Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

210. fundur
30. júlí 2018 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Marinó Stefánsson embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson Embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Rótarýklúbbur Neskaupstaðar - fuglaskilti í Neskaupstað
Málsnúmer 1805047
Umhverfisstjóri leggur fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hugmyndir Rótarýklúbbsins í Neskaupstað á útfærslu fuglaskiltis við strandlengju bæjarins. Staðsetning skiltis ásamt hönnun er og verður unnin í samvinnu við umhverfisstjóra.
2.
Samningar um sorphreinsun á Breiðdalsvík
Málsnúmer 1806118
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna að þeirri tillögu sem hér var lögð fyrir.
3.
Umsókn um að setja ærslabelg við Balann á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1807112
Sótt er um leyfi til að setja ærslabelg á Balann á Stöðvarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur umhverfisstjóra að útfæra nánar staðsetningu ærslabelgs
4.
Hitaveitumælar - Orkuígildi
Málsnúmer 1807125
Kynnt frumathugun og gagnaöflun á orkuígildismælingum fyrir hitaveitur sem var unnin eftir forskrift veitustjóra. Í dag er innheimt fyrir heitt vatn á Eskifirði samkvæmmt rúmmálsmælingum með rennslismælum. Athugunin snýst um orkumælingu miðað við fast bakrásarhitastig og breytingu á innheimtuaðferð fyrir notkun á heitu vatni. Veitustjóra falið að vinna áfram að málinu.
5.
Ljósleiðarakerfi veitna Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1806131
Lögð fram ný drög að samningi við Rarik um sameign á ljósleiðarastreng á Fáskrúðsfirði. Nefndin samþykkir drögin fyrir sitt leiti og felur sviðstjóra veitna að ganga frá samningi við Rarik og leggja fyrir bæjarráð til samþykktar.
6.
Eignarsjóður viðhaldsmál 2018
Málsnúmer 1801172
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir stöðu verkefna og stöðu fjárheimildir. Sviðstjóra falið að vinna þær áfram í samræmi við umræður á fundinum
7.
Frumvarp um þjóðgarðastofnun
Málsnúmer 1807134
Drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar er nú komið til umsagnar í samráðsgátt Stjórnarráðsins. Frestur til umsagna er til 5.september.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju.