Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

216. fundur
5. október 2018 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
730 Heiðarvegur 5 - byggingarleyfi, viðbygging leikskóla
Málsnúmer 1809157
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 26. september 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við og breyta að hluta innra skipulagi Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði þannig að þar verði gert ráð fyrir sex deilda leikskóla fyrir allt að 110 nemendur. Aðalhönnuður er Sigurður Harðarson hjá Batteríið Arkitektar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning nái til Heiðarvegar 6, 8, 10 og 12, Lundargötu 3 og Holtagötu 5.
2.
Götulýsing - Rarik
Málsnúmer 1803100
Vísað frá bæjarráði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar að ítreka við Rarik að án tafar verði farið í vinnu við að skipta út perum í gatnalýsingu í ljósastaurum í sveitarfélaginu að undanskildum Reyðarfirði þar sem Rafveita Reyðarfjarðar sér um peruskipti. Jafnframt leggur bæjarráð til við eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að fara í alvarlega skoðun á "LED" lýsingu gatnakerfisins í sveitarfélaginu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að ræða við Rarik um götulýsingu.
3.
Málefni tækjamiðstöðvar 2018
Málsnúmer 1803092
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fram lagða tillögu sviðstjóra og felur fjármálastjóra að útfæra hana og leggja fyrir bæjarráð til endanlegrar afgreiðslu.
4.
Vinnuskóli 2018
Málsnúmer 1801157
Breyting á reglum vinnuskóla Fjarðabyggðar lögð fram til samþykktar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna á 4 grein reglnanna er varðar bann við notkun tóbaks, rafretta og vímuefna á vinnutíma vinnuskólans.
5.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805134
Vegna sameiningar Fjarðabyggðar og Breiðdals þarf að taka umferðarsamþykkt fyrir og samþykkja í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Vísa samþykktinni að því loknu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tók samþykktina fyrir og samþykktir umferðarsamþykktina og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
6.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU-nefndar í A hluta 2019
Málsnúmer 1809019
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2019, sviðstjóri fór yfir áætlanirnar fyrir árið 2019. Nefndin felur sviðstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
7.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU-nefndar fyrir veitusviðs 2019
Málsnúmer 1809016
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd ræddi starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2019, sviðstjóri fór yfir áætlanirnar fyrir árið 2019. Nefndin felur sviðstjóra að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.