Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

189. fundur
26. október 2017 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson Formaður
Svanhvít Yngvadóttir Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson Varaformaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Innkaupareglur Fjarðabyggðar - endurskoðun 2017
Málsnúmer 1705245
Snorri Styrkárson Fjármálastjóri sat þennan fundarlið og kynnti drög að innkaupareglum Fjarðabyggðar.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Snorra fyrir góða yfirferð á hinum nýju innkaupareglum.
2.
Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017
Málsnúmer 1612066
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra í samráði við sviðstjóra að útfæra útboð á rekstri tjaldsvæða í Fjarðabyggð byggt framlögðum tillögum um rekstrarfyrirkomulag.

Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drög af tillögum og ræddi útfærslur. Umhverfisstjóra falið að útfæra þær frekar og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, umsóknir, framvinda og framkvæmd 2017
Málsnúmer 1709155
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkti framlagðar umsóknir umhverfisstjóra í tölvupósti þann 25.október sl. og fól umhverfisstjóra að senda þær inn til umsóknar hjá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða fyrir auglýstan tímafrest.
4.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Málsnúmer 1602108
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
5.
Efnistaka í landi Sléttu Reyðarfirði - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1710125
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 22. nóvember 2016, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð efnistaka í Sléttuá í Reyðarfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum. Lögð fram greinagerð Eflu og Steinholts, dagsett 2. október 2017, um um efnistöku í landi Sléttu, Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð efnistaka sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum og felur Skipulags- og byggingafulltrúa að svara erindi í samstarfi við Umhverfisstjóra.
6.
755 Saxa - framkvæmdaleyfi, áningastaður og stígar
Málsnúmer 1710131
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 18. júlí 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að hefja framkvæmdir við áningastað og stígagerð við sjávarhverinn Söxu í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdir verði hafnar við Söxu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
7.
740 Nesagata 6 - byggingarleyfi
Málsnúmer 1710107
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björgunarsveitarinnar Gerpis, dagsett 17. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun hússins að Nesgötu 6 á Norðfirði úr vélaverkstæði í björgunarstöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu hússins þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
8.
730 Mjóeyrarhöfn - umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Málsnúmer 1710105
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf fh. Eimskips, dagsett 16. október 2017, þar sem sótt er um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu Eimskips í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endur útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða, en óskar eftir að hafnarstjórn gangi í þá vinnu að skipuleggja í samráði við hagsmunaraðila á svæðinu framtíðarlausn að aðstöðu fyrir starfsmenn á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn.
9.
730 Austurvegur 20 - umsókn um stöðuleyfi - gáma
Málsnúmer 1710097
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Þorgeirs Sæberg fh Ísaga ehf, dagsett 16. október 2017, þar sem sótt er um stöðuleyfis fyrir tvo gáma fyrir gasgeymslu og sölu innan lóðar Austurvegar 20a á Reyðarfirði.
Samþykki lóðarhafa og eldvarnareftirlits liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
10.
Allt að 21.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Málsnúmer 1709077
Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 28. september þar sem óskað er eftir umsögn um frummatsskýrslu fyrir 21.000 tonna eldi í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Fyrir fundinum lá vinnuskjal frá Hafnarstjórn sem vísað var til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarráðs til umfjöllunar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir skjalið og vísar því til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
11.
Eftirfylgni samnings um meðhöndlun úrgangs 2017
Málsnúmer 1703188
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fundaði með starfsmönnum ÍGF og fór yfir samning við þá og starfsemi þeirra í sveitarfélaginu.