Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

203. fundur
7. maí 2018 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson varaformaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Málsnúmer 1606146
Nefndin felur sviðstjóra að hefja viðræður við Hleðslu um viðhald og rekstur á hleðslustöðvum fyrir rafbíla í Fjarðabyggð.
2.
Nýting vatns úr borholu við Sléttu
Málsnúmer 1803148
Nefndin samþykkir fyrir sitt leyti drög að samkomulagi um nýtingu á heitu vatni úr rannsóknarholu í landi Sléttu. Nefndin felur sviðstjóra að ræða við umsækjanda í samræmi við umræður á fundinum.
3.
Tillaga að sölu íbúða í eigu Fjarðabyggðar árið 2018.
Málsnúmer 1606124
Lögð fram tillaga að sölu eigna Fjarðabyggðar tillagan er samvinna Sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og félagsmálastjóra.
4.
Refa- og minkaveiði 2018
Málsnúmer 1801098
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna, skipulags- og umhverfisnefnd minnisblað um fyrirkomulag refa- og minkaveiði fyrir árið 2018.
Nefndin samþykkir fyrirkomulagið og felur umhverfisstjóra að ráða veiðimenn fyrir komandi grenjavinnslutímabil.
5.
Meindýraeyðing í Nípunni
Málsnúmer 1805032
Sigurður V. Jóhannesson óskar eftir því að endurnýja leyfi til veiðar á ref og mink í Fólkvangi Neskausptaðar. Samkvæmt friðlýsingu svæðisins er veiði óheimil nema að undnangenginni umsögn Náttúrustofu Austurlands og með tilskyldu leyfi náttúruverndarnefndar sem er eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að fá umsögn Náttúrustofu Austurlands á beiðni Sigurðar og leggja hana fyrir nefndina að nýju.
6.
Veraldavinir 2018
Málsnúmer 1801088
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tillögur að verkefnum Veraldavina fyrir árið 2018. Skipulag verkefnanna er í samræmi við síðstu kröfur AFL starfsgreinafélag. Nefndin samþykkir tillögurnar.
7.
Eignarsjóður viðhaldsmál 2018
Málsnúmer 1801172
Lagður fram til kynningar verksamningur um klæðningu á Nesskóla við Launafl ehf.
8.
Samsetningarsvæði sjókvía
Málsnúmer 1804074
Lagt fram að nýju bréf Fiskeldis Austfjarða ehf þar sem óskað er eftir að fá til afnota/leigu svæði vestanvert við höfnina á Fáskrúðsfirði til að setja saman kvíar ásamt geymslu á tilheyrandi búnaði. Vísað frá bæjarstjórn vegna breyttra forsendna. Fallið hefur verið frá áformum um samsetningu kvía á svæðinu. Nefndin ógildir því fyrri samþykkt sem gerð var vegna umsóknarinnar á fundi nr. 202, 24.04.2018.
9.
730 Stekkjarholt 6 - Byggingarleyfi, einbýlishús
Málsnúmer 1804156
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Og sona / Ofurtólsins ehf, dagsett 30. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 192,9 m2 og 714 m3 einbýlishús á lóðinni við Stekkjarholt 6 á Reyðarfirði. Aðalhönnuður er Jóhannes Pétursson. Byggingarstjóri er Þorsteinn Erlingsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
10.
Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1708088
Lögð fram teikning starfshóps um fjölskyldu- og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði af staðsetningu og legu frispígolfvallar við íþróttasvæðið og Skrúðgarðinn á Fáskrúðsfirði. Jafnframt lögð fram teikning af fyrirhuguðum leiksvæðum á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu á frispígolfvelli. Jafnframt er samþykkt að gert verði ráð fyrir leiksvæði í Skrúðgarðinum í stað þess sem gert er ráð fyrir milli Skólavegar 81 og 83.
11.
Verkefnislýsing fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028
Málsnúmer 1805012
Lögð fram til umsagnar skipulags- og matslýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 þar sem gert er ráð fyrir breyttri legu Kröflulínu III.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við skipulags- og matslýsinguna.
12.
740 Hafnarbraut 32 - Sameining lóða og niðurfelling á fastanúmeri
Málsnúmer 1805025
Lögð fram beiðni Jóns Gunnars Jónssonar, dagsett 29. apríl 2019, þar sem óskað er eftir að lóðirnar við Hafnarbraut 32 og Hafnarbraut 32a verði sameinaðar í eina þar sem hann er einn eigandi af húsinu sem stendur á lóðunum. Jafnframt er óskað eftir að tvær af þremur íbúðum hússins verði sameinaðar í eina. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðirnar verði sameinaðar og íbúðum í húsinu fækkað í tvær.
13.
Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030, umsögn
Málsnúmer 1701199
Lögð fram til umsagnar auglýsing að tillögu að Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030 ásamt umhverfisskýrslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
14.
Leyfi til að setja Ærslabelg á Eskjutúnið
Málsnúmer 1802161
Lögð fram að nýju beiðni Íbúasamtaka Eskifjarðar um að setja ærslabelg á "Eskjutúnið", dagsett 25. febrúar 2018, þar sem upphaflegri staðsetningu er breytt lítillega. Jafnframt er óskað eftir að Fjarðabyggð komi að uppsetningu belgsins og frágangi á rafmagni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir staðsetningu ærslabelgs á túninu. Nefndin felur sviðstjóra framkvæmd- og umhverfissviðs að ræða aðkomu sveitarfélagsins að málinu.
15.
740 Urðarteigur 22 - Óleyfisframkvæmdir
Málsnúmer 1804093
Staða málsins vegna óleyfisframkvæmda kynnt.
16.
740 Gilsbakki 10 - Byggingarleyfi - Stækkun íbúðarhluta með lokun bílskýlis
Málsnúmer 1804140
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eyþórs Halldórssonar, dagsett 24. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að stækka íbúðarhluta húss hans að Gilsbakka 10 á Norðfirði með því að loka bílskýli þannig að það verði hluti íbúðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
17.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1703117
Tillagan hefur verið kynnt íbúum og umsagnaraðilum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna frekar möguleika á ofanflóðavörnum á svæðinu.
18.
740 Deiliskipulag Naust 1 - beiðni um stækkun lóðar Landanaust 3
Málsnúmer 1805043
Lagt fram bréf Björns Sveinssonar hjá Verkís fh. Fjarðanets hf, dagsett 6. maí 2018, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi Naust 1 verði breytt vegna fyrirhugaðra byggingaráætlana fyrirtækisins að Landanaust 3 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til umfjöllunar hafnarstjórnar.