Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
191. fundur
20. nóvember 2017
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
Embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Klippikort á söfnunarstöðvum
Verkefnastjóri umhverfismála kynnir fyrir nefndinni kosti þess að nota klippikort í sambandi við losun á úrgangi á móttökustöðvum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Dúfur í miðbæ Reyðarfjarðar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfistjóra að ræða við hlutaðeigandi aðila vegna ónæðis af völdum dúfna í miðbæ Reyðarfjarðar.
3.
Stefnumótun í fiskeldismálum
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að stýrihópurinn verði skipaður þremur fulltrúum frá nefndinni, tveimur frá hafnarstjórn, framkvæmdastjóra Fjarðabyggðarhafna, atvinnu- og þróunarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra.
Tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
Tillögunni vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
4.
Tjaldsvæði Fjarðabyggð 2017
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög umhverfisstjóra að samningskaupalýsingu á rekstri tjaldsvæðanna og felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.
5.
730 Sunnugerði 3 - Umsókn um stækkun lóðar ásamt endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lagt fram erindi Páls Guðmundar Ásgerissonar, dagsett 5. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar hans að Sunnugerði 3 á Reyðarfirði um 2,5 m til norðurs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.
6.
750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting - skógrækt, Víkurgerði
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, vegna skógræktar í landi Víkurgerðis við Fáskrúðsfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breytingartillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum í samræmi við skipulagslýsingu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að breytingartillagan verði kynnt íbúum og hagsmunaðilum í samræmi við skipulagslýsingu.
7.
750 Álfabrekka 6 - byggingarleyfi, stækkun bílskúrs
Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn Ívars Guðjóns Jóhannessonar, dagsett 1. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að stækka bílskúr við íbúðarhús hans að Álfabrekku 6 á Fáskrúðsfirðiðis um 6,37 m til austurs eða um 31,9 m2. Grenndarkynningu er lokið án athugasemda nágranna,
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
8.
730 Austurvegur - Umsókn um lóð
Lögð fram að nýju lóðarumsókn Ástu Ásgeirsdóttur, dagsett 25. október 2017, þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús austan við Austurveg 70 á Reyðarfirði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 3. nóvember 2017, um skipulagsmál austast á Austurvegi á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til íbúða yst á Austurvegi, sunnan Norðfjarðarvegar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til íbúða yst á Austurvegi, sunnan Norðfjarðarvegar.
9.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2018
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá gatnagerðargjalda í Fjarðabyggð 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að undanskyldri tillögu um afslátt af gatnagerðargjöldum sem vísað er til vinnu við húsnæðisstefnu Fjaraðbyggðar. Tillögunni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að undanskyldri tillögu um afslátt af gatnagerðargjöldum sem vísað er til vinnu við húsnæðisstefnu Fjaraðbyggðar. Tillögunni vísað til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
10.
Gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónsutugjalda skipulags- og byggingafulltrúa 2018
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um gjaldskrá byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónustugjalda skipulags- og byggingarfulltrúa 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
11.
755 Óseyri - efnistaka
Lögð fram efnistökuumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 15. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka 2000 m3 af efni úr námu við Óseyri í Stöðvarfirði. Efnistaka við Óseyri er í samræmi við Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efnistaka verði leyfð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efnistaka verði leyfð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
12.
Skóla- og íþróttasvæði,miðbær Reyðarfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að haldinn verði opinn fundur um viðbyggingu við leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði þegar vinna við hönnun er hafin.
13.
Fjárhagsheimildir í fjárhagsáætlun 2018 - Eigna,skipulags og umhverfisnefnd
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir tillögu bæjarráðs að lækkun fjárhagsáætlunar, farið var yfir tillögur sviðstjóra. Nefndin felur sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
14.
Snjóflóðavarnir Urðabotna/Drangagil
Fundargerð lögð fram til kynningar og verksamningur varðandi vatnstýringar og frágang ofan ofanflóðavarna í Drangagili. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við verksamninginn og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
15.
Ofanflóðavarnir á Norðfirði ? Urðarbotn og Sniðgil og Urðabotna og Bakkagil. Mat á umhverfisáhrifum. Drög að frummatsskýrslu.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar
16.
Ofanflóðavarnir í Neskaupstað og Eskifirði - bætur vegna skógræktar
Lagt fram til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og vísað til afgreiðslu bæjarráðs
17.
Frístundaakstur
Lagt fram til kynningar minnisblað um frístundaakstur.
18.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 1.nóvember
Fundargerð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands lögð fram til kynningar
19.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Fundargerðir verkfunda 17 og 18 lagðar fram til kynningar.