Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
198. fundur
16. febrúar 2018
kl.
16:00
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Tjaldsvæði í Fjarðabyggð 2018
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd minnisblað er varðar umsjón á rekstri tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Minnisblaðið var unnið samkvæmt beiðni nefndar á 196 fundi hennar þann 29. janúar sl. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela umhverfisstjóra að ræða við Útilegukortið og Fjallmann-solution ehf. um rekstur á tjaldsvæðum Fjarðabyggðar.
2.
Í skugga valdsins
Á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26. janúar 2018 var lögð fram viljayfirlýsing, dags. 11. janúar 2018, um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Vísað til vinnslu í starfshópi bæjarráðs og til kynningar í fastanefndum bæjarins.
3.
Beiðni um undanþágu frá reglum Fjarðabyggðar um útleigu íbúða vegna hunda- og kattahalds.
Lagt fram ódagsett erindi Kristjáns Vilmundarsonar og Helgu Axelsdóttur um undanþágu frá banni við hunda- og kattahaldi í íbúðum Fjarðabyggðar.
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að sömu reglur gildi í íbúðum Fjarðabyggðar og í fjölbýlishúsum almennt. Samþykki annarra íbúa þurfi að liggja fyrir.
Eigna,- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að sömu reglur gildi í íbúðum Fjarðabyggðar og í fjölbýlishúsum almennt. Samþykki annarra íbúa þurfi að liggja fyrir.
4.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Fundargerð 139. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands lög fram til kynningar
5.
Snjóflóðavarnir Tröllagili Norðfirði
Skilamat á snjóflóðavörnum í Neskaupstað, Neðan Tröllagils lagt fram til kynningar
6.
Umhverfisskýrsla stefnumarkandi landsáætlunar
Lagður fram til kynningar póstur Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, dagsettur 5. febrúar 2018, þar sem ráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2018, umhverfisskýrslu stefnumarkandi landsáætlunar um uppbyggingu inniviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum 2018-2029.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fara yfir málið og leggja fyrir nefndina að nýju
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fara yfir málið og leggja fyrir nefndina að nýju
7.
740 Marbakki 6 -Byggingarleyfi, breyta útliti og innra skipulagi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigurðar Sveinssonar, dagsett 12. febrúar 2018, þar sem sótt er um leyfi til að steypa upp í glugga á vesturhlið og breyta innanhúss í húsi hans að Marbakka 6 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
8.
730 Holtagata 3 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lagt fram erindi Bryndísar Ísfeld Ingvarsdóttur, dagsett 13. desember 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Holtagötu 3 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
9.
730 Brekkugerði, Sunnugerði - fyrirspurn um lóðir
Lagt fram erindi Þorsteins Erlingssonar fh. Og sona ehf, dagsett 7. febrúar 2018, þar sem könnuð er afstaða nefndarinnar til viljayfirlýsinga við lóðarúthlutanir. Óskað er eftir lóðunum við Brekkugerði 5, og Sunnugerði 12 og 20.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að viljayfirlýsing sem gerir ráð fyrir að lóðirnar verði teknar frá verði gerð til eins árs. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að viljayfirlýsing sem gerir ráð fyrir að lóðirnar verði teknar frá verði gerð til eins árs. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
10.
730 Heiðarvegur 5 og Lundargata 1 - sameining lóða undir leikskóla
Lagt fram bréf sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, dagsett 14. febrúar 2018, þar sem sótt er um að húsnæði og lóð félagsheimilins Félagslundar að Lundargötu 1 verði sameinað leikskólanum Lyngholti að Heiðarvegi 5.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt næstu nágrönnum. Grenndarkynning nái til Mánagötu 4, 6 og 8, Lundargötu 2 og 4, Heiðarvegar 3 og Holtagötu 2.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að umsóknin verði grenndarkynnt næstu nágrönnum. Grenndarkynning nái til Mánagötu 4, 6 og 8, Lundargötu 2 og 4, Heiðarvegar 3 og Holtagötu 2.
11.
735 Leirukrókur 8,10,12 - umsókn um byggingarlóð
Lögð fram lóðarumsókn Eskju hf, dagsett 16. febrúar 2018, þar sem sótt er um lóðirnar við Leirukrók 8, 10 og 12 á Eskifirði undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt er óskað eftir að lóðirnar verði sameinaðar lóð fyrirtækisins að Leirubakka 4.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum við Leirubakka 8, 10 og 12 til Eskju hf og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir sameiningu lóðanna í vinnu við breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem nú er í vinnslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum við Leirubakka 8, 10 og 12 til Eskju hf og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að gert verði ráð fyrir sameiningu lóðanna í vinnu við breytingu á deiliskipulagi svæðisins sem nú er í vinnslu.
12.
730 Brekkugerði 18 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Sindra Brynjars Birgissonar, dagsett 17. febrúar 2018, þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 18 á Reyðarfirði undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
13.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Unnin hefur verið verðkönnun vegna deiliskipulagsgerðar fyrir Skíðasvæðið í Oddsskarði. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 13. febrúar 2018 vegna verðkönnunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tilboði Verkfræðistofunnar Eflu í skipulagsgerðina verði tekið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tilboði Verkfræðistofunnar Eflu í skipulagsgerðina verði tekið.
14.
740 Fannardalur - deiliskipulag frístundabyggðar
Lagt fram bréf Guðröðar Hákonarsonar landeiganda Fannardals í Norðfirði, dagsett 19. febrúar 2018, þar sem þess er óskað að áður auglýst deiliskipulag verði tekið fyrir að nýju og sett í tilskilið ferli.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að deiliskipulagið verði auglýst að nýju. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að deiliskipulagið verði auglýst að nýju. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
15.
Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030, forkynning
Lögð fram til umsagnar forkynning vegna nýs Aðalskipulags Breiðdalshrepps 2018-2030.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við forkynninguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við forkynninguna.
16.
Tilkynning um matsbeiðni vegna landamerki Stuðla og dómþing um fyrirtöku hennar
Lögð fram til kynningar tilkynning um matsbeiðni og dómsþing um fyrirtöku hennar vegna landamerkja Stuðla og jarðanna Seljateigs og Seljateigshjáleigu. Lagt fram vinnuskjal skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 16. febrúar 2018, vegna matsbeiðnarinnar.