Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

202. fundur
24. apríl 2018 kl. 15:00 - 17:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Umhverfislistaverk á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1801060
Umhverfislistaverk í landi Landa á Stöðvarfirði kynnt fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Framkvæmdin er ekki leyfisskyld en kynning og umfjöllun er samvæmt lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd. Landeigendur hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdinni/listaverkinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina.
2.
Fyrirspurn varðandi urðun á plasti og sorpi á árunum 2017 og 2018
Málsnúmer 1803161
Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fyrirspurn Agnars Bóassonar er varðar urðun á plasti og sorpi á árunum 2017 og 2018. Lagt fram til kynningar bréf sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs vegna fyrirspurnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs að ganga frá minnisblaði til bæjarráðs.
3.
Stefna í málefnum um plastnotkun
Málsnúmer 1710038
Lagt fram vinnuskjal umhverfisstjóra og verkefnastjóra umhverfismála, dagsett 12. apríl 2018, er fjallar um möguleika og aðferðir til minni plastnotkunar í Fjaraðbyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framkomnar hugmyndir felur þeim að vinna að frekari útfærslum tengt minni plastnotkun í sveitarfélaginu og kynna fyrir nefndina að nýju.
4.
Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
Málsnúmer 1803027
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett 1. mars 2018, er varðar drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Stjórn Sambandsins hvetur sveitarfélögin til að kynna sér landsáætlunina og senda umsögn um hana ef tilefni er til.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að kynna sér drögin og leggja fyrir nefndina að nýju ef einhverjar athugasemdir eru.
5.
Kortlagning vegslóða í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1804035
Samkvæmt 32 gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 ber sveitarfélögum að gera vegaskrá. Þann 5. febrúar sl. tók í gildi reglugerð nr. 260/2018 um vegi í náttúru Íslands samkvæmt lögum um náttúruvernd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs ásamt umhverfisstjóra að vinna að vegaskrá samkvæmt fyrrgreindum lögum og reglugerð og kalla eftir ábendingum um slóða.
6.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Málsnúmer 1602151
Lögð fram að nýju verkefnalýsing svæðisskipulags Austurlands ásamt bréfi verkefnisstjóra svæðisskipulagsins þar sem boðað er til fundar vegna næstu skrefa í skipulagsferlinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða verkefnislýsingu.
7.
Endurheimtur á votlendi
Málsnúmer 1709071
Kynnt að nýju verkefnin endurheimt votlendis sem er á vegum Landgræðslunnar, styrkt af Alcoa foundation og Votlendisbankann. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 12. apríl 2018, varðandi svæði innan sveitarfélagsins sem koma til greina í endurheimt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur í minnisblaði umhverfisstjóra á tilgreindum svæðum og felur henni að vera í sambandi við Landgræðsluna og Votlendisbankann vegna útfærslum endurheimtar.
8.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, umsóknir, framvinda og framkvæmd 2017
Málsnúmer 1709155
Lagt fram til kynningar minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 13. apríl 2018, um styrkveitingar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til framkvæmda í Fjarðabyggð. Veittir voru styrkir í þrjú af þeim fimm verkefnum sem sveitarfélagið hafði sótt um styrk fyrir. Heildarfjárhæð styrkjanna nemur 34,9 miljónum, framkvæmdir hefjast nú í sumar.
9.
Opinn fundur um fiskeldisstefnu
Málsnúmer 1804041
Vísað frá bæjarráði til hafnarstjórnar og eigna-, skipulags og umhverfisnefndar til kynningar, fiskeldisstefna Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga en fyrirhugað er að halda kynningu á henni. Bæjarstjóri ásamt fulltrúum bæjarráðs munu sækja ráðstefnuna.
10.
740 Kirkjuból - taka lands undan ábúð
Málsnúmer 1711163
Farið yfir stöðu mála.
11.
740 - Búlandsborg - stofnun nýrrar lóðar
Málsnúmer 1804059
Lögð fram yfirlýsing um landskipti og stofnunar lóðar ásamt lóðarblaði.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar Ormsstaðir 3 úr landi Búlandsborga, samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þó með fyrirvara um staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins, sbr. ákvæði jarðalaga.
Þá leggur nefndin til að bæjarstjórn mæli með því að ráðuneytið staðfesti stofnun lóðarinnar í samræmi við ákvæði jarðalaga. Stofnun lóðarinnar er gerð vegna fyrirhugaðra makaskipta Fjarðabyggðar, eiganda Búlandsborga, og eiganda Ormsstaða á lóðum úr landi jarðanna.
12.
740 - Ormsstaðir - stofnun nýrrar lóðar
Málsnúmer 1804058
Lögð fram yfirlýsing um landskipti og stofnunar lóðar ásamt lóðarblaði.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd samþykkir stofnun lóðarinnar Ormsstaðir 2 úr landi Ormsstaða, samkvæmt 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þó með fyrirvara um staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins, sbr. ákvæði jarðalaga.
Þá leggur nefndin til að bæjarstjórn mæli með því að ráðuneytið staðfesti stofnun lóðarinnar í samræmi við ákvæði jarðalaga. Stofnun lóðarinnar er gerð vegna fyrirhugaðra makaskipta eiganda Ormsstaða og Fjarðabyggðar, eiganda Búlandsborga á lóðum úr landi jarðanna.
13.
Samsetningarsvæði sjókvía
Málsnúmer 1804074
Lagt fram bréf Fiskeldis Austfjarða ehf þar sem óskað er eftir að fá til afnota/leigu svæði vestanvert við höfnina á Fáskrúðsfirði til að setja saman kvíar ásamt geymslu á tilheyrandi búnaði á tímabilinu frá 1. maí 2018 til 1. júlí 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að svæðið verði nýtt til samsetninga kvía og að gerður verði leigusamningur um svæðið vestanvert frá 1. maí til 1. júlí 2018. Hvað varðar svæði til geymslu innan hafnarsvæðis er ákvörðun vísað til hafnarstjórnar.
14.
735 Bleiksárhlíð 45 - Byggingarleyfi, breyting í eina íbúð
Málsnúmer 1804089
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elínborgar Kristínar Þorvaldsdóttur, dagsett 18. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að sameina tvær íbúðir i húsi hennar að Bleiksárhlíð 45 á Eskifirði í eina íbúð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
15.
750 Hlíðargata 8 - umsókn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1802100
Umsókn um rekstrarleyfi vegna sölu gistingar í flokki II, minna gistiheimili, að Hlíðargötu 8 á Fáskrúðsfirði hefur verið kynnt nágrönnum sbr. reglur Fjarðabyggðar um gististaði innan sveitarfélagsins. Athugasemd hefur verið gerð vegna fyrirhugaðrar starfsemi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að ekki sé hægt að gefa jákvæða umsögn vegna umsóknarinnar þar sem athugasemdir vegna fyrirhugaðs reksturs innan íbúðarsvæðis hafa verið gerðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda.
16.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði
Málsnúmer 1701099
Kynningartíma fyrir auglýsingu er lokið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar ábendingum um nýtingu hafnarsvæðis og dýpt við viðlegukant til umsagnar Hafnarstjórnar.
17.
Forsendubrestur í uppbyggingu hesthúsahverfis við Símonartún
Málsnúmer 1704104
Lögð fram greinagerð skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 13. apríl 2018, vegna forsendubrests fyrir uppbyggingu hesthúsabyggðar á Símonartúni við Eskifjörð. Lagður fram til kynningar kaupsamningur um fasteignatengd réttindi og lausafé.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fleiri lóðum verði ekki úthlutað samkvæmt deiliskipulaginu við Símonartún og að reiturinn O9 verði felldur út úr Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 við næstu endurskoðun þess.
18.
730 Búðareyri 8 - Byggingarleyfi, stækkun
Málsnúmer 1804112
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Heilbrigðisstofnunar Austurlands, dagsett 20. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að stækka heilsugæslustöðina að Búðareyri 8 á Reyðarfirði um 276,1 m2. Aðalhönnuður er Björn Kristleifsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
19.
740 Vindaheimanaust 6a - byggingarleyfi, spennistöð
Málsnúmer 1804110
Lögð fram byggingarleyfisumsókn RARIK ohf, dagsett 18. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 8,1 m2 spennistöðvarhús á lóð fyrirtækisins að Vindheimanaust 6a á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
20.
730 Stekkholt 14 - byggingarleyfi, geymsluskúr
Málsnúmer 1804114
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kára Óttarssonar, dagsett 22. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að reisa 15 m2 geymsluskúr við eystri lóðarmörk húss hans að Stekkjarholti 14 á Reyðarfirði. Aðalhönnuður er Kári Óttarsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.