Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
205. fundur
28. maí 2018
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Jón Björn Hákonarson
formaður
Einar Már Sigurðarson
aðalmaður
Ragnar Sigurðsson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Veittur styrkur til viðgerðar á Lúðvíkshúsi
Vinna við að flytja Lúðvíkshúsið á lóðina við Þiljuvelli 13 er hafin. þeir sem koma að verkefninu eru Fjarðabyggð, Áhugamannafélagið um gamla Lúðvíkshúsið ásamt fleirum. Sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs falið að vinna málið áfram.
2.
Úttekt og aðgerðir á söfnunar- og móttökustöðum í Fjarðabyggð
Lögð fram til kynningar seinni úttekt á söfnunar- og móttökustöðum í Fjarðabyggð ásamt minnisblaði verkefnastjóra umhverfismála dagsettu 23. maí 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar úttektinni til áframhaldandi vinnslu hjá verkefnastjóra umhverfismála í samráði við bæjarstjóra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar úttektinni til áframhaldandi vinnslu hjá verkefnastjóra umhverfismála í samráði við bæjarstjóra.
3.
Varðar umsókn um minkaleitir 2018
Erindi Boða Stefánssonar tekið fyrir og felur nefndin umhverfisstjóra að gera samantekt á minkaveiði í sveitarfélaginu og koma með tillögur að vinnufyrirkomulagi í átaki til útrýmingar á mink í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að svara erindinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að svara erindinu.
4.
Eyðing Lúpínu í Fjarðabyggð
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd skipulag og áherslur í vinnu gegn ágengum tegundum í sveitarfélaginu. Áherslan er lögð á að varðveita íslenska vistgerð í fólkvöngum og friðlöndum. Nefndin samþykkir tillögur umhverfisstjóra og felur henni að vinna út frá þeim á komandi sumri.
5.
Rótarýklúbbur Neskaupstaðar - fuglaskilti í Neskaupstað
Rótarýklúbbur Neskaupstaðar sendi inn beiðni um samvinnu við Fjarðabyggð á uppsetningu nokkurra skilta til fræðslu um fugla með strandlengju Neskaupstaðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna að frekari útfærslum á verkefninu með Rótarklúbbnum og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna að frekari útfærslum á verkefninu með Rótarklúbbnum og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Veðurfar í Fjarðabyggð
lagt fram til kynningar minnisblað Veðurvaktarinnar ehf um úrkomumælingar.
7.
740 Kirkjuból - taka lands undan ábúð
Farið yfir stöðu málsins. Drög að viðauka við ábúðarsamning kynnt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti samningagerð og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti samningagerð og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
8.
740 Deiliskipulag Kirkjubóls, hesthúsa- og búfjársvæði - óveruleg breyting
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, ef samningar nást, að gerð verði óveruleg breyting á deiliskipulagi Kirkjubóls, hesthúsa- og búfjársvæðis þannig að þrjár vestustu lóðirnar verði felldar út.
9.
755 Tjaldsvæði- umsókn um stöðuleyfi á salernisgám
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 4. maí 2018, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir salernisgám á tjaldsvæðið á Stöðvarfirði í stað þeirrar salernisaðstöðu sem fyrir er og fyrirhugað er að fjarlægja. Sótt er um að láta salernisgáminn standa til 31. ágúst 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfið.
10.
730 Fagradalsbraut 7 - umsókn um lóð, hesthús
Lögð fram lóðarumsókn Hreggviðs Friðbergssonar, dagsett 11. maí 2018, þar sem sótt er um lóðina við Fagradalsbraut 7 á Reyðarfirði undir hesthús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
11.
730 Austurvegur 9 - Byggingarleyfi, varmadæla
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóhanns Óskars Þórólfssonar, dagsett 11. maí 2018, þar sem sótt er um leyfi til setja upp varmadælu við fjölbýlishúsið að Austurvegi 9 á Reyðarfirði. Samþykki annarra eiganda liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
12.
750 Hafnargata - Fyrirspurn um lóð fyrir sjódælistöð
Lögð fram fyrirspurn Elís B. Eiríkssonar hjá Eflu fh. Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 11. maí 2015, þar sem spurst er fyrir um möguleika á nýrri lóð fyrir sjódælustöð inna við Löndunarbryggju við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að hægt sé að koma lóð fyrir sjódælustöð fyrir innan við Löndunarbryggju að uppfylltum þeim kröfum sem Fjarðabyggðarhafnir gera vegna starfsemi hafnarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að hægt sé að koma lóð fyrir sjódælustöð fyrir innan við Löndunarbryggju að uppfylltum þeim kröfum sem Fjarðabyggðarhafnir gera vegna starfsemi hafnarinnar.
13.
750 Hlíðargata 55 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Magnúsar Þorra Magnússonar, dagsett 21. maí 2017, þar sem sótt er um leyfi til að setja hurðir í glugga í stofum á jarðhæð suðurhliðar fjölbýlishússins að Hlíðargötu 55 á Fáskrúðsfirði. Aðalhönnuður er Elís B. Eiríksson. Samþykki annarra eiganda liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
14.
Umsókn um styrk til fornleifaskráningar í Vöðlavík, á Krossanesi og Útsveit
Lögð fram beiðni Hjörleifs Guttormssonar um styrk til fornleifarannsóknar í útsveit Eskifjarðar, Krossanesi og í Vöðlavík.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita 500.000 kr. styrk til verkefnissins. Umhverfisstjóra falið að svara umsækjanda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að veita 500.000 kr. styrk til verkefnissins. Umhverfisstjóra falið að svara umsækjanda.
15.
735 Deiliskipulag Dalur 2 - sameining lóða
Lagt fram erindi Þorsteins Erlingssonar, dagsett 8. maí 2018, vegna lóðanna við Ystadal 5, 7 og 9 sem eru samkvæmt deiliskipulagi ætlaðar fyrir einbýlishús. Áhugi er á að sameina lóðirnar svo hægt sé að byggja á þeim 6 íbúða raðhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um mögulega nýtingu annarra lóða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við umsækjanda um mögulega nýtingu annarra lóða.
16.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti og greinargerð dagsett 28. mái 2018. Tillagan verði auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
17.
740 Dalland - byggingarleyfi, viðbygging
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eiríks Sörens Sörensen Guðnasonar, dagsett 7. maí 2018, þar sem sótt er um leyfi til að stækka til vestur íbúðarhús hans að Dallandi í Norðfjarðarsveit um 40,7 m2 og 109 m3. Aðalhönnuður er Steindór Stefánsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
18.
740 Efri-Miðbær - Efnistaka úr Norðfjarðará
Lagt fram bréf Guðröðar Hákonarsonar eiganda jarðarinnar Efri-Miðbæjar, dagsett 23. maí 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til efnistöku úr Norðfjarðará, vestan við golfvöll.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna að fengnum jákvæðum umsögnum Veiðifélags árinnar og Fiskistofu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna að fengnum jákvæðum umsögnum Veiðifélags árinnar og Fiskistofu.
19.
750 Hlíðargata 8 - umsókn um rekstrarleyfi
Vísað frá bæjarstjórn og bæjarráði til nefndarinnar til umræðu og afgreiðslu að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska frekari gagna vegna málsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska frekari gagna vegna málsins.
20.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands frá 3. maí 2018.
21.
Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2018
Framlögð til kynningar 2. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands á árinu 2018.