Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

196. fundur
29. janúar 2018 kl. 15:30 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson embættismaður
Sigurður Jóhannes Jónsson Embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Vetraþjónusta í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1801086
Lagt fram til kynningar yfirlit um snjómokstur ársins 2017.
2.
Þjónusta í þéttbýli 2017
Málsnúmer 1801135
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samninginn "Þjónusta í þéttbýli 2017" við Vegagerðina.
3.
Tjaldsvæði í Fjarðabyggð 2018
Málsnúmer 1801096
Umhverfisstjóri lagði fram til kynningar innsendar tillögur á rekstri tjaldsvæða í Fjarðabyggð ásamt umbeðnu ítarefni frá umsækendum. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
4.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Málsnúmer 1606146
Uppfært tilboð frá Hlöðu vegna reksturs á hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Hlaða býður að annast rekstur og viðhald á stöðvunum gegn 100% af tekjum af stöðvunum. Nefndin samþykkir að ganga til samninga við Hlöðu og felur málið sviðsstjóra veitusviðs.
5.
Vatnsveita 2018
Málsnúmer 1801155
Greinargerð sviðsstjóra veitusviðs um atburði á Norðfirði vegna jarðvegsgerla í vatnssýnum var lögð fram. Farið var yfir atburðarásina og ástæður þess að magn gerla fór yfir viðmiðunarmörk HAUST og er nefndin sátt við skýringar sviðsstjóra. Jafnframt kynning á Skjákerfum fyrir veitur.
6.
730 Hraun 1 - Byggingarleyfi, stækkun baðefnagryfju í 470, skautlager
Málsnúmer 1801055
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Óskars S. Jónssonar fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 2. janúar 2018, þar sem sótt er um heimild til að stækka baðefnagryfju í skautlager fyrirtækisins að Hrauni 1 á Reyðarfirði. Aðalhönnuður er Björn Sveinsson. Byggingarstjóri er Guðgeir Sigurjónsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
7.
750 Skólavegur 12 -óleyfisframkvæmd
Málsnúmer 1701090
Farið yfir feril og stöðu málsins, ásamt rökstuðningi að baki ákvörðun sem skipulags- og byggingarfulltrúi hefur í hyggju að taka. Ákvörðunin felur í sér að lóðarhafa að Skólavegi 12 verði veittur frestur til 15. maí 2018 til að fjarlægja það pallaefni sem í óleyfi er. Nefndin lýsir sig sammála þessari afgreiðslu og gerir hana einnig að sinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gera lóðarhafa að Skólavegi 12 að fjarlægja pallaefni það sem er á milli skjólveggjar og girðingar á lóðarmörkum Skólavegar 12 og 14, Fáskrúðsfirði, fyrir 1. júní 2018. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka ákvörðun um dagsektir eða fjarlægingu efnisins á kostnað lóðarhafa, verði ekki farið eftir ákvörðuninni.
8.
750 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027,breyting - grjótnáma kappeyri
Málsnúmer 1704081
Auglýsingartími er liðinn. Engar athugasemdir bárust.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, grjótnáma við Kappeyri. Uppdráttur með greinagerð, dags. 19. október 2017. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
9.
740 Kirkjuból - taka lands undan ábúð
Málsnúmer 1711163
Með ákvörðun nefndarinnar á fundi þann 8. janúar sl. var ákveðið, eftir að hafa farið yfir andmæli ábúenda, að taka 11,5 ha. lands úr ábúð. Eftir að ákvörðunin var tekin kom í ljós, að stærð lands sem ábúendur hafa yfir að ráða á grundvelli ábúðarsamningsins frá 1998 er ekki 11,5 ha. Til að tryggja að engin óvissa sé um það landssvæði sem tekið er undan ábúð, er ákveðið að breyta ákvörðuninni, sbr. 23. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, enda hafði hún ekki verið tilkynnt ábúendum. Jafnframt er farið með málið þannig að fullnægt sé skilyrðum 24. gr. um endurupptöku máls.
Með vísan til sömu upplýsinga og gagna og lágu frammi á fundi nefndarinnar þann 8. janúar sl. og tveggja afstöðumynda af svæðinu, er sýna að stærð spildunnar sem tekin er úr ábúð er 7,4 ha ef miðað er við legu Stekkjarlækjar við gerð ábúðarsamningsins árið 1998, en 5,5 ha. ef miðað er við núverandi legu Stekkjarlækjar, er ný ákvörðun tekin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fer yfir málið og samþykkir að sveitarfélagið nýti rétt sinn samkvæmt ábúðarlögum til að taka allt land neðan þjóðvegar sem í dag fellur undir ábúðarsamning aðila, undan ábúð með vísan til 22. og 23. gr. ábúðarlaga. Samkvæmt framlögðum uppdráttum af svæðinu nemur stærð spildunnar sem tekin er undan ábúð a.m.k. 5,5 ha og ekki meira en 7,4 ha.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna ábúendum þessa ákvörðun þegar samþykki bæjarstjórnar liggur fyrir og taka upp viðræður við þá um lækkun endurgjalds eða mögulegar bætur, í því skyni að leita samninga um endurgjald fyrir þá rýrnun sem missir spildunnar leiðir af sér. Náist ekki samningar, þá verði málið unnið áfram í samræmi við lög.
10.
Ljósá - ofanflóðaframkvæmdir
Málsnúmer 1602108
Lögð fram til kynningar fundargerð frá verkfundi nr. 21 í verkefni "ljósá ofanflóðaframkvæmdir Eskifirði"
11.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Málsnúmer 1611029
Teikningar af frumhönnun lagðar fram til kynningar, nefndinni lýst vel á teikningarnar og felur sviðstjóra að láta vinna þær áfram.