Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
206. fundur
13. júní 2018
kl.
16:00
-
00:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Starfsmenn
Anna Berg Samúelsdóttir
embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Erindisbréf eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.
2.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2018
Nefndin felur verkefnisstjóra umhverfismála að vinna áfram að málinu í ljósi umræðna á fundinum.
3.
Meindýraeyðing í Nípunni
Nefndin samþykkir að leyfa veiðar á bæði ref og mink í Fólkvangi Neskaupstaðar með sama fyrirkomulagi og undanfarin ár, þar sem m.a. er tekið tillit til þess að svæðið er friðað útivistarsvæði og umferð fólks þar tíð.
4.
Endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna
Til kynningar mál er varðar endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna. Málinu vísað til kynningar í landbúnaðarnefnd.
5.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2021. Nefndin felur umhverfisstjóra að vinna stefnuna samkvæmt þeim ábendingum sem fram komu á fundinum og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Beiðni um umsögn - Allt að 520.000 m3 efnistaka við Eyri í Reyðarfirði
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir engar athugasemdir við frummatsskýrlu á efnisnámi við Eyri á allt að 520.000 m3 efnis utan netlagna við Eyri í Reyðarfirði. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að ganga frá umsögn til Skipulagsstofnunar.
7.
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlitsins 2017
Ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits Austurlands fyrir árið 2017 lögð fram til kynningar.
8.
Uppkaup fasteigna
Fært í trúnaðarmálabók.