Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
192. fundur
4. desember 2017
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
Formaður
Svanhvít Yngvadóttir
Aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
Aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
Varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir
Aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
Embættismaður
Marinó Stefánsson
Embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
Embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018
Lög fram tillaga verkefnisstjóra á umhverfissviði um að 3. gr. gjaldskrár fyrir meðhöndlun úrgangs taki breytingum þannig að innleitt verði klippikort til notkunar á söfnunar og móttökustöðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og felur verkefnisstjóra innleiðingu kortanna. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti og felur verkefnisstjóra innleiðingu kortanna. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
2.
Fyrirkomulag fjallskila og gangnaboð 2017
Fundargerð landbúnaðarnefndar lögð fram. Fyrir liggur að fé er enn á fjalli og samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að fela fjallskilastjóra að fé verði komið á hús hið fyrsta.
3.
Skrúðgarðurinn í Neskaupstað
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fékk kynningu umhverfisstjóra á aðventustund í Skrúðgarði Neskaupstaðar.
Nefndinni lýst vel á hugmyndina og felur umhverfisstjóra framkvæmd hennar í samstarfi við Kvenfélagið Nönnu.
Nefndinni lýst vel á hugmyndina og felur umhverfisstjóra framkvæmd hennar í samstarfi við Kvenfélagið Nönnu.
4.
Ársfundur Umhverfisstofnunar,náttúrverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fékk kynningu umhverfisstjóra af ársfundi Umhverfisstofnunar, náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa.
5.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2018
Lögð fram tillaga sviðsstjóra veitusviðs um að gjaldskrá Fjarvarmaveitu verði hækkuð um 3,7% frá 1.janúar 2018. Eigna-skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðsstjóra fyrir sitt leiti og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði.
6.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt
Lagðar fram til kynningar umsóknir og samþykkt Fjarskiptasjóðs vegna lagningar ljósleiðara í Norðfjarðasveit í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra veitusviðs að ræða við hugsanlega samstarfsaðila.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra veitusviðs að ræða við hugsanlega samstarfsaðila.
7.
Samþykkt stjórnar sambandsins um skýrslu nefndar um forsendur fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands
Lagt fram til kynningar.
8.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Lögð fram tillaga að húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar ásamt greiningu á fasteignamarkaði í Fjarðabyggð
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun fjalla frekar um málið á næsta fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun fjalla frekar um málið á næsta fundi nefndarinnar.
9.
Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi starfsmannabúða að Haga 2017-2018
Lagt fram bréf Ormarrs Örlygssonar fh. Alcoa Fjarðaál, dagsett 23. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis starfsmannabúðanna að Högum til 1. júlí 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis á sömu forsendum og árið 2016 og miðast það við þann fjölda gámaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis á sömu forsendum og árið 2016 og miðast það við þann fjölda gámaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2017.
10.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og standsvæði í Fjarðabyggð
Lögð fram til kynningar drög að endurnýjuðu erindisbréfi stýrihóps um nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð-, stefnumörkun í fiskeldi í Fjarðabyggð og minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra vegna stefnumótunar í fiskeldismálum, dagsett 19. júní 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Erindinu er jafnframt vísað til umfjöllunar í Hafnarstjórn með ósk um tilnefningu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindisbréfið fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Erindinu er jafnframt vísað til umfjöllunar í Hafnarstjórn með ósk um tilnefningu.
11.
740 Kirkjuból - taka lands undan ábúð
Fyrir liggur að gildandi skipulag gerir ráð fyrir því að hluti ábúðarlands verði nýtt undir hestahúsa- og búfjársvæði í Norðfirði. Málið og gögn þess kynnt fyrir nefndinni. Fyrir liggur að taka þarf ákvörðun um framhaldið, eigi að vera unnt að starfa samkvæmt skipulaginu. Lögð fram til kynningar drög að andmælabréfi vegna fyrirhugaðrar töku hluta lands Kirkjubóls í Norðfirði undan ábúð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leitað sé eftir sjónarmiðum ábúenda áður en ákvörðun verður tekin í málinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leitað sé eftir sjónarmiðum ábúenda áður en ákvörðun verður tekin í málinu.
12.
755 Heyklif - fyrirspurn um uppbyggingu ferðaþjónustu
Lagt fram bréf Zeppelin arkitekta fh. Heyklifs ehf og eigenda jarðarinnar Heyklif við sunnanverðan Stöðvarfjörð, dagsett 29. nóvember 2017, þar sem óskað er eftir afstöðu nefndarinnar til hugmynda um uppbyggingu á ferðaþjónustu á jörðinni. Gert er ráð fyrir tíu húsum, 30 smáhýsum og 20-30 herbergja hóteli. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna skipulagsmála landbúnaðarsvæða og ferðaþjónustu innan þeirra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindi Heyklifs ehf og eiganda jarðarinnar.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda í samræmi við umræðu á fundinum.
Nefndin telur að uppbygging ferðaþjónustu innan landbúnaðsvæðis samræmist Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 þar sem fyrirhuguð staðsetning mannvirkja er utan ræktaðs lands.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindi Heyklifs ehf og eiganda jarðarinnar.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda í samræmi við umræðu á fundinum.
Nefndin telur að uppbygging ferðaþjónustu innan landbúnaðsvæðis samræmist Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 þar sem fyrirhuguð staðsetning mannvirkja er utan ræktaðs lands.
13.
750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting - skógrækt, Víkurgerði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, skógrækt í Víkurgerði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 5. nóvember 2017. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
14.
Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting vegna fiskeldis og nýtingaráætlunar fyrir haf- og strandsvæði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gera óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 í samræmi við stefnu Fjarðabyggðar i fiskeldismálum.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.