um um efnistöku í landi Sléttu, Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð efnistaka sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum og felur Skipulags- og byggingafulltrúa að svara erindi í samstarfi við Umhverfisstjóra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð efnistaka sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum og felur Skipulags- og byggingafulltrúa að svara erindi í samstarfi við Umhverfisstjóra.
6.
755 Saxa - framkvæmdaleyfi, áningastaður og stígar
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 18. júlí 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að hefja framkvæmdir við áningastað og stígagerð við sjávarhverinn Söxu í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdir verði hafnar við Söxu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdir verði hafnar við Söxu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
7.
740 Nesagata 6 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björgunarsveitarinnar Gerpis, dagsett 17. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun hússins að Nesgötu 6 á Norðfirði úr vélaverkstæði í björgunarstöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu hússins þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu hússins þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
8.
730 Mjóeyrarhöfn - umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf fh. Eimskips, dagsett 16. október 2017, þar sem sótt er um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu Eimskips í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endur útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða, en óskar eftir að hafnarstjórn gangi í þá vinnu að skipuleggja í samráði við hagsmunaraðila á svæðinu framtíðarlausn að aðstöðu fyrir starfsmenn á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endur útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða, en óskar eftir að hafnarstjórn gangi í þá vinnu að skipuleggja í samráði við hagsmunaraðila á svæðinu framtíðarlausn að aðstöðu fyrir starfsmenn á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn.
9.
730 Austurvegur 20 - umsókn um stöðuleyfi - gáma
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Þorgeirs Sæberg fh Ísaga ehf, dagsett 16. október 2017, þar sem sótt er um stöðuleyfis fyrir tvo gáma fyrir gasgeymslu og sölu innan lóðar Austurvegar 20a á Reyðarfirði.
Samþykki lóðarhafa og eldvarnareftirlits liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Samþykki lóðarhafa og eldvarnareftirlits liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
10.
Allt að 21.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 28. september þar sem óskað er eftir umsögn um frummatsskýrslu fyrir 21.000 tonna eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fyrir fundinum lá vinnuskjal frá Hafnarstjórn sem vísað var til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarráðs til umfjöllunar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir skjalið og vísar því til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir skjalið og vísar því til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
11.
Eftirfylgni samnings um meðhöndlun úrgangs 2017
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fundaði með starfsmönnum ÍGF og fór yfir samning við þá og starfsemi þeirra í sveitarfélaginu.