Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

220. fundur
19. nóvember 2018 kl. 16:00 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Upplýsingagjöf sveitarstjórna við útgáfu og endurskoðun á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs
Málsnúmer 1711068
Eigna- skipulags og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leiti að hafist verði handa við gerð nýrrar svæðisáætlunar og felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna þá vinnu fyrir hönd Fjarðabyggðar.
2.
Breytingar á þjóðvegum með tilkomu Norðfjarðarganga og hjáleiðin á Reyðarfirði
Málsnúmer 1712061
Sveinn Sveinsson og Guðjón Magnússon frá Vegagerðinni á Reyðarfirði komu á fund eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og fóru yfir nokkur samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Fjarðabyggðar.
3.
Þjóðgarðafrumvarp
Málsnúmer 1811086
Lögð fram til kynningar ályktun stjórnar Landssamtaka landeiganda á Íslandi vegna hugmynda um breytingar á náttúruverndarlögunum.
4.
Ljósleiðaravæðing 2019 - umsóknir
Málsnúmer 1811036
Fjarskiptasjóður hefur auglýst eftir umsóknum um styrki í átaksverkefninu Ísland ljóstengt fyrir árið 2019. Umsóknarfrestur er til 23.nóvember nk. Vísað til framkvæmdasviðs og bæjarstjóra til vinnslu og kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Ferðasumarið 2018 - Skýrsla
Málsnúmer 1811045
Skýrsla um ferðasumarið 2018 lögð fram til kynningar.
6.
Fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar í Neskaupstað,framleiðsluaukning-beiðni um umsögn
Málsnúmer 1811088
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 7. nóvember 2018, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð framleiðsluaukning og stækkun fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnsunnar hf. í Neskaupstað skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Lögð fram fyrirspurn Síldarvinnslunnar hf um matskyldu framkvæmdar, dagsett í nóvember 2018, unnin af Mannvit hf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framleiðsluaukning og stækkun fiskimjölsverksmiðju sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
7.
740 Nesgata 3 - Breyting á skráningu atvinnuhúsnæðis í íbúðarhúsnæði
Málsnúmer 1811113
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðnýjar Þorfinnsdóttur, dagsett 15. nóvember 2018, þar sem sótt er um leyfi til að breyta skráðri notkun húss hennar að Nesgötu 3 á Norðfirði úr atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. Teikningar eru unnar af Steindóri H. Stefánssyni arkitekt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
8.
740 - Oddsskarð - Byggingarleyfi, þak á verkstæðisgáma
Málsnúmer 1811126
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 16. nóvember 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja uppstólað einhalla þak á verkstæði Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði. Teikningar eru unnar af Mannvit hf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
9.
735 Strandgata 65 - Endurgerð Gamla Barnaskólans
Málsnúmer 1811116
Lagðar fram tillöguteikningar Hollvinasamtaka Gamla Barnaskólans á Eskifirði að endurgerð hússins, dagsettar í október 2018. Tillögurnar eru unnar af Argos ehf, arkitektastofa Grétars og Stefáns.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fagnar framtaki Hollvinasamtakanna og lýsir yfir ánægju sinni með tillögurnar.