Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

204. fundur
17. maí 2018 kl. 15:15 - 15:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson formaður
Einar Már Sigurðarson aðalmaður
Ragnar Sigurðsson varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
740 Deiliskipulag Naust 1 - beiðni um stækkun lóðar Landanaust 3
Málsnúmer 1805043
Lagt fram að nýju bréf Björns Sveinssonar hjá Verkís fh. Fjarðanets hf, dagsett 6. maí 2018, þar sem óskað er eftir að deiliskipulagi Naust 1 verði breytt vegna fyrirhugaðra byggingaráætlana fyrirtækisins að Landanaust 3 á Norðfirði. Umsögn hafnarstjórnar vegna málsins liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni í samræmi við óskir Fjarðanets hf að undanskilinni beiðni um breytingu á nafni götunnar Landanaustar.
2.
740 Landanaust 3 - byggingarleyfi, netagerð
Málsnúmer 1805092
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fasteignafélagsins Miðhúss ehf, dagsett 17. maí 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 2.702m2 og 50.197m3 atvinnuhúsnæði á byggingarlóð Fjarðanets hf að Landanaust 3 á Norðfirði. Aðalhönnuður er Björn Sveinsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
3.
740 Kirkjuból - taka lands undan ábúð
Málsnúmer 1711163
Staða málsins kynnt. Spilda var tekin úr ábúð með bréfi 27. febrúar sl. Viðræður hafa verið í gangi um lausn. Staða þeirra kynnt.
Bæjarstjóra heimilað að gera sátt í málinu, komi sú staða upp að viðunandi lausn náist.