Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
201. fundur
2. apríl 2018
kl.
16:00
-
17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Nýting vatns úr borholu við Sléttu
Eigna-. skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra veitna að ganga frá samningi um afnot af vatni úr borholu sem Fjarðabyggð á við Sléttu í Reyðarfirði í samræmi við erindi bréfritara og umræðu á fundinum.
2.
Ljósleiðaralagning 2018 - Ísland ljóstengt
Drög að samningi við Fjarskiptasjóð vegna styrkúthlutunar til ljósleiðaralagningar í Norðfjarðarsveit á árinu 2018 lögð fram til kynningar
3.
Upprunaábyrgðir 2017
Samningur Rafveitu Reyðarfjarðar við Landsvirkjun um útgáfu upprunaábyrgða vegna eigin framleiðslu og sölu á raforku samþykktur. Kostnaður vegna útgáfu og afskráningu á umframmagninu er 9.124 krónur
4.
Persónuverndarstefna
Persónuverndarstefna Fjarðabyggðar lögð fram til kynningar. Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við persónuverndarstefnuna.
5.
Kaup á fasteignum á Eskifirði vegna frummats ofanflóðavarna.
Farið yfir stöðu mála vegna uppkaupa fasteigna á Eskifirði í tengslum við ofanflóðaframkvæmda. Sviðstjóra falið að vinna málið áfram og jafnframt er málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.
6.
750 Búðavegur 28 - byggingarleyfi, breytt aðkoma
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ieva Vedeikaite, dagsett 21. mars 2018, þar sem sótt er um leyfi til að gera bílastæði norðan við hús hennar að Búðavegi 28 á Fáskrúðsfirði ásamt færslu á aðkomu austur fyrir húsið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að bílastæði geti verið norðan hússins og að aðkoma verði austan við húsið. Umsóknin verður tekin fyrir að nýju þegar fullnægjandi hönnunargöng liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að bílastæði geti verið norðan hússins og að aðkoma verði austan við húsið. Umsóknin verður tekin fyrir að nýju þegar fullnægjandi hönnunargöng liggja fyrir.
7.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Fundargerð 140. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018 lögð fram til kynningar.
8.
740 Starmýri 17-19 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigríðar Þorgeirsdóttur fh. eiganda Starmýrar 17-19 á Norðfirði, dagsett 19. mars 2018, þar sem sótt er um leyfi til að skipta um glugga í íbúðum og sameign hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
9.
735 Bleiksárhlíð 34 - Byggingarleyfi, sólpallur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Stefáns Kristinssonar, dagsett 30. janúar 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja sólpall við hús hans að Bleiksárhlíð 34 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
10.
730 Mánagata 25 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Óskars Guðmundssonar, dagsett 21. apríl 2017, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Mánagötu 25 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
11.
730 Heiðarvegur 5 og Lundargata 1 - sameining lóða undir leikskóla
Lagt fram að nýju, eftir grenndarkynningu, bréf sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, dagsett 14. febrúar 2018, þar sem sótt er um að húsnæði og lóð félagsheimilins Félagslundar að Lundargötu 1 verði sameinað leikskólanum Lyngholti að Heiðarvegi 5. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að húsnæði og lóð félagsheimilins Félagslundar verði sameinað leikskólanum Lyngholti. Endanlegri afgreiðslu vegna sameiningu lóða er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að húsnæði og lóð félagsheimilins Félagslundar verði sameinað leikskólanum Lyngholti. Endanlegri afgreiðslu vegna sameiningu lóða er vísað til bæjarráðs.
12.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillaga að deiliskipulagi Skíðasvæðisins í Oddsskarði verði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum fyrir auglýsingu. Tillagan verði höfð aðgengileg í tvær vikur.