Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

194. fundur
8. janúar 2018 kl. 16:00 - 18:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Svanhvít Yngvadóttir aðalmaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Umhverfisstefna 2017-2020
Málsnúmer 1704067
Umhverfisstjóri leggur að öðru sinni fram til kynningar tillögu að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2017-2020. Eigna-, skipulags- og umhverisnefnd ræddi stefnuna og felur umhverfisstjóra að vinna stefnuna á milli funda og leggja fyrir að nýju til afgreiðslu.
2.
Refasamningur 2017-2019 og uppgjör 2014-2016
Málsnúmer 1711099
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninginn og felur umhverfisstjóra að ljúka vinnu við samninginn og bæjarstjóra að undirrita samninginn.
3.
Endurheimtur á votlendi
Málsnúmer 1709071
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á samstarf um endurheimt votlendis og felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram og tengja það samstarfi um endurheimt votlendis sem samþykkt var á fundi bæjarráðs 8. janúar 2018.
Málið verður lagt fyrir nefndina að nýju þegar endanleg tillaga liggur fyrir.
4.
Beiðni um styrk vegna samstarfsverkefnisins"Bændur græða landið" á árinu 2017
Málsnúmer 1801009
Beiðni um 24.000 kr styrk frá Landgræðslu ríkisins vegna samstarfsverkefnisins"Bændur græða landið" á árinu 2017.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir styrkbeiðnina.
5.
715 Fjörður 1 - Kæra til ÚUA
Málsnúmer 1801001
Lögð fram til kynningar kæra húseiganda í Firði í Mjóafirði til úrskurðanefndar umhverfis og auðlindamála, dagsett 22. desember 2017, vegna ákvörðunar Fjarðabyggðar varðandi óleyfisframkvæmdir á jörðinni.
6.
740 Þrastarlundur - Beiðni um umsögn um landskiptasaming og staðfestinguskv. skipulagslögum
Málsnúmer 1712101
Lögð fram beiðni Birkis Rafns Stefánssonar og Guðmundar Skúlasonar landeiganda Þrastarlundar í Norðfirði, dagsett 22. desember 2017, þar sem óskað eftir samþykki á landskiptasamning og uppdrætti meðfylgjandi honum sbr. 48. gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptasamninginn fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.
7.
Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs - Kynning á tillögu í Fellabæ
Málsnúmer 1801014
Lögð fram til kynningar, á vinnslustigi, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna blandaðrar byggðar í Fellabæ.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
8.
740 Kirkjuból - taka lands undan ábúð
Málsnúmer 1711163
Lagt fram andmælabréf frá lögmanni ábúenda Kirkjubóls, dags. 19. desember 2017. Álit lögmanns sveitarfélagsins, um þau atriði sem fram koma í andmælabréfinu, kynnt. Þar kemur fram að sveitarfélagið hefur úrræði sem landeigandi á grundvelli ábúðarlaga til að taka land undan ábúð og sem skipulagsyfirvald á grundvelli skipulagslaga til að taka land eða réttindi eignarnámi í þágu skipulags.
Þá er umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa frá 2. desember 2016 vegna athugasemda við breytingu á aðalskipulagi og nýs deiliskipulags rifjuð upp vegna vísunar til fyrri athugasemda ábúenda. Eigna-, skipulags- og umhvefisnefnd fór yfir málið og samþykkir að sveitarfélagið nýti rétt sinn samkvæmt ábúðarlögum til að taka 11,6 ha. spildu á Kirkjubólseyrum, sbr. deiliskipulag, undan ábúð með vísan til 22. og 23. gr. ábúðarlaga. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kynna ábúendum þessa ákvörðun og taka upp viðræður við þá um lækkun endurgjalds eða mögulegar bætur, í því skyni að leita samninga um endurgjald fyrir þá rýrnun sem missir spildunnar leiðir af sér. Náist ekki samningar, þá verði tekið til sérstakrar skoðunar, hvort dómkveðja eigi matsmenn samkvæmt ákvæðum 22. og 23. gr. ábúðarlaga, eða huga að þeirri leið sem boðuð er í skipulagslögum.
9.
735 Strandgata 98a - byggingarleyfi, breytt notkun og endurbygging
Málsnúmer 1710058
Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn Egils Helga Árnasonar, dagsett 10. október 2017, þar sem sótt er um leyfi til að breyta gömlu sjóhúsi við Strandgötu 98a á Eskifirði í íbúðar-/gistirými ásamt því að hækka gólfhæð þess um 0,7 m. Einnig er sótt um að færa húsið til um 7,4 m til suðurs. Lögð fram ný afstöðumynd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir. Nefndin samþykkir jafnframt, fyrir sitt leyti, stækkun lóðar vegna færslu hússins. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
10.
Geymslusvæði og stöðuleyfi fyrir gáma og lausafé í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1402076
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna stöðuleyfa og stöðuleyfisskylda lausafjármuni dagsett 16. nóvember 2017 og minnispunktar Land lögmanna varðandi stjórnsýslu vegna lausafjrármuna. Lögð fram tillaga að breytingu á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna í Fjarðabyggð.
Bréf hafa verið send á alla lóðarhafa þar sem stöðuleyfisskyldir lausafjármunir án stöðuleyfa eru staðsettir og þeir hvattir til að sækja um stöðuleyfi. Bréf þar sem lóðarhöfum er gefinn andmælaréttur vegna stöðuleyfisskyldu hefur verið sent á þá sem ekki hafa brugðist við.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og senda lóðarhöfum bréf til áminningar um að lausafjármunir án stöðuleyfa verði fjarlægðir á kostnað eiganda sbr. heimildir í gr. 2.6.2 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 ef ekki verði brugðist við. Nefndin samþykkir einnig fyrir sitt leyti að breyta reglum um stöðuleyfi lausafjármuna í Fjarðabyggð í samræmi við framlagða tillögu. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
11.
750 Skólavegur 12 -óleyfisframkvæmd
Málsnúmer 1701090
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefnar umhverfis og auðlindamála frá 14. desember 2017, vegna óleyfisframkvæmda við Skólaveg 12.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram.
12.
Endurmat hættumatslína vegna ofanflóða
Málsnúmer 1710175
Lagt fram til kynningar svar Veðurstofu Íslands, dagsett 11. desember 2017, vegna fyrirspurnar Fjarðabyggðar um endurskoðun hættumats vegna ofanflóða í Fjarðabyggð þar sem varnarmannvirki eru risin. Í svari Veðurstofu kemur fram að vænta má endurmats á árinu 2018.
13.
730 Austurvegur - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1710155
Lögð fram að nýju lóðarumsókn Ástu Ásgeirsdóttur, dagsett 25. október 2017, þar sem sótt er um lóð undir einbýlishús austan við Austurveg 70 á Reyðarfirði. Grenndarkynningu vegna umsóknarinnar er lokið. Lagðar fram athugasemdir íbúa Austurvegar 59a, 59b, 63 og 70. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa vegna athugasemda dagsett 5. janúar 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur rétt að lóðum verði ekki úthlutað á svæðinu fyrr en deiliskipulag liggur fyrir. Gerð deiliskipulags verði forgangsraðað með öðrum skipulagsáætlunum sem gera ráð fyrir að öll hverfi sveitarfélagsin verði deiliskipulögð.

14.
730 Heiðarvegur 1 - Byggingarleyfi
Málsnúmer 1712084
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Przemyslaw Zajczyk, dagsett 20. desember 2017, þar sem sótt er um leyfi til að klæða efri hluta húss hans að Heiðarvegi 1 á Reyðarfirði með bárujárni, skipta um glugga og færa svalahurð ásamt stækkun bílskúrs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
15.
Breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs - Kynning á tillögu Davíðsstaðir.
Málsnúmer 1712097
Lögð fram til kynningar, á vinnslustigi, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Davíðsstaða, áður Hleinagarður II.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
16.
Sundlaug Eskifjarðar - úttekt í aðgengismálum
Málsnúmer 1711178
Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra stóð að notendaúttekt á sundlaugum á svæði aðildarfélaganna með tilliti til aðgengis fyrir hreyfihamlaða.
Heiti verkefnisins var: Sundlaugar okkar ALLRA!
Sundlaug Eskifjarðar var valin í úttektinni. Úttektin var lögð fram til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd. Fram koma í skýrslunni nokkur atriði þar sem þörf er á úrbótum. Íþrótta- og tómstundanefnd mun vinna að úrbótum í aðgengismálum og hvetur eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að kynna sér skýrsluna og vinna að úrbótum í aðgengismálum við íþróttamiðstöðvar í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að skoða þennan málaflokk og leggja fyrir nefndina að nýju.
17.
740 Urðarbotnar, Nes- og Bakkagil - ofanflóðavarnir
Málsnúmer 1606084
Fundargerð frá hönnunarfundi nr. 4 við ofanflóðavarnir neðan Urðarbotna og Sniðgils og minnisblað frá fundi um hönnunar forsendur er varða hönnunarflóð lögð fram til kynningar.
18.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Málsnúmer 1602108
Lagðar fram til kynningar fundargerðir frá verkfundum 19 og 20 vegna framkvæmda við ofanflóðavarnir við Ljósá Eskifirði.
19.
Ofanflóðavarnir Fáskrúðsfirði - Nýjabæjarlækur - Skilamat.
Málsnúmer 1711146
Hér með tilkynnist að skilamat um krapaflóðsvarnir í og við farveg Nýjabæjarlækjar fyrir ofan Búðir við Fáskrúðsfjörð hefur verið gefið út á vef Framkvæmdasýslunnar og má finna á eftirfarandi slóð: http://www.fsr.is/utgefid-efni/skilamot/. Framkvæmdirnar voru unnar frá apríl 2013 til ágúst 2014.
Skilamatið, sem unnið er samkvæmt lögum um skipan opinberra framkvæmda, er gefið út af Framkvæmdasýslu ríkisins, en verkkaupar voru Fjarðabyggð og ofanflóðasjóður.
Lagt fram til kynningar
20.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017
Málsnúmer 1702115
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar nr. 138 hjá Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2017
21.
Drenun fótboltavallar á Eskifirði
Málsnúmer 1801002
Nefndin þakkar erindið og felur sviðstjóra að svara bréfritara.
22.
Breytingar á þjóðvegum með tilkomu Norðfjarðarganga og hjáleiðin á Reyðarfirði
Málsnúmer 1712061
Til nefndarinnar barst bréf frá Vegagerðarinnar dagsett 15.desember 2017, en bréfið er sent í framhaldi af fundi sem haldinn var 4.desmber. Bréfið varðar breytingu á vetrarþjónustu í Fjarðabyggð vegna tilkomu Norðfjarðarganga og fjallar einnig um hjáleið á Reyðarfirði. Vegagerðin óskar eftir fundi í tengslum við efni bréfsins. Vísað til kynningar hjá eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og til nánari skoðunar hjá sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs. Tekið fyrir í bæjarráði að nýju að því loknu.
Verið er að vinna í málinu og afla gagna, tekið fyrir að nýju þegar því er lokið