Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
203. fundur
7. maí 2018
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
varaformaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Nefndin felur sviðstjóra að hefja viðræður við Hleðslu um viðhald og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Fjarðabyggð.
2.
Nýting vatns úr borholu við Sléttu
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti drög að samkomulagi um nýtingu á heitu vatni úr rannsóknarholu í landi Sléttu. Nefndin felur sviðstjóra að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar árið 2018.
Lögð fram tillaga að sölu eigna Fjarðabyggðar tillagan er samvinna Sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og félagsmálastjóra.
4.
Refa- og minkaveiði 2018
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna, skipulags- og umhverfisnefnd minnisblað um fyrirkomulag refa- og minkaveiði fyrir árið 2018.
Nefndin samþykkir fyrirkomulagið og felur umhverfisstjóra að ráða veiðimenn fyrir komandi grenjavinnslutímabil.
Nefndin samþykkir fyrirkomulagið og felur umhverfisstjóra að ráða veiðimenn fyrir komandi grenjavinnslutímabil.
5.
Meindýraeyðing í Nípunni
Sigurður V. Jóhannesson óskar eftir því að endurnýja leyfi til veiðar á ref og mink í Fólkvangi Neskausptaðar. Samkvæmt friðlýsingu svæðisins er veiði óheimil nema að undnangenginni umsögn Náttúrustofu Austurlands og með tilskyldu leyfi náttúruverndarnefndar sem er eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fá umsögn Náttúrustofu Austurlands á beiðni Sigurðar og leggja hana fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fá umsögn Náttúrustofu Austurlands á beiðni Sigurðar og leggja hana fyrir nefndina að nýju.
6.
Veraldavinir 2018
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tillögur að verkefnum Veraldavina fyrir árið 2018. Skipulag verkefnanna er í samræmi við síðstu kröfur AFL starfsgreinafélag. Nefndin samþykkir tillögurnar.
7.
Eignarsjóður viðhaldsmál 2018
Lagður fram til kynningar verksamningur um klæðningu á Nesskóla við Launafl ehf.
8.
Samsetningarsvæði sjókvía
Lagt fram að nýju bréf Fiskeldis Austfjarða ehf þar sem óskað er eftir að fá til afnota/leigu svæði vestanvert við höfnina á Fáskrúðsfirði til að setja saman kvíar ásamt geymslu á tilheyrandi búnaði. Vísað frá bæjarstjórn vegna breyttra forsendna. Fallið hefur verið frá áformum um samsetningu kvía á svæðinu. Nefndin ógildir því fyrri samþykkt sem gerð var vegna umsóknarinnar á fundi nr. 202, 24.04.2018.
9.
730 Stekkjarholt 6 - Byggingarleyfi, einbýlishús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Og sona / Ofurtólsins ehf, dagsett 30. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 192,9 m2 og 714 m3 einbýlishús á lóðinni við Stekkjarholt 6 á Reyðarfirði. Aðalhönnuður er Jóhannes Pétursson. Byggingarstjóri er Þorsteinn Erlingsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
10.
Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði
Lögð fram teikning starfshóps um fjölskyldu- og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði af staðsetningu og legu frispígolfvallar við íþróttasvæðið og Skrúðgarðinn á Fáskrúðsfirði. Jafnframt lögð fram teikning af fyrirhuguðum leiksvæðum á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu á frispígolfvelli. Jafnframt er samþykkt að gert verði ráð fyrir leiksvæði í Skrúðgarðinum í stað þess sem gert er ráð fyrir milli Skólavegar 81 og 83.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu á frispígolfvelli. Jafnframt er samþykkt að gert verði ráð fyrir leiksvæði í Skrúðgarðinum í stað þess sem gert er ráð fyrir milli Skólavegar 81 og 83.
11.
Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028
Lögð fram til umsagnar skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir breyttri legu Kröflulínu III.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsinguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsinguna.
12.
740 Hafnarbraut 32 - Sameining lóða og niðurfelling á fastanúmeri
Lögð fram beiðni Jóns Gunnars Jónssonar, dagsett 29. apríl 2019, þar sem óskað er eftir að lóðirnar við Hafnarbraut 32 og Hafnarbraut 32a verði sameinaðar í eina þar sem hann er einn eigandi af húsinu sem stendur á lóðunum. Jafnframt er óskað eftir að tvær af þremur íbúðum hússins verði sameinaðar í eina. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar og íbúðum í húsinu fækkað í tvær.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar og íbúðum í húsinu fækkað í tvær.
13.
Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030, umsögn
Lögð fram til umsagnar auglýsing að tillögu að Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030 ásamt umhverfisskýrslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
14.
Leyfi til að setja Ærslabelg á Eskjutúnið
Lögð fram að nýju beiðni Íbúasamtaka Eskifjarðar um að setja ærslabelg á "Eskjutúnið", dagsett 25. febrúar 2018, þar sem upphaflegri staðsetningu er breytt lítillega. Jafnframt er óskað eftir að Fjarðabyggð komi að uppsetningu belgsins og frágangi á rafmagni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu ærslabelgs á túninu. Nefndin felur sviðstjóra framkvæmd- og umhverfissviðs að ræða aðkomu sveitarfélagsins að málinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu ærslabelgs á túninu. Nefndin felur sviðstjóra framkvæmd- og umhverfissviðs að ræða aðkomu sveitarfélagsins að málinu.
15.
740 Urðarteigur 22 - Óleyfisframkvæmdir
Staða málsins vegna óleyfisframkvæmda kynnt.
16.
740 Gilsbakki 10 - Byggingarleyfi - Stækkun íbúðarhluta með lokun bílskýlis
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eyþórs Halldórssonar, dagsett 24. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhluta húss hans að Gilsbakka 10 á Norðfirði með því að loka bílskýli þannig að það verði hluti íbúðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
17.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Tillagan hefur verið kynnt íbúum og umsagnaraðilum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna frekar möguleika á ofanflóðavörnum á svæðinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna frekar möguleika á ofanflóðavörnum á svæðinu.
18.
740 Deiliskipulag Naust 1 - beiðni um stækkun lóðar Landanaust 3
Lagt fram bréf Björns Sveinssonar hjá Verkís fh. Fjarðanets hf, dagsett 6. maí 2018, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi Naust 1 verði breytt vegna fyrirhugaðra byggingaráætlana fyrirtækisins að Landanaust 3 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til umfjöllunar hafnarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til umfjöllunar hafnarstjórnar.