Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
199. fundur
5. mars 2018
kl.
16:00
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Mat á umhverfsáhrifum
Kynning á drögum að frumvarpi um MÁU og innleiðing tilskipunar, sérálit SA og SÍS ásamt bréfi SA til ráðherra. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir álit Sambands íslenskra sveitarfélaga um drög að frumvarpinu.
2.
Virkjun vindorku á Íslandi, stefnumótunar- og leiðbeiningarrit
Lagt fram til kynningar, stefnumótunar og leiðbeiningarrit Landverndar varðandi virkjun á vindorku á Íslandi.
3.
Sjálfboðaliðar í Fjarðabyggð 2018
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tillögur að verkefnum fyrir sjálfboðaliða árið 2018. Nefndin felur umhverfisstjóra að að skipuleggja vinnu sjálfboðaliða að gildandi reglum og í samráði við AFL starfsgreinafélag varðandi þeirra störf fyrir sveitarfélagið
4.
Sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar 2018
Umhverfisstjóri kynnti fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fundagerðir sjálfbærniverkefnisins ásamt dagsetningu ársfundar og niðurstöðu skýrslu Félagsvísindastofnunnar HÍ á sjálfbærniverkefni Alcoa og Landsvirkjunar.
Ársfundur er fyrirhugaður 8. maí, þetta árið á Fljótsdalshéraði, í fundarsal Icelandair Hótel.
Ársfundur er fyrirhugaður 8. maí, þetta árið á Fljótsdalshéraði, í fundarsal Icelandair Hótel.
5.
52.mál til umsagnar tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir
Til kynningar hjá eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá Atvinnuveganefnd Alþingis, tillaga til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins fyrir bújarðir, 52. mál.
6.
Styrktarsjóður EBÍ 2018
Lagt fram til kynningar.
7.
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi 15.mars 2018
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi 15.mars 2018. eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki ráð fyrir því að sækja fundinn að þessu sinni.
8.
Vegamál - við Norðfjarðará
Innsent erindi frá Hákoni Björnssyni varðandi viðhald á núverandi vegi inn Fannardal. Bendir Hákon á að ástand vegarins er mjög slæmt og að um veginn er töluverð umferð. Hvetur hann sveitarfélagið til að sækja um styrk til Vegagerðarinnar og vísar þar til auglýsingar er birtist í Morgunblaðinu 20 febrúar síðastliðinn. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar erindið og tekur undir að ástand vegarins er slæmt og felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að sækja um til Vegagerðarinnar eins og gert hefur verið síðustu ár
9.
Húsnæðisstefna Fjarðabyggðar
Framlagt minnisblað og drög húsnæðisstefnu Fjarðabyggðar sem trúnaðarmál, fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að vísa húsnæðisstefnu til umfjöllunar í nefndum sveitarfélagsins og því næst til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar við síðari umræðu 22. mars 2018. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin að húsnæðisstefnunni.
10.
Varðandi umhverfið í Dalnum - íbúðahverfi á Eskifirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar íbúum erindið.
Lokið hefur verið við að fylla í eina lóðina, verið er að fá tilboð í fylla í svæði 3 á meðfylgjandi teikningu þar vantar u.þ.b. 2200m3 Á svæðum 4 og 5 er verið að skoða með að forma landið. Lýsing meðfram stíg vísaað til fjárhagsáætlunargerðar.
Lokið hefur verið við að fylla í eina lóðina, verið er að fá tilboð í fylla í svæði 3 á meðfylgjandi teikningu þar vantar u.þ.b. 2200m3 Á svæðum 4 og 5 er verið að skoða með að forma landið. Lýsing meðfram stíg vísaað til fjárhagsáætlunargerðar.
11.
Breytingar á mannvirkjalögum
Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna breytinga á mannvirkjalögum, dagsett 28. febrúar 2018, varðandi faggildingarkröfu vegna yfirferðar hönnunargagna og úttektia.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið og varnarorð Sambandsins. Eins er áréttað að eins og staðan er í dag eru engar skoðunarstofur með faggildingu á þessu sviði starfræktar á Austurlandi þannig að áfanga-, og öryggis- og lokaúttektir yrðu ekki framkvæmdar nema af utanaðkomandi aðilum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir sjónarmið og varnarorð Sambandsins. Eins er áréttað að eins og staðan er í dag eru engar skoðunarstofur með faggildingu á þessu sviði starfræktar á Austurlandi þannig að áfanga-, og öryggis- og lokaúttektir yrðu ekki framkvæmdar nema af utanaðkomandi aðilum.
12.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Lögð fram til kynningar verkefnalýsing svæðisskipulags Austurlands.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísa verkefnalýsingunni til yfirferðar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísa verkefnalýsingunni til yfirferðar hjá skipulags- og byggingarfulltrúa.
13.
Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu, breyting vegna stækkunar hafnarsvæðis, ásamt umhverfisskýrslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu.
14.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, breyting vegna stækkunar hafnarsvæðis, ásamt umhverfisskýrslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði kynnt almenningi og umsagnaraðilum í samræmi við skipulags- og matslýsingu.
15.
740 Kirkjuból - kæra varðaðandi ákvörðun bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vegna stækkunar reits O5 á Kirkjubólseyrum
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru um ógildingu á ákvörðunar bæjarstjórnar frá 15. desember 2016 um að samþykkja deiliskipulag Kirkjubólseyra, hesthúsa- og búfjársvæði í Norðfirði. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er að kærunni er hafnað.
16.
740 Blómsturvellir 26-32 - byggingarleyfi, breytt notkun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðbjarts Hjálmarssonar, dagsett 1. mars 2018, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun húss hans að Blómsturvöllum 26-32 á Norðfirði úr leikskóla í íbúðarhúsnæði. Aðalhönnuður er Einar Ólafsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að breyta skráningu hússins.
17.
735 Bleiksárhlíð 59 - byggingarleyfi, klæðning norðurhliðar
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar fh. Ríkiseigna, dagsett 1. mars 2018, þar sem sótt er um leyfi til að einangra og klæða norðurhlið hússins að Bleiksárhlíð 59 á Eskifirði með loftræstri álklæðningu. Aðalhönnuður er Jón Hrafn Hlöðversson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.