Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
217. fundur
22. október 2018
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018
Lögð fram tillaga umhverfisstjóra að umsóknum í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða, dagsett 19. október 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögurnar og felur umhverfisstjóra að sækja um styrki í sjóðinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögurnar og felur umhverfisstjóra að sækja um styrki í sjóðinn.
2.
Hreinsun strandlengju Fjarðabyggðar - umsókn um styrk til Alcoa foundation
Lagt fram til kynningar bréf Alcoa Foundation, dagsett 17. október 2018, vegna veitts styrks í verkefnið "Hreinsun strandlengjunnar". Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um verkefnið, dagsett 16. október 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar úthlutninni og felur umhverfisstjóra að hrinda verkefninu í framkvæmd í samráði við sviðsstjóra framkvæmdasviðs og verkefnefnastjóra umhverfissmála.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar úthlutninni og felur umhverfisstjóra að hrinda verkefninu í framkvæmd í samráði við sviðsstjóra framkvæmdasviðs og verkefnefnastjóra umhverfissmála.
3.
Bólusetning gegn garnaveiki
Lögð fram fyrirspurn Sigurðar Borgars Arnaldssonar, Gunnlaugs Ingólfssonar og Guðnýar Harðardóttur f.h. bænda í Breiðdal, dagsett 3. október 2018, er varðar kostnað við akstur dýralæknis vegna lögbundinnar bólusetningar á garnaveiki.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar fyrirspurninni til umfjöllunar landbúnaðarnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar fyrirspurninni til umfjöllunar landbúnaðarnefndar.
4.
Ársfundur Umhverfisstofnunar,náttúrverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa 2018
Lagt fram til kynningar béf Umhverfisstofnunar, dagsett 8. október 2018, vegna 21. ársfundar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa sem haldinn verður 8. nóvember nk.
Áhersla fundarins er hlutverk náttúruverndarnefnda og sveitarfélaga - friðlýsingarvinnan framundan.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að sækja fundinn. Umhverfisstjóra er falið að skila inn ársskýrslu náttúruverndarnefndar sveitarfélagsins.
Áhersla fundarins er hlutverk náttúruverndarnefnda og sveitarfélaga - friðlýsingarvinnan framundan.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að sækja fundinn. Umhverfisstjóra er falið að skila inn ársskýrslu náttúruverndarnefndar sveitarfélagsins.
5.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Lagt fram til kynningar minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa, dagsett 17. október 2018, vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
6.
740 Hafnarbraut 32A - byggingarleyfi, varmadæla
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Gunnars Jónssonar, dagsett 19. október 2018, þar sem sótt er um leyfi til setja upp „íspinna“ varmadælu við suð-austur horn húss hans að Hafnarbraut 32 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
7.
750 Hlíðargata 30 - byggingarleyfi - sólskáli
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Magnúsar Þorra Magnússonar, dagsett 19. september 2018, þar sem sótt er um leyfi byggja 28,9 m2 og 91,8 m3 sólskála við hús hans að Hlíðargötu 30 á Fáskrúðsfirði. Aðalhönnuður er Björn Sveinsson hjá Verkís.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráform og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
8.
735 Bakkastígur 10 - Fyrirspurn um byggingaráform
Lagt fram að nýju eftir grenndarkynningu bréf Margrétar Harðardóttur arkitekts, dagsett 14. ágúst 2018, vegna fyrirspurnar um álit nefndarinnar á byggingaráformum í tengslum við endurgerð gömlu kirkjunnar á Eskifirði. Engar athugasemdir voru gerðar við byggingaráformin í grenndarkynningu.
Álit eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vegna byggingaráforma og endurgerðar gömlu kirkjunnar á Eskifirði er því jákvætt.
Álit eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vegna byggingaráforma og endurgerðar gömlu kirkjunnar á Eskifirði er því jákvætt.
9.
Gjaldskrá félagsheimila 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir félagsheimilin vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
10.
Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, framkvæmdaleyfis- og þjónustugjöld skipulags- og byggingarfulltrúa vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Nefndin samþykkir jafnframt að breyta nafni gjaldskráarinnar í gjaldskrá skipulags- og byggingarmála. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 3.8%.
11.
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir fjarvarmaveitu vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
12.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir fráveitu vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 3,8%.
13.
Gjaldskrá gatnagerðagjalda í Fjarðabyggð 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir gatnagerðargjöld vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 3,8%.
14.
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Fjarðabyggð 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að breyta ekki gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald vegna 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
15.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu og felur verkefnisstjóra umhverfismála að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
16.
Gjaldskrá vatnsveitu Fjarðabyggðar 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir vatnsveitu vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 3,8%.
17.
Gjaldskrá ljósleiðaraheimtauga í dreifbýli Fjarðabyggðar 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti óbreytta gjaldskrá fyrir ljósleiðaraheimtaugar í dreifbýli vegna 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
18.
172.mál - til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023
Lögð fram beiðni frá nefndarsviði Alþingis, dagsett 12. október 2018, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
19.
173.mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimmtán ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033
Lögð fram beiðni frá nefndarsviði Alþingis, dagsett 12. október 2018, um umsögn um tillögu til þingsályktun fyrir árin 2019-2023, 173. mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
20.
Starfs- og fjárhagsáætlun eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs og skipulags- og byggingarfulltrúi hafa lokið vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar. Starfs- og kostnaðaráætlanir lagðar fram til umræðu og samþykktar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagðar starfs- og fjárhagsáætlanir og vísar til bæjarráðs til staðfestingar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagðar starfs- og fjárhagsáætlanir og vísar til bæjarráðs til staðfestingar.