Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

215. fundur
1. október 2018 kl. 16:00 - 18:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Valur Sveinsson embættismaður
Starfsmenn
Marinó Stefánsson embættismaður
Anna Berg Samúelsdóttir embættismaður
Þorsteinn Sigurjónsson Embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU-nefndar í A hluta 2019
Málsnúmer 1809019
Fjármálastjóri Fjarðabyggðar kynnti framlagða ramma fjárhagsáætlunar 2019.
Nefndin felur sviðstjóra undirbúning starfsáætlunar og tillögu að
fjárhagsáætlun 2019 og leggja fyrir nefndina að nýju.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU-nefndar fyrir veitusviðs 2019
Málsnúmer 1809016
Fjármálastjóri Fjarðabyggðar kynnti framlagða ramma fjárhagsáætlunar 2019.
Nefndin felur sviðstjóra undirbúning starfsáætlunar og tillögu að
fjárhagsáætlun 2019 og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
730 - Mánagata 3 - Byggingarleyfi - Breytingar á fasteign og lóð auk nýbyggingu bílskúrs
Málsnúmer 1807024
Lögð fram að nýju, eftir grenndarkynningu, byggingarleyfisumsókn Gunnars Viðars Þórarinssonar, dagsett 6. júlí 2018, þar sem sótt er um leyfi til að gera lítilsháttar breytingar á íbúðarhúsi hans að Mánagötu 3 á Reyðarfirði ásamt byggingu bílskúrs og sólpalls. Ein athugasemd barst vegna grenndarkynningarinnar. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa vegna athugasemda dagsett 28. september 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fellst á, fyrir sitt leyti, að íbúðarhúsinu við Mánagötu 3 verði breytt og þar byggður pallur sbr. framlagðar teikningar en getur ekki samþykkt staðsetningu og stærð bílskúrs. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
4.
730 Seljateigshjáleiga - Byggingarleyfi, niðurrif
Málsnúmer 1809159
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigurbjörns Marinóssonar, dagsett 26. september 2018, þar sem sótt er um leyfi til að fella út úr fasteignaskrá véla/verkfærageymslu í landi Seljateigshjáleigu við Reyðarfjörð sem eyðilagðist í óveðri fyrir nokkrum árum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
5.
750 Skólavegur 53 - byggingarleyfi
Málsnúmer 1810002
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Ríkiseigna, dagsett 28. september 2018, þar sem sótt er um leyfi til að breyta staðsetningu hurða innanhúss ásamt brunahólfana í lögreglustöðinni við Skólaveg 53 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
6.
750 Búðavegur 35 - afturköllun byggingarleyfis
Málsnúmer 1809106
Lögð fram til kynningar drög að bréfi Fjarðabyggðar vegna bréfs lögmanns eiganda efri hæðar Búðavegar 35 á Fáskrúðsfirði varðandi ógildingu byggingarleyfis.
7.
740 Fannardalur - deiliskipulag frístundabyggðar
Málsnúmer 1802111
Auglýsingartími er liðinn. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands og Heilbrigðiseftirliti Austurlands.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti deiliskipulag frístundabyggðar í Fannardal. Uppdráttur með greinagerð, dags. 1. ágúst 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
8.
Laggning ökutækja í Neskaupstað
Málsnúmer 1809121
innsent erindi frá íbúa að Hlíðargötu 27 um lagningu á Hlíðargötu
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd og felur sviðstjóra að ræða við bréfritara og vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
9.
740 Deiliskipulag Urðarbotna
Málsnúmer 1712069
Lögð fram skipulags- og matslýsing deiliskipulags Urðarbotna og varnarmannvirkja ofan byggðar á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
10.
Umhverfisviðurkenning 2018
Málsnúmer 1808115
Umhverfisstjóri kynnti fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd stöðu tilnefninga til umhverfisviðurkenningar Fjarðabyggðar 2018 ásamt hverjir væru í dómnefnd og dagskrá afhendingar.
11.
Náttúrusvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1607034
Umhverfisstjóri lagði fyrir eigna, skipulags- og umhverfisnefnd samantekt fundaði með Umhverfisráðherra þann 28. ágúst 2018.
Nefndin felur umhverfisstjóra að koma á kynningarfundi með friðlýsingateymi UST ásamt fulltrúum frá umhverfisráðuneyti með fulltrúum Fjarðabyggðar.
12.
Fjallskil 2018
Málsnúmer 1808038
Fjallskilaboð ársins 2019 lagt fram til kynningar.
13.
Reglur um leigulönd
Málsnúmer 1805143
Lagðar fram til samþykktar reglur um leigulönd í tengslum við sameiningu Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs.
14.
Dauður búfénaður og sláturúrgangur
Málsnúmer 1809089
Nokkrir íbúar í Breiðdal hafa haft samband við Sorpmiðstöð Fjarðabyggðar og beðið um að gámur sem ætlaður væri undir dýrahræ verði staðsettur á aðgengilegum stað fyrir bændur. Ef ákveðið verður að setja gám undir þannig úrgang yrði hér einungis um tímabundna lausn að ræða, tvo mánuði að hausti og tvo að vori eða samtals 4 mánuði. Lausnin yrði sett upp til reynslu og einungis ætluð fyrir þá sem þurfa að losna við dýrahræ. Sorpmiðstöð ber að taka við dýrahræum en ekki er æskilegt að komið sé með þann úrgang á söfnunarstöð. Gámurinn yrði staðsettur í landi Heydala við afleggjara að Heydalamelum, sjá hér neðar undir yfirskriftinni staðsetning.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu verkefnastjóra umhverfismála og felur verkefnastjóra að vinna málið áfram og leggja aftur fyrir nefndina að loknu tilraunar tímabili.
15.
Vatnsveita 2018
Málsnúmer 1801155
Bæjarráð vísar málinu til eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar og úrvinnslu.

Sviðstjóri veitusviðs fór yfir málið og mun svara erindinu.
16.
Búðavegur 39a Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1809128
Tekið fyrir erindi eiganda Búðavegs 39a, sviðstjóri fór yfir málið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að skoða málið og leggja fyrir að nefndina að nýju.
17.
Nýting vatns úr borholu við Sléttu
Málsnúmer 1803148
Sviðstjóri veitusviðs lagði fram samkomulag um nýtingu á heitu vatni úr rannsóknarholu á Sléttu. Allir aðilar eru búnir að samþykkja og leggur til að nefndin samþykki samkomulagið. Nefndin samþykkir samkomulagið fyrir sitt leiti.
18.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Málsnúmer 1802079
Fundargerðir 143 fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018 lögð fram til kynningar
19.
Tilkynning um meðferð máls - Meint ólöglegt athæfi á Stöðvarfirði
Málsnúmer 1807058
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar niðurstöðu stofnunarinnar.