Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
212. fundur
27. ágúst 2018
kl.
16:00
-
17:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson
embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson
Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Fráveita til framtíðar
Sviðstjóri veitusviðs kynnti erindi sem hann flutti á fagþingi Samorku í maí 2018 um fráveitu Fjarðabyggðar.
2.
Kollaleira - veðurstöð
Innsent erindi frá Inga Lár Vilbergssyni um að breyta nafni veðurstöðvarinnar á Kollaleiru í Veðurstöðina á Reyðarfirði. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að taka málið upp við Veðurstofu Íslands og kanna hvort breyta megi heitinu í Reyðarfjörður - Kollaleira.
3.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar lögð fram til endurskoðunar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar og fól sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar og fól sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir að nýju