Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
219. fundur
29. október 2018
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Marinó Stefánsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson
Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008 - 2028, breyting á legu Kröflulínu 3
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna Kröflulínu 3, á auglýsingartíma. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
2.
Beiðni um lagningu rafstrengja í jörðu frá Stöðvarfirði í Breiðdal
Lögð fram ósk RARIK um leyfi fyrir lagningu rafstrengja í jörð, dagsett 7. júlí 2018. Um er að ræða lagningu þriggja einfasa 26 kV rafstrengja frá Stöð í Stöðvarfirði að vegþverunarstæðu nr. 103 í Breiðdal. Áætluð strengleið er um 21,1 km. Samþykki landeiganda og umsagnaraðila ásamt fornleifaskráningu liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagningu rafstrengjanna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagningu rafstrengjanna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi.
3.
Samþykkt um fiðurfé
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykktina um fiðurfé fyrir sitt leiti og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
4.
Samþykkt um hundhald
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti samþykkt um hunda og kattahald og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
5.
Samþykkt um fráveitur
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti samþykkt um fráveitu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
6.
Samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum í Fjarðabyggð
Lögð fram til samþykktar samþykkt um hesthús og önnur gripahús í skipulögðum búfjárhverfum í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
7.
Samþykkt um umgengni og þrifnað utanhúss
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti samþykkt um umgengni og þrifnað og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
8.
Samþykkt um meðhöndlun úrgangs
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti samþykkti um meðhöndlun úrgangs og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
9.
Nýr bíll fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu sviðstjóra um að keyptur verði bíll fyrir rafveitu Reyðarfjarðar.
10.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU-nefndar í A hluta 2019
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2019. nefndin samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun ársins 2019 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs.
11.
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs 2019
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs árið 2019 og vísar afgreiðslu til bæjarráðs. Heilt yfir hækkar gjaldskráin um 2,9% en 10% hækkun er á förgunargjöldum á blönduðum úrgangi og grófum úrgangi.Klippikort hækka um 15%