Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

211. fundur
20. ágúst 2018 kl. 16:00 - 18:40
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 1805130
Lögð fram til yfirferðar og samþykktar samþykkt um meðhöndlun úrgangs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur verkefnisstjóra umhverfismála og vísar samþykktinni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Viðhengi
Minnisblað
2.
Borholur á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1806056
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sverri Þór Kristjánssyni hjá VKC, dagsettur 9. ágúst 2018, vegna borana eftir vatni á Fáskrúðsfirði. Veitustjóra falið að vinna áfram að málinu í samvinnu við bæjarstjóra.

3.
Samþykkt um fráveitur
Málsnúmer 1805126
Lagðar fram til yfirferðar og samþykktar samþykkt um fráveitur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu veitustjóra að Samþykkt um fráveitur. Nefndin vísar samþykktinni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
4.
Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss
Málsnúmer 1805132
Lögð fram til yfirferðar og samþykktar samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur umhverfisstjóra og vísar samþykktinni til afgreiðslu í bæjarstjórn. Nefndin samþykkir jafnframt að samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss verði endurskoðuð af Heilbrigðisnefnd Austurlands m.a. með tilliti til úrræða við vanefndum samkvæmt mannvirkjalögum.
5.
Samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1805127
Lögð fram til kynningar samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
Samþykkt um hundhald
Málsnúmer 1805128
Lögð fram til yfirferðar og samþykktar samþykkt um hundahald.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur umhverfisstjóra og vísar samþykktinni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
7.
Samþykkt um kattahald og önnur dýr
Málsnúmer 1805129
Lögð fram til yfirferðar og samþykktar samþykkt um kattahald.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur umhverfisstjóra og vísar samþykktinni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
8.
Samþykkt um fiðurfé
Málsnúmer 1805125
Lögð fram til yfirferðar og samþykktar samþykkt um fiðurfé.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögur umhverfisstjóra og vísar samþykktinni til afgreiðslu í bæjarstjórn.
9.
Frumvarp um þjóðgarðastofnun
Málsnúmer 1807134
Lögð fram til kynningar að nýju drög að frumvarpi um nýja stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða auk almennrar náttúruverndar. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 16. ágúst 2018.
10.
Viðbyggingaþörf við leikskóla á Eskifirði og Reyðarfirði
Málsnúmer 1611044
Lagt fram til kynningar minnisblað fræðslustjóra og sviðstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, dagsett 23. júlí 2018, um viðbyggingarþörf leikskólanna á Reyðarfirði og Eskifirði.
11.
Hönnun á lóð leikskólans á Reyðarfirði
Málsnúmer 1808059
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir forsendur hönnunar og samþykkir að samið verði við Landmótun á þeim forsendum sem lagðar voru fram. Nefndin felur sviðstjóra að ganga frá samningi í samstarfi við bæjarstjóra við Landmótun um hönnun lóðarinnar við leikskólann Lyngholt og leggja fyrir nefndina að nýju.
12.
Kollur Reyðarfirði - jarðvinna vegna gatnagerðar
Málsnúmer 1808018
Lögð fram niðurstaða verðkönnunnar vegna gatnagerðar innan búfjársvæðisins Kolls á Reyðarfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að gengið verði til samninga við lægstbjóðenda. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
13.
Efnistaka úr Fagradalsá - Framkvæmdaleyfi
Málsnúmer 1808044
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn RH grafa ehf, dagsett 8. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka allt að 8000 m3 af efni úr Fagradalsá í Reyðarfirði. Samþykki landeiganda og Fiskistofu liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að efnistaka verði leyfð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
14.
730 Kollur - Framkvæmdaleyfi, gatnagerð
Málsnúmer 1808017
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 8. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðar á búfjársvæðinu Kolli í Reyðarfirði. Fyrirhuguð gatnagerð er í samræmi við deiliskipulag svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna gatnagerðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið.
15.
Beiðni um framkvæmdarleyfi - göngustígur upp á Grænafell í Reyðarfirði
Málsnúmer 1808048
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 13. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna stígagerðar í landi Seljateigshjáleigu í Reyðarfirði. Framkvæmdin fellst í færslu hluta núverandi stígs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna stígagerðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfið þegar öll tilheyrandi gögn liggja fyrir.
16.
735 - Fífubarð 11 - byggingarleyfi fyrir sólpall
Málsnúmer 1808010
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Valbjörns Júlíusar Þorlákssonar, dagsett 2. ágúst 2018, þar sem sótt er um leyfi til að gera 56 m2 sólpall með 1,8 m skjólgirðingu við hús hans að Fífubarði 11 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
17.
730 Fagradalsbraut 7 - Byggingarleyfi - Hesthús
Málsnúmer 1806020
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hreggviðar Friðbergssonar, dagsett 5. júní 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 112 m2 og 457,1 m3 hesthús á lóð hans að Fagradalsbraut 7. Aðalhönnuður er Björn Sveinsson hjá Verkís. Byggingarstjóri er Björgvin Eyþórsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
18.
735 Bakkastígur 10 - Fyrirspurn um byggingaráform
Málsnúmer 1808064
Lagt fram bréf Margrétar Harðardóttur arkitekts, dagsett 14. ágúst 2018, vegna fyrirspurnar um álit nefndarinnar á byggingaráformum í tengslum við endurgerð gömlu kirkjunnar á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning nái til Túngötu 7, 9a, 11a og 11b og Bakkastígs 8, 9a, 11 og 19.
19.
740 - Umsókn um uppsetningu á auglýsingaskilti
Málsnúmer 1808060
Lagt fram bréf Guðröðar Hákonarsonar fh. Hildibrand slf, dagsett 16. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp auglýsingarskilti fyrir Beituskúrinn á snúningsplani ofan við vitann í Neskaupstað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt uppsetningu skilta utan lóðarmarka. Einnig er bent á að umrætt snúningsplan er mögulega utan þéttbýlismarka og uppsening skiltis því óheimil samkvæmt 72. gr. laga um náttúruvend nr. 60/2013. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera drög að reglum um skilti í Fjarðabyggð og leggja fyrir nefndina.
20.
735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði
Málsnúmer 1703117
Lögð fram til kynningar skýrsla Veðurstofunnar vegna mögulegra varnarmannvirkja við ofanflóðum við skíðasvæðið í Oddsskarði, dagsett 14. ágúst 2018.
21.
Vinnslusamningur vegna fasteigna og loftmyndakerfis
Málsnúmer 1807115
Lagður fram til kynningar þjónustusamningur við Loftmyndir ehf vegna stækkunar sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar samningnum til umfjöllunar í bæjarráði.