Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
200. fundur
19. mars 2018
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
embættismaður
Sigurður Jóhannes Jónsson
Embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Eignarsjóður viðhaldsmál 2018
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir málið og felur forstöðumanni þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar að fara yfir verklag og tryggja að hagkvæmustu aðferðum verði beitt við snjómokstur.
2.
Umhverfisskýrsla stefnumarkandi landsáætlunar
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samantekt og drög að umsögn um umhverfisskýrslu stefnumarkandi landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru- og menningarsögulegum minjum 2018-2029.
Nefndin felur umhverfisstjóra að senda umsögn inn á samráðsgátt Umhverfis- og auðlindaráðuneytis í samræmi við umræður á fundi.
Nefndin felur umhverfisstjóra að senda umsögn inn á samráðsgátt Umhverfis- og auðlindaráðuneytis í samræmi við umræður á fundi.
3.
Samningur um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd drög að samningi við Útilegukort og Fjallmann-solution á rekstri fimm tjaldsvæða í Fjarðabyggð. Nefndin samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra að ganga frá undirritun að undangengnu samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar.
4.
Götulýsing - Rarik
Rarik hefur sent erindi vegna götulýsingar Fjarðabyggðar. Rarik vill afhenda Fjarðabyggð eignarhaldið á götulýsingunni en býðst til að annast viðhald fyrst um sinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissvið og sviðstjóra veitna að eiga umræður vuð Rarik og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissvið og sviðstjóra veitna að eiga umræður vuð Rarik og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
Veitur - verkefni og starfssemi
Sviðstjóri veitna fór yfir framkvæmdir og rekstur veitna Fjarðabyggðar.
6.
Þörf fyrir þriggja fasa rafmang - Starfshópur um raforkuflutning í dreifbýli
Bréf hefur borist frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu með fyrirspurn um hvar sér mest þörf á þriggja fasa rafmagni. Sviðstjóri veitna fer yfir málið og greinir frá því hvar er ekki þriggja fasa rafmagn í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra veitna að svara Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti í samræmi við umræður á fundinum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra veitna að svara Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti í samræmi við umræður á fundinum.
7.
750 Hafnargata 1 - Umsókn um stöðuleyfi, dúkskemma
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 15. mars 2018, þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir 288 m2 dúkskemmu á lóð fyrirtækisins að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Sótt er um stöðuleyfi til 15. mars 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina en áréttar jafnframt að stöðuleyfi verði ekki framlengt. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina en áréttar jafnframt að stöðuleyfi verði ekki framlengt. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
8.
Leyfi til að setja Ærslabelg á Eskjutúnið
Lögð fram beiðni Íbúasamtak Eskifjarðar um að setja ærslabelg á "Eskjutúnið", dagsett 25. febrúar 2018. Jafnframt er óskað eftir að Fjarðabyggð komi að uppsetningu belgsins og frágangi á rafmagni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara þar sem unnið er að skipulagi miðbæjarsvæðisins á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara þar sem unnið er að skipulagi miðbæjarsvæðisins á Eskifirði.
9.
735 Lambeyrarbraut 3 - breyting á útliti húss
Lögð fram að nýju, eftir grenndarkynningu, umsókn Leifs Más Leifssonar, dagsett 4. desember 2017, vegna byggingaráforma við hús hans að Lambeyrarbraut 3 á Eskifirði en fyrirhugað er að hækka þak þess þannig að þar verði hægt að gera ráð fyrir íbúðarrými. Engar athugasemdir voru við gerðar við grenndarkynninguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara bréfritara.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara bréfritara.
10.
Rafrænt gagnasafn Mannvirkjastofnunar
Lagður fram til kynningar póstur Mannvirkjastofnunar, dagsettur 9. mars 2018, þar sem upplýst er að gagnasafn stofnunarinnar sé tilbúið til að taka á móti gögnum frá byggingarfulltrúum samanber 61. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 og 2.2.1 gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012.
11.
Bílastæðamál við Búðareyri 3
Lagt fram bréf Samúels Karls Fjallmann og Láru Björnsdóttur, dagsett 12. mars 2018, þar sem óskað er eftir að Fjarðabyggð úthluti einu eða öllum af þeim bílastæðum sem eru á götu við hús þeirra að Búðareyri 3 á Reyðarfirði vegna þeirrar starfsemi sem er í húsinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að bílastæði við götu verði skilgreind sem bílastæði Búðareyrar 3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að bílastæði við götu verði skilgreind sem bílastæði Búðareyrar 3.
12.
740 Miðstræti 16 - umsókn um stöðuleyfi fyrir gám.
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ómars Sævars Árnasonar, dagsett 3. mars 2018 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gám við íbúðarhús hans að Miðstræti 19 á Norðfirði.
Sótt er um stöðuleyfi til 31. ágúst 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
Sótt er um stöðuleyfi til 31. ágúst 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
13.
740 Miðstræti 16 - byggingarleyfi, klæðning utanhúss
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ómars Sævars Árnasonar, dagsett 3. mars 2018 þar sem sótt er um leyfi til að einangra- og klæða að utan hús hans að Miðstræti 19 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
14.
Ályktun vegna uppbyggingu nýs sparkvallar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar ályktun frá aðalfundi knattspyrnudeildar þróttar.
Unnið er að skipulaga skólalóðar Nesskóla og verður horft til þessara þátta við þá vinnu.
Unnið er að skipulaga skólalóðar Nesskóla og verður horft til þessara þátta við þá vinnu.
15.
Ályktun vegna gervigrasvallar í Neskaupstað
Aðalfundur knattspyrnudeildar Þróttar, haldinn í Nesskóla 18. janúar 2018, skorar á bæjaryfirvöld Fjarðabyggðar að ljúka endurnýjun á gervigrasi Norðfjarðarvallar samhliða stækkun hans á árinu 2018. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar knattspyrnudeild Þróttar fyrir erindið. Nefndin er sammála því að skipta þurfi um gervigras á Norðfjarðarvelli á næstu árum.
16.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Drög að teikningum lagðar fram til kynningar. Kynningarfundur verður með foreldrafélagi leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði. Tekið fyrir í nefndinni að nýju á næsta fundi.
17.
Mjóifjörður Sólbrekka
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leigja Jóhönnu Lárusdóttir íbúðina í Sólbrekku og Þinghólsveg 9 í Mjóafirði frá 1. júní 2018 til 1. ágúst 2018. Nefndin felur sviðstjóra að ganga frá leigusamningi um íbúðirnar.
18.
Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til ákvörðunar í bæjarráði.
19.
Öryggisstefna
Framlögð drög að uppfærðri upplýsingaöryggisstefnu sem leysir af hólmi eldri upplýsingaöryggisstefnu frá 2013. Stefnunni er ætlað að mæta kröfum sem ný persónuverndarlöggjöf krefur og reglugerð Evrópusambandsins áskilur að aðildarlönd þeirra innleiði. Bæjarráð samþykkir stefnuna, fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Stefnunni er jafnframt vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.
20.
Útvistunarstefna
Framlögð drög að útvistunarstefnu upplýsingatæknimála ásamt minnisblaði. Með drögum þessum er skýrð heimild til útvistunar á rekstri upplýsingatæknikerfa til samræmis við ákvæði nýrra persónuverndarlaga og reglugerðar Evrópusambandsins um aukna persónuvernd. Bæjarráð samþykkir stefnuna, fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Stefnunni er jafnframt vísað til kynningar í nefndum sveitarfélagsins.