Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
197. fundur
5. febrúar 2018
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Ragnar Sigurðsson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson
embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting vegna fiskeldis
Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 12. janúar 2018, varðandi beiðni Fjarðabyggðar um staðfestingu á óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna stefnumörkunar sveitarfélagsins um fiskeldi. Skipulagsstofnun er ekki tilbúin til að staðfesta óverulega breytingu á aðalskipulagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að fara yfir málið og ræða við Skipulagsstofnun.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að fara yfir málið og ræða við Skipulagsstofnun.
2.
730 Austurvegur 9 - Byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björgvins Jónssonar, dagsett 2. febrúar 2018, þar sem sótt er um leyfi til að breyta tveimur gluggum á húsi hans að Austurvegi 9 á Reyðarfirði. Samþykki annarra eiganda hússins liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
3.
Gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala 2018
Lögð fram tillaga sviðstjóra veitusviðs um breytingar á gjaldskrá Rafveitu Reyðarfjarðar sala.
Lagt er til að söluhluti Rafveitu Reyðarfjarðar hækki um 4%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
Lagt er til að söluhluti Rafveitu Reyðarfjarðar hækki um 4%. Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti tillögu sviðstjóra veitusviðs og vísar tillögunni til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarráðs.
4.
Áskorun frá foreldrafélagi grunnskólans á Eskifirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar innsent erindi frá foreldrafélagi grunnskólans á Eskifirði.
Á árinu 2016 var þak íþróttahússins lagað fyrir u.þ.b. sex milljónir og á árinu 2017 var unnin úttekt á íþróttahúsinu á Eskifirði og var tekið mið af því sem þar kom fram við fjárhagsáætlun ársins 2018 áætlað er að framkvæma fyrir 15 milljónir á árinu 2018 í íþróttahúsinu. Gert er ráð fyrir því að endurnýja loftræsikerfi hússins, komast fyrir þann leka sem er á þaki hússins, mála salinn og búningsklefana í þeirri framkvæmd.
Á árinu 2016 var þak íþróttahússins lagað fyrir u.þ.b. sex milljónir og á árinu 2017 var unnin úttekt á íþróttahúsinu á Eskifirði og var tekið mið af því sem þar kom fram við fjárhagsáætlun ársins 2018 áætlað er að framkvæma fyrir 15 milljónir á árinu 2018 í íþróttahúsinu. Gert er ráð fyrir því að endurnýja loftræsikerfi hússins, komast fyrir þann leka sem er á þaki hússins, mála salinn og búningsklefana í þeirri framkvæmd.
5.
Zveskjan
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi erindið og felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að fara yfir ástand húsnæðis félagsmiðstöðvanna í Fjarðabyggð og leggja fyrir nefndina.
6.
Norðfjarðarvöllur
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir með íþrótta- og tómstundanefnd að rétt sé að skipta þarf um gervigras á Norðfjarðarvelli og að gera þurfi heildstæða áætlun um uppbyggingu íþróttamannvirkja í Fjarðabyggð í samstarfi þessara nefnda.
7.
Skólalóð - framkvæmdir
Framlagt sameiginlegt erindi skólaráðs og nemendaráðs Grunnskólans á Eskifirði til bæjarráðs um skólalóð. Bæjarráð þakkar bréfriturum bréfið og vísar því til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerði ráð fyrir lagfæringum við lóðir grunnskólanna á Eskifirði og Reyðarfirði árið 2018. Verið er að leita til hönnuða með verð í að hanna leiksvæðið á skólalóðinni við grunnskólana. farið verður svo í að framkvæma eftir þeirri hönnun þegar hún liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerði ráð fyrir lagfæringum við lóðir grunnskólanna á Eskifirði og Reyðarfirði árið 2018. Verið er að leita til hönnuða með verð í að hanna leiksvæðið á skólalóðinni við grunnskólana. farið verður svo í að framkvæma eftir þeirri hönnun þegar hún liggur fyrir.
8.
Endurbætur á húsnæði Salthússmarkaðarins á Stöðvarfirði
Framlagt bréf Salthúsmarkaðarins á Stöðvarfirði sem fjallar um viðhaldsmál og endurbætur á aðkomu að inngangi og unhverfi hans.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að skoða það sem beðið er um að lagað verði í umhverfi og aðkomu að saltmarkaðinum ásamt húsnæði hans.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að skoða það sem beðið er um að lagað verði í umhverfi og aðkomu að saltmarkaðinum ásamt húsnæði hans.
9.
Aukin framleiðsla á laxi í Reyðarfirði um 10.000 tonn - beiðni um umsögn á frummatsskýrslu
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drög að umsögn og bætti við athugasemdum í hana og vísar til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu
10.
Tilkynning um fyrirhugaða 4.000 tonna laxeldisstöð Laxar fiskeldis ehf. í sjókvíum í Fáskrúðfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drög að umsögn til Laxa ehf vegna tillögu að matsáætlun fyrir 4000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði.
Atvinnu- og þróunarstjóra falið að vinna áfram að umsögn ásamt öðrum embættismönnum sveitarfélagsins.
Atvinnu- og þróunarstjóra falið að vinna áfram að umsögn ásamt öðrum embættismönnum sveitarfélagsins.
11.
Drög að lagafrumvarpi um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi - til umsagnar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir drögin að frumvarpinu og felur atvinnu- og þróunarstjóra ásamt öðrum embættismönnnum að gera við það umsögn og sækja um frest til að skila henni inn.