Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
207. fundur
27. júní 2018
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir
embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Almenningssamgöngur Sv-Aust ehf.
Jódís Skúladóttir verkefnastjóri Strætisvögnum Austurlands hjá Austurbrú kom á fundinn og fór yfir verkefnin hjá Strætisvögnum Austurlands.
2.
Akstur til og frá athafnasvæðinu að Hrauni kl. 20:00
Leiðin er mjög kostnaðarsöm fyrir sveitarfélagið, er því lagt til við bæjarráð að leiðin verði lögð niður í samstarfi aðila eins fljótt og kostur er.
3.
Aðalskipulag Breiðdalshrepps 2018-2030, umsögn
Lagðar fram til kynningar umsagnar og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma tillögu að Aðalskipulagi Breiðdalshrepps 2018-2030 ásamt umhverfisskýrslu.
4.
Endurheimtur á votlendi
Samningur Landgræðslunnar við Fjarðabyggð um endurheimt votlendis í landi Hólma og að hluta í landi Kollaleiru lagt fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Nefndin samþykkir samninginn fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
5.
Garðsláttur
Umhverfisstjóri leggur fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd minnisblað um garðaslátt fyrir eldri borgara og öryrkja. Nefndin felur umhverfisstjóra að vinna að útfærslu á framkvæmd garðasláttar í samráði við félagsþjónustu Fjarðabyggðar og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Nýting vatns úr borholu við Sléttu
Sviðstjóri veitna fer yfir beiðni landeiganda Sléttu, Reyðarfirði að fá að nýta tilraunaborholu, sviðstjóra falið að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
7.
Fyrirspurn um raforkukaup
Lagt fram til kynningar
8.
Borholur á Fáskrúðsfirði
Samningur um boranir kaldavatnshola í Fjarðabyggð við VKC ehf lagður fram til kynningar.
9.
Vatnstjón á Eyrarstíg 1
Þann 12. janúar 2018 flæddi inn í kjallara á húsi á Reyðarfirði sviðstjór veitna kynnti stöðu málsins. Nefndin felur sviðstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir að nýju
10.
Tilkynning um ábyrgðarmann Rafveita Reyðarfjarðar - staðfesting
Lögð fram tilkynning um ábyrgðarmann Rafveitu Reyðarfjarðar og staðfesting Mannvirkjastofnunnar.
11.
Ljósleiðarakerfi veitna Fáskrúðsfirði
Nefndin samþykkir drög að samningi við Rarik um sameign á ljósleiðarastreng á Fáskrúðsfirði og einnig samkomulag við Loðnuvinnsluna(LVF) um notkun veitna á ljósleiðara LVF fyrir væntanlegt ljósleiðarakerfi veitna.
12.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Kostnaðaráætlun vegna kaupa og uppsetninga á hleðslustöðvum frá Hlöðu og Orkusölunni. Auk þess styrkur frá Orkusjóði skv. Austurbrú. Veitustjóri leggur til að gerður verði þjónustusamningur við Hlöðu fyrir rekstur stöðvanna, sem verða í eigu Fjarðabyggðar. Samþykkt að gerður verði þjónustusamningur við Hlöðu og settar verði upp stöðvar í Neskaupstað, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. On hefur nú þegar sett upp hraðhleðslustöð á Stöðvarfirði. Endanlegri afgreiðslu vísað til bæjarráðs.
13.
Forðafræðilíkan - Norðfjaðagöng
Vegagerðin gerði samkomulag við Fjarðabyggð vegna gerð Norðfjarðagangna um athugun á forðafræði jarðhitasvæðisins Hitaveitu Eskifjarðar. Sviðstjóra veitna falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju
14.
Allt að 21.000 tonna framleiðsla á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Atvinnu-og þróunarstjóri kynnir og fer yfir framgang málsins. Fjallað um hagsmuni sveitarfélagsins og þær umsagnir sem fram hafa komið.
15.
425.mál - til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða,
425.mál - til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, Atvinnu-og þróunarstjóri kynnir fundinum framgöngu málsins.
16.
Gjöf til Fjarðabyggðar - skíðamiðstöð
Vísað frá bæjarráði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Framlagður tölvupóstur frá stjórn SÚN um gjöf samvinnufélagsins til Fjarðabyggðar. Samvinnufélagið hefur ákveðið að gefa yfirbyggt töfrateppi að upphæð 20 milljónir kr. til Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Jafnframt framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
Bæjarráð þakkar velvilja Samvinnufélags útgerðarmanna og vísar erindinu til vinnu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar við útfærslu skipulags svæðisins og fjárhagsáætlunargerðar 2019.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
Framlagður tölvupóstur frá stjórn SÚN um gjöf samvinnufélagsins til Fjarðabyggðar. Samvinnufélagið hefur ákveðið að gefa yfirbyggt töfrateppi að upphæð 20 milljónir kr. til Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Jafnframt framlagt minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs.
Bæjarráð þakkar velvilja Samvinnufélags útgerðarmanna og vísar erindinu til vinnu eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar við útfærslu skipulags svæðisins og fjárhagsáætlunargerðar 2019.
Eigna-, skipulags og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
17.
Framkvæmdir í Breiðdal
Farið yfir þær framkvæmdir sem farið verður í samkvæmt samþykkt um innviða uppbygging á Breiðdalsvík.
18.
Forkaupsréttur að Strandgötu 82
Lögð fram fyrirspurn Birkis Böðvarssonar fh. eiganda Strandgötu 82 á Eskifirði, dagsett 12. júní 2018, vegna forkaupsréttar Fjarðabyggðar á húsinu sem nú er í söluferli.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að forkaupsréttur verði ekki nýttur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að forkaupsréttur verði ekki nýttur.
19.
Erindisbréf landbúnaðarnefnd
Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindisbréfið og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.
20.
Eftirlitsskýrsla - Íþróttahúsið á Reyðarfirði - Sundlaug
Lagt fram til kynningar
21.
Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði
Lagt fram bréf Hrefnu Eyþórsdóttur fh. áhugahóps um fjölskyldu og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði, dagsett 12. júní 2018, þar sem upplýst er að hópurinn hafi nú fjármagnað kaup á leiktækjum sem fyrirhugað er að setja upp í fjölskyldugarðinum í Skrúðgarinum á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framtaksemi áhugahópsins og samþykkir nefndin að greiða flutningskostnað leiktækjanna. Nefndin felur umhverfisstjóra að útfæra með hópnun verkáætlun á uppsetningu tækjanna í samræmi við framtíðarsýn fjölskyldugarðsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framtaksemi áhugahópsins og samþykkir nefndin að greiða flutningskostnað leiktækjanna. Nefndin felur umhverfisstjóra að útfæra með hópnun verkáætlun á uppsetningu tækjanna í samræmi við framtíðarsýn fjölskyldugarðsins.
22.
740 Vindheimanaust 8 - Stækkun lóðar
Lagður fram póstur G.Skúlasonar ehf, dagsettur 30. maí 2018, þar sem óskað er eftir að lóð fyrirtækisins að Vindheimanaust 8 á Norðfirð verði stækkuð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
23.
Umsókn um hluta af lóðar í Neskaupstað
Vísað frá hafnarstjórn til umfjöllunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar erindi Fiskmarkaðar Austurlands þar sem óskað er eftir heimild til að nýta hluta lóðar hafnarstjórnar að Naustahvammi 76 á Norðfirð undir húsnæði fiskmarkaðarins. Samþykki hafnarstjórnar vegna erindisins liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni þannig að gert verði ráð fyrir lóð undir starfsemi fiskmarkaðarins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi Naust 1, Norðfjarðarhöfn og nágrenni þannig að gert verði ráð fyrir lóð undir starfsemi fiskmarkaðarins.
24.
740 Sæbakki 19 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Brynju Bjargar Vilhjálmsdóttur, dagsett 18. júní 2018, þar sem sótt er um lóðina við Sæbakka 19 undir einbýlishús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
25.
730 Hraun 3 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi
Lagt fram bréf Magnúsar Helgasonar fh. Launafls ehf, dagsett 12. júní 2018, Þar sem sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningar á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska frekari upplýsinga frá Launafli ehf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska frekari upplýsinga frá Launafli ehf.
26.
730 Hjallavegur 5 - Byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Önnu Berg Samúelsdóttur, dagsett 14. júní 2018, þar sem sótt er um leyfi til útlitsbreyta húsi hennar að Hjallavegi 5 á Reyðarfirði með því að síkka stofuglugga að gólfi og setja þar rennihurð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
27.
740 Gilsbakki 14 - Byggingarleyfi, skýli, pallar og varmadælur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Grétars Arnar Sigfinnssonar, dagsett 22. júní 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 40 m2 sólpall með skyggni yfir við bílskúr og 25 m2 sólpall með 1,8 m skjólgirðingu og heitum potti við húss hans að Gilsbakka 14 á Norðfirði. Þá er gert ráð fyrir varmadælum á bílskúr og íbúðarhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
28.
750 Skólavegur 59 - Byggingarleyfi - Breytingar á 1.hæð
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga svf, dagsett 27. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að útbúa gististað í flokki II á fyrstu hæð húsnæðis félagsins að skólavegi 59 á Fáskrúðsfirði. Gert er ráð fyrir gististað án veitinga með takmarkaða þjónustu. Gerð verða fjórtán herbergi með möguleika fyrir allt að 28 rúmum. Aðalhönnuður er Elís B. Eirkíksson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
29.
735 Strandgata 39b - Byggingarleyfi, aðstöðuhús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 4. júní 2018, þar sem óskað er eftir samþykki á byggingaráformum vegna 54 m2 og 110,9 m3 aðstöðuhúsi sem staðsett yrði á Útkaupsstaðartúni á Eskifirði. Húsið er hugsað sem aðstöðuhús fyrir ferðamenn og þá sérstaklega þá sem koma með skemmtiferðaskipum til Eskifjarðar. Aðalhönnuður er Þórhallur Pálsson
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu
30.
750 Búðavegur 35 - Byggingarleyfi - breyting á skrifsstofu- og verslunarhúsnæði í íbúð
Lagður fram til kynningar úrskurður úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru eiganda varðandi afturköllun á leyfi fyrir breyttri skráningu matshluta 0201 að Búðavegi 35 á Fáskrúðsfirði. Málinu var vísað frá úrskurðanefndinni.
31.
735 Miðdalur 9 - Byggingarleyfi, sólpallur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Bjarna Kristjánssonar, dagsett 1. júní 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 60 m2 sólpall við húss hans að Miðdal 9 á Eskifirði. Samþykki annara eiganda liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
32.
735 Kirkjuból 2 - byggingarleyfi - sumarhús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Elíasar Jónssonar, dagsett 17. apríl 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 31,7 m2 og 112.7 m3 sumarhús að Kirkjubóli 2 í Vaðlavík. Húsið var byggt 1997 en hefur verið óskráð fram að þessu. Aðalhönnuður er Steindór Stefánsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
33.
730 Hæðargerði 33 - Byggingarleyfi - breyting utanhúss
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðbjargar M. Kristjánsdóttur, dagsett 14. júní 2018, þar sem sótt er um leyfi til að stækka þvottahús og útlitsbreyta húsi hennar að Hæðargerði 33 á Reyðarfirði. Aðalhönnuður er Steindór Stefánsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
34.
730 Heiðarvegur 5 -Byggingarleyfi, lagnir og undirstöður
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 26. júní 2018, þar sem sótt er um leyfi til að steypa undirstöður og gólfplötu Leiksólans Lyngholts vegna stækkunar anddyris ásamt lögnum úr sal og fituskilju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.