Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
214. fundur
17. september 2018
kl.
16:00
-
18:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Málefni Sköpunarmiðstöðvarinnar 2018
Lögð fram til kynningar beiðni Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði um fjárframlag á næstu árum.
2.
Tjaldsvæði í Fjarðabyggð 2018
Lagt fram tilboð Hafnarbakka á salernisaðstöðu fyrir minni tjaldsvæði í Fjarðabyggð, dagsett 17. ágúst 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Fólkvangurinn Hólmanes - framkv. á áfanga II og lokaáfanga
Lögð fram tillaga umhverfisstjóra að útliti þjónustuhúss við Baulhúsavík í Hólmanesi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur að útliti þjónustuhúss og felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögur að útliti þjónustuhúss og felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.
4.
Borholur á Fáskrúðsfirði
Lagt fram tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í borun fyrir vatnsveituna á Fáskrúðsfirði ásamt samanburði frá veitustjóra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur veitustjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur veitustjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
5.
Nýting vatns úr borholu við Sléttu
Lögð fram bréf Sigurðar Baldurssonar og Þuríðar Lillýar Sigurðardóttur, dagsett 17. júlí 2018 og 30. ágúst 2018 vegna nýtingar á heitu vatni í landi Sléttu við Reyðarfjörð. Gerð er tillaga að frágangi og uppgjöri vegna tilraunaboranna og rasks af þeirra völdum á jörðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur veitustjóra að vinna áfram að málinu og leggja drög að samkomulagi fyrir nefndina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur veitustjóra að vinna áfram að málinu og leggja drög að samkomulagi fyrir nefndina.
6.
Forðafræðilíkan - Norðfjaðagöng
Lögð fram til kynningar skýrsla Ísor vegna endurmats á afkastagetu jarðhitakerfisins á Eskifirði og mats á áhrifum borunar Norðfjarðarganga á það, dagsett í ágúst 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar skýrslunni til bæjarráðs til frekari athugunar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar skýrslunni til bæjarráðs til frekari athugunar.
7.
Útsýnispallur við Norðfjarðarvita
Lagt fram bréf Páls Björgvins Guðmundssonar, dagsett 28.ágúst 2018, er varðar byggingu útsýnispalls við Norðfjarðarvita.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framtakið og telur að hugmyndin samræmist deiliskipulagi svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á framtakið og telur að hugmyndin samræmist deiliskipulagi svæðisins.
8.
735 Strandgata 80 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Grétars H. Jónssonar, dagsett 21. ágúst 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Strandgötu 80 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
9.
730 - Mánagata 3 - Byggingarleyfi - Breytingar á fasteign og lóð auk nýbyggingu bílskúrs
Lögð fram að nýju, eftir grenndarkynningu, byggingarleyfisumsókn Gunnars Viðars Þórarinssonar, dagsett 6. júlí 2018, þar sem sótt er um leyfi til að gera lítilsháttar breytingar á íbúðarhúsi ásamt byggingu bílskúrs og sólpalls. Ein athugasemd barst vegna grenndarkynningarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
10.
740 Naustahvammur 69 - byggingarleyfi, niðurrif hráefnisgeyma
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Síldarvinnslunnar hf, dagsett 5. september 2018, þar sem sótt er um leyfi til að rífa tvo hráefnisgeyma við fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins að Naustahvammi 69 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
11.
740 Hafnarbraut 24 - Byggingarleyfi, breytt notkun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hákons Guðröðarsonar, dagsett 16. ágúst 2018, þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun Hafnarbrautar 24 á Norðfirði úr verslun og skrifstofu í íbúðarhúsnæði. Teikningar eru frá Víðsjá, Verkfræðistofu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
12.
760 Ásvegur 18 - byggingarleyfi, nýtt tænirými og niðurrif
Lögð fram byggingarleyfisumsókn N1 hf, dagsett 12. september 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja tæknirými á lóð fyrirtækisins að Ásvegi 18 á Breiðdalsvík og rífa eldri byggingar sem fyrir eru á lóðinni. Teikningar eru frá Verkhof ehf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
13.
735 Beiðni um lögn háspennustrengs frá Dalbraut að Leirukrók
Lögð fram beiðni Guðmundar Hólm Guðmundssonar fh. RARIK ohf, dagsett 5. september 2018 um leyfi til að leggja háspennustrengi frá aðveitustöð RARIK við Dalbraut, að Leirukrók á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
14.
735 Beiðni um lögn hitaveitu
Lögð fram beiðni Þorsteins Sigurjónssonar fh. Veitusviðs Fjarðabyggðar, dagsett 12. september 2018 um leyfi til að leggja bakrás hitaveitu frá Eskju og að Dalbraut/Strandgötu á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina að fengnu samþykki Vegagerðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina að fengnu samþykki Vegagerðarinnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
15.
Búðavegur 35 - afturköllun byggingarleyfis
Lagt fram til kynningar bréf lögmanns eiganda efri hæðar Búðavegar 35 á Fáskrúðsfirði, dagsett 21. ágúst 2018, vegna ógildingar byggingarleyfis.
16.
730 Slétta - stofnun nýrrar lóðar
Lögð fram beiðni eiganda Sléttu við Reyðarfjörð, dagsett 29. ágúst 2018, þar sem óskað eftir umsögn vegna landaskiptagerðar sbr. 48. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarstjórn hefur gefið jákvæða umsögn vegna erindisins sbr. 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptasamninginn fyrir sitt leyti.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir landskiptasamninginn fyrir sitt leyti.
17.
Reglur um skipulögð gámasvæði
Lagðar fram til samþykktar reglur um skipulögð gámasvæði í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
18.
Reglur um stöðuleyfi lausafjármuna
Lagðar fram til samþykktar reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
19.
Lögreglusamþykkt
Lögð fram til samþykktar Lögreglusamþykkt Fjarðabyggðar í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
20.
Reglur um útleigu leiguíbúða
Lagðar fram til samþykktar reglur um útleigu leiguíbúða í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf fyrir reglurnar lengur og leggur til við bæjarráð að þær verði felldar úr gildi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki þörf fyrir reglurnar lengur og leggur til við bæjarráð að þær verði felldar úr gildi.
21.
Samþykkt um fiðurfé
Lögð fram til samþykktar samþykkt um fiðurfé í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarstjórnar.
22.
Reglur um sölu íbúða í Fjarðabyggð
Lagðar fram til samþykktar reglur um sölu íbúða í Fjarðabyggð í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
23.
Reglur um gististaði innan sveitarfélagsins
Lagðar fram til samþykktar reglur um gististaði innan sveitarfélagsins í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
24.
Verklagsreglur vegna umgengni á lóðum
Lagðar fram til samþykktar verklagsreglur vegna umgengni á lóðum í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
25.
Umferðarmerkingar í Fjarðabyggð
Lagt fram til kynningar bréf Lögreglustjórans á Austurlandi, dagsett 23. júlí 2018, er varðar umferðarmerkingar í Fjarðabyggð sem eftir er að ganga frá. Bæjarráð hefur falið formanni eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, að funda með lögreglustjóra vegna málsins.