Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

209. fundur
23. júlí 2018 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson Embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Tilboð í sorphirðu utan sorphirðusamnings
Málsnúmer 1807026
Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir fyrirkomulag sorphirðu stofnana í Fjarðabyggð.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
2.
Samningar um sorphreinsun á Breiðdalsvík
Málsnúmer 1806118
Verkefnastjóri umhverfismála leggur fyrir nefndina tillögur að sorphirðu og móttöku úrgangs í Breiðdalshreppi,
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
3.
Styrkir til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla
Málsnúmer 1606146
Lagðar fram tillögur veitustjóra um staðsetningum hleðslustöðva fyrir rafbíla á Fáskrúðsfirði og Breiðdalsvík. Þrjár tillögur á hvorum stað. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra veitusviðs að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.
4.
Saxa, styrkveiting úr framkvæmdasj., hönnun, og framkvæmd II áfangi
Málsnúmer 1804021
Umhverfisstjóri leggur fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hönnun á áningastað við Söxu, samkvæmt deiliskipulagi. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er samþykk framlögðum hönnunargögnum og felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram í samræmi við hönnun.
5.
730 Hraun 3 - umsókn um framlengingu á stöðuleyfi
Málsnúmer 1603068
Lagt fram að nýju bréf Magnúsar Helgasonar fh. Launafls ehf, dagsett 3. apríl 2017, Þar sem sótt er um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámaeiningar á lóð fyrirtækisins að Hrauni 3 ásamt frekari skýringum fyrirtækisins, dagsettum 10. júlí 2018, sbr. beiðni nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlengingu á stöðuleyfinu til 12 mánaða. Stöðuleyfi vegna gámaeininga á lóðinni að Hrauni 3 verði ekki framlengd frekar vegna núverandi notkunar.
6.
735 Beiðni um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir
Málsnúmer 1807051
Lögð fram beiðni Þuríðar Ingólfsdóttur fh. Héraðsverks ehf, dagsett 6. júlí 2018, þar sem sótt er um framlengingu á stöðuleyfi vinnubúða sem staðsettar eru á lóð Eskju á Eskifirði til 1. september 2018.
Vinnubúðirnar voru áður nýttar vegna uppbyggingar uppsjávarfrystihúss Eskju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vinnubúðirnar standi til 1. september 2018.
7.
Tilkynning um meðferð máls - Meint ólöglegt athæfi á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1807058
Tekið fyrir erindi umhverfisstofnunar, "tilkynning um meðferð máls- meint ólöglegt athæfi á Stöðvarfirði"
Hinn 25. júní síðastliðinn barst Umhverfisstofnun ábendin um áletranir á náttúrumyndanir í Stöðvarfirði.

Málið hafði fengið tilskylda málsmeðferð og eins og fram kemur í bókun eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frá 202. fundi hennar:
Umhverfislistaverk í landi Landa á Stöðvarfirði kynnt fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Framkvæmdin er ekki leyfisskyld en kynning og umfjöllun er samvæmt lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd. Landeigendur hafa veitt leyfi fyrir framkvæmdinni/listaverkinu. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina.
Umhverfisstjóra Fjarðabyggðar falið að svara erindi Umhverfisstofnunar.
8.
740 Starmýri 15 - Byggingarleyfi, skipt um glugga og hurðir
Málsnúmer 1807050
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðmundar Kristins Höskuldssonar, dagsett 9. júlí 2018, þar sem sótt er um leyfi til að skipta um glugga og hurðir í húsi hans að Starmýri 15 á Norðfirði ásamt 4 m2 stækkun undir svölum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
9.
Friðheimur 2, Mjóafirði. Skemmdir á þaki
Málsnúmer 1807032
Lögð fram byggingarleyfisumsókn eiganda Friðheims I og II í Mjóafirði, dagsett 2. maí 2018, þar sem sótt er um leyfi til að fjarlægja þrjá kvista af húsinu ásamt endurnýjun járns á þaki að hluta til eða heild. Umsögn Minjastofnunar liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
10.
Rútustæði við Hótel Eskifjörð
Málsnúmer 1807068
Lagt fram bréf Árna Helgasonar fh. Hótels Eskifjarðar, dagsett 15. júlí 2018, þar sem upplýst er að ekki sé lengur heimilt að leggja rútum í nágrenni Hótelsins sbr. samþykktir sveitarfélagsins. Samkvæmt Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar frá 23. maí 2017 eru tilgreind bifreiðastæði fyrir flutninga og hópferðabíla á Eskifirði við Standgötu 34 og við Marbakka. Ekki er fyrirhugað að gera breytingar á umferðarsamþykktinni á næstunni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindinu.
11.
Samþykkt um afgeiðslur byggingarnefndar
Málsnúmer 1805124
Lögð fram til endurskoðunar og samþykktar samþykkt um afgreiðslur bygginganefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykkt um afgreiðslur bygginganefndar fyrir sitt leyfi og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
12.
730 - Mánagata 3 - Byggingarleyfi - Breytingar á fasteign og lóð auk nýbyggingu bílskúrs
Málsnúmer 1807024
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Gunnars Viðars Þórarinssonar, dagsett 6. júlí 2018, þar sem sótt er um leyfi til að gera lítilsháttar breytingar á íbúðarhúsi hans að Mánagötu 3 á Reyðarfirði ásamt byggingu bílskúrs og sólpalls. Aðalhönnuður er Einar Ólafsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning nái til Mánagötu 1, 2, 4 og 5.
13.
750 Hlíðargata 8 - umsókn um rekstrarleyfi
Málsnúmer 1802100
Umsókn um rekstrarleyfi vegna sölu gistingar í flokki II, minna gistiheimili, að Hlíðargötu 8 á Fáskrúðsfirði hefur verið kynnt nágrönnum sbr. reglur Fjarðabyggðar um gististaði innan sveitarfélagsins. Athugasemd hefur verið gerð vegna fyrirhugaðrar starfsemi. Lagðar fram skýringar eiganda Hlíðargötu 8 vegna umsóknar um rekstrarleyfis, samskipti við Fjarðabyggð ásamt upplýsingum um úrbætur sem gerðar hafa verið á fyrirhugaðri gistiaðstöðu, dagsettar 20. júní og 7. júlí. Kynnt breyting sem gerð hefur verið á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016 þar sem felldur er úr gildi 2. málsl. 4. mgr. 2. gr. þar sem skilyrt var að gisting önnur en heimagisting og orlofshús félagasamtaka eigi að vera í samþykktu atvinnuhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, í ljósi fram kominna upplýsinga og breytinga á reglugerð nr. 1277/2016, að jákvæð umsögn verði gefin vegna sölu gistingar að Hlíðargötu 8 á Fáskrúðsfirði. Jafnframt samþykkir nefndin að breyta núverandi reglum Fjarðabyggðar um gististaði í samræmi við breytingar á reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 1277/2016
15.
755 Beiðni um lögn háspennustrengs neðan Fjarðarbrautar
Málsnúmer 1807085
Lagt fram bréf Guðmundar Hólm Guðmundssonar fh. RARIK ohf, dagsett 19. júlí 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að leggja háspennustreng í neðri kant Fjarðabrautar á um 370 m kafla vestan tjaldsvæðis að íþróttahúsi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina að fengnu samþykki Vegagerðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
16.
735 Hafnargata 2 - Byggingarleyfi, nótahreinsistöð
Málsnúmer 1807091
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Egersund Ísland ehf, dagsett 20. júli 2018, þar sem kynnt eru byggingaráform fyrirtækisins á hreinsistöð fyrir laxanætur og þvottavatn að Hafnargötu 2 á Eskifirði. Aðalhönnuður er Mannvit. Byggingarstjóri er Pálmi Benediktsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráform fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar sbr. 4. gr. skilmála með deiliskipulagi vegna gerðar mannvirkja og hæðar geyma.
17.
735 Hafnargata 2 - Byggingarleyfi, viðbygging
Málsnúmer 1807092
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Egersund Ísland ehf, dagsett 20. júlí 2018, þar sem kynnt eru byggingaráform fyrirtækisins á 462 m2 og 5001 m3 viðbyggingar fyrir litun laxanóta að Hafnargötu 2 á Eskifirði. Aðalhönnuður er Mannvit. Byggingarstjóri er Pálmi Benediktsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráform fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar sbr. 4. gr. skilmála með deiliskipulagi vegna hæðar viðbyggingarinnar.
18.
735 Hátún 20 - Byggingarleyfi, uppsteyptur veggur
Málsnúmer 1807066
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Þórs Þórðarsonar, dagsett 15. júlí 2018, þar sem sótt er um leyfi til að steypa eins meter háan vegg vestan við húsið ásamt útivistarsvæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
19.
730 - Brekkugerði 18 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1807090
Lögð fram lóðarumsókn Davíðs Þórs Sigfússonar, dagsett 20 júlí 2018, þar sem sótt er um lóðina við Brekkugerði 18 á Reyðarfirði undir íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
20.
Vatnstjón í grunnskóla Eskifjarðar
Málsnúmer 1807006
Bréf skólastjóra Grunnskóla Eskifjarðar er varðar vatnstjón er varð í skólanum í júní. Nefndin þakkar bréfið og felur sviðstjóra framkvæma- umhverfissviðs að vinna að lausn málisins í samstarfi við bréfritara.
21.
Ný bæjarskilti
Málsnúmer 1805081
Framlagt minnisblað upplýsinga- og kynningafulltrúa um lokatillögu að hönnun á bæjarskilti fyrir Reyðarfjörð. Bæjarráð er sammála um útfærslu á tillögu á bæjarskilti fyrir Reyðarfjörð, þar sem tilgreindir eru sex áfangastaðir ásamt QR kóða með frekari upplýsingum. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og menningar- og nýsköpunarnefnd.
22.
740 - Kirkjubólseyrar 16 - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1807096
Lögð fram lóðarumsókn Ásvalds Sigurðssonar, dagsett 20 júlí 2018, þar sem sótt er um lóðina við Kirkjubólseyri 12 á Norðfirði undir hesthús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.