Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
219. fundur
12. nóvember 2018
kl.
16:00
-
18:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
XI. Umhverfisþing, föstudaginn 9. nóvember 2018
Samantekt umhverfisstjóra af XI. Umhverfisþingi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins sem haldið var föstudaginn 9. nóvember 2018 kynnt fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
21. Ársfundur Umhverfisstofnunar,náttúrverndarnefnda sveitarfélaga og náttúrustofa 2018
Samantekt umhverfisstjóra af ársfundi Umhverfisstofnunnar, náttúruverndarnefndar sveitarfélaga og náttúrustofa sem haldinn var 8. nóvember 2018 kynnt fyrir eigna-, skipulalags- og umhverfisnefnd.
3.
Fólkvangur Neskaupstaðar - styrkfé, hönnun, framkvæmdir
Lögð fram hönnun Landmótunar fyrir bílastæði, stíga og áningarstaði vegna uppbyggingar og endurbóta Fólkvangs Neskaupstaðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir hönnun fyrir Fólkvang Neskaupstaðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir hönnun fyrir Fólkvang Neskaupstaðar.
4.
Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands 24.október 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð Aðalfundur Heilbrigðiseftilits Austurlands frá 24.október 2018 síðastliðinn.
5.
Breytingar á þjóðvegum með tilkomu Norðfjarðarganga og hjáleiðin á Reyðarfirði
Lagt fram erindi Vegagerðarinnar um skilavegi, helmingamokstur og breytingar á þjóðvegakerfinu og vetrarþjónustu vegna Norðfjarðargangna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að funda með Vegagerðinni vegna málsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að funda með Vegagerðinni vegna málsins.
6.
Viðbygging við leikskólann Lyngholt
Lögð fram fundargerð vegna opnunar tilboða í viðbygginu við Leikskólann Lyngholt á Reyðarfirði, frá 29. október 2018. Tilboð bárust frá Launafli ehf og MVA ehf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hagkvæmasta tilboðinu verði tekið í verkið "viðbygging leikskólans Lyngholt" og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að hagkvæmasta tilboðinu verði tekið í verkið "viðbygging leikskólans Lyngholt" og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs.
7.
Framkvæmdir við leikskólann Lyngholt
Lagt fram bréf foreldrafélag Leikskólans Lyngholts er varðar framkvæmdir við viðbyggingu skólans. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfið og tekur undir að framkvæmdir hafi ekki gengið eins og áætlað var.Nú þegar framkvæmdir fara að hefjast við viðbygginguna þá mun það hafa áhrif á aðgengi að leikskólanum, mikilvægt er að gott samstarf verði við foreldra og starfsmenn á meðan framkvæmdir standa yfir til að tryggja að aðgengi verði alltaf eins gott og kostur er.
8.
Gjaldskrá hitaveitu Fjarðabyggðar 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir hitaveitu Fjarðabyggðar vegna 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9%.
9.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU-nefndar í A hluta 2019
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir starfs- og fjárfestingaráætlun ársins 2019 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
10.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Framlögð til kynningar 8. fundargerð svæðisskipulagsnefndar SSA frá 5. október 2018. Vísað til kynningar í eigna-, skipulags-, og umhverfisnefnd.
11.
740 Deiliskipulag Urðarbotna
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Urðarbotna ásamt umhverfisskýrslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Urðarbotna í auglýsingu, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dagsett 7. nóvember 2018.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Urðarbotna í auglýsingu, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dagsett 7. nóvember 2018.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
12.
735 Ystidalur 10-12 -umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Og sona / Ofurtólið ehf, dagsett 8. nóvember 2018, þar sem sótt er um lóðina við Ystadal 10-12 á Eskifirði undir raðhús. Jafnframt er óskað eftir að deiliskipulagi Dals 2 verði breytt þannig að hægt verði að byggja raðhús með þremur íbúðum í stað parhúss.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Að fengnu samþykki bæjarráðs mun breyting deiliskipulags verða grenndarkynnt íbúum Ystadals 2 og 4 og Árdals 1, 3, 5 og 7.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Að fengnu samþykki bæjarráðs mun breyting deiliskipulags verða grenndarkynnt íbúum Ystadals 2 og 4 og Árdals 1, 3, 5 og 7.
13.
Fyrirspurn um lóðir á Reyðarfirði og Eskifirði
Lagt fram erindi Þorsteins Erlingssonar fh. Og sona ehf, dagsett 5. nóvember 2018, þar sem könnuð er afstaða nefndarinnar til viljayfirlýsinga við lóðarúthlutanir eins og fyrr á þessu ári. Óskað er eftir lóðunum við Brekkugerði 5 og við Búðarmel 6d og 6e á Reyðarfirði og lóðunum við Árdal 6-8, Miðdal 17-19 og Árdal 18-20 á Eskifirði. Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort sama fyrirkomulag verði á innheimtu gatnagerðargjalda á næsta ári og nú er.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að viljayfirlýsing sem gerir ráð fyrir að lóðirnar verði teknar frá verði gerð til eins árs. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Tillaga nefndarinnar vegna gjaldskrár gatnagerðargjalda bíður endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að viljayfirlýsing sem gerir ráð fyrir að lóðirnar verði teknar frá verði gerð til eins árs. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Tillaga nefndarinnar vegna gjaldskrár gatnagerðargjalda bíður endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
14.
755 Grenimelur 11 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Arnars Snæs Sigurjónssonar, dagsett 18. október 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 20 fm svalir við hús hans að Grenimel 11 á Stöðvarfirði. Teikningar eru unnar af Verkráð ehf. Hönnuður Magnús Baldur Kristjánsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
15.
740 Skólavegur 12 - byggingarleyfi, hringstigi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 25. október 2018, þar sem sótt er um leyfi til að setja upp hringstiga á norðurhlið Nesskóla á Norðfirði. Teikningar eru unnar af Mannvit hf. Hönnuður Gunnar Larsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
16.
750 Vattarnes - byggingarleyfi, breytt notkun
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Baldurs Rafnssonar, dagsett 5. nóvember 2018, þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráðri notkun mhl. 16 á jörðinni Vattanesi úr geymslu í íbúðarhús. Húnsnæðið er gamalt íbúðarhús sem nýtt hefur verið sem geymsla en á nú að nýta aftur sem íbúðarhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
17.
755 Heyklif, landamerki
Lagðar fram til kynningar tillögur að landamerkjalýsingu.
18.
Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi starfsmannabúða að Haga 2018-2019
Lagt fram bréf Ormarrs Örlygssonar fh. Alcoa Fjarðaál, dagsett 2. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir framlengingu stöðuleyfis starfsmannabúðanna að Högum til 1. júlí 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis á sömu forsendum og árið 2017 og miðast það við þann fjölda gámaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir útgáfu stöðuleyfis á sömu forsendum og árið 2017 og miðast það við þann fjölda gámaeininga sem var á svæðinu þegar stöðuleyfið rann út þann 1. júlí 2018.
19.
750 Skólavegur 12 Byggingarleyfi sólpallur og skjólveggur
Staða máls kynnt.
20.
Búfjárhald og lausaganga stórgripa
Vísað til umfjöllunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá landbúnaðarnefnd. Landbúnaðarnefnd hefur vísað fyrrum drögum að banni við lausagöngu stórgripa í Fjarðabyggð frá og leggur til að unnin verði búfjársamþykkt fyrir Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að búfjársamþykkt verði unnin fyrir Fjarðabyggð. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að búfjársamþykkt verði unnin fyrir Fjarðabyggð. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
21.
Landbúnaðarnefnd - 20
Samþykkt