Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
221. fundur
3. desember 2018
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna
Stjórn SSA hefur kallað saman starfshóp sem endurskoðar fjallskilasamþykkt Múlasýslna. Í 26. gr. fjallskilasamþykkt eru tilgreindar aðalréttir og aukaréttir fjallskiladeilda. Óskaði stjórn SSA eftir því að sveitarfélagið upplýsti ef einhverjar breytingar hefðu orðið frá því sem getið er í núverandi fjallskilasamþykkt.
Lag fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 26. nóvember 2018, um fyrirkomulag aðal- og aukarétta í Fjarðabyggð samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Lag fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 26. nóvember 2018, um fyrirkomulag aðal- og aukarétta í Fjarðabyggð samkvæmt tillögum landbúnaðarnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
2.
Framkvæmdaáætlun vegna hreinsunar í hverfum
Lögð fram til kynningar framkvæmdaáætlun umhverfisstjóra vegna hreinsunar í hverfum bæjarins, með sérstaka áherslu á bílhræ. Fjallað hefur verið um áætlunina í bæjarráði
3.
Aðalskipulag Seyðisfjarðarkaupstaðar tillaga um breytingu á skilmálum og landnotkun í Lönguhlíð ásamt breytingu á deiliskipulagi fyrir Lönguhlíð
Lögð fram til kynningar, fyrir auglýsingu, tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna breyttra skilmála landnotkunar á atvinnu- og iðnaðarsvæðum og íbúðarsvæðum. Einnig er gerð breyting á landnotkun í Lönguhlíð úr frístundabyggð í verslunar- og þjónustusvæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
4.
Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis
Lögð fram til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu á Eskifirði, breyting vegna stækkunar hafnarsvæðis, ásamt umhverfisskýrslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögunni til umsagnar hafnarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögunni til umsagnar hafnarstjórnar.
5.
740 Naustahvammur 46 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Rarik ohf, dagsett 23. nóvember 2018, þar sem sótt er um lóð við Naustahvamm á Norðfirði undir spennistöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að lóðin verði númer 46 við Naustahvamm og að fengnu samþykki bæjarráðs á lóðarúthlutun verði óveruleg breyting gerð á deiliskipulagi Naust 1 þar sem gert verði ráð fyrir lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Nefndin samþykkir jafnframt að lóðin verði númer 46 við Naustahvamm og að fengnu samþykki bæjarráðs á lóðarúthlutun verði óveruleg breyting gerð á deiliskipulagi Naust 1 þar sem gert verði ráð fyrir lóðinni.
6.
735 Hafnargata 5 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Rarik ohf, dagsett 23. nóvember 2018, þar sem sótt er um lóð við Hafnargötu á Eskifirði undir spennistöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Lóðin er við Hafnargötu 10 samkvæmt tillögu að deiliskipulagi Leiru 1.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu. Lóðin er við Hafnargötu 10 samkvæmt tillögu að deiliskipulagi Leiru 1.
7.
740 Egilsbraut 19 - Endurnýjun lóðarleigusamnings
Lögð fram umsókn Þorfinns Hermannssona og Jófríðar Gilsdóttur, dagsett 26. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar þeirra að Egilsbraut 19 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
8.
735 Strandgata 104 - endurnýjun lóðarleigusamnings
Lögð fram umsókn Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, dagsett 26. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar Hafnarsjóðs að Strandgötu 104 á Eskifirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
9.
740 Strandgata 2 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Eiríks Simonsen, dagsett 23. október 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Strandgötu 2 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
10.
730 Austurvegur 65 - umsókn um stækun lóðar
Lögð fram umsókn Björns Óskars Einarssonar, dagsett 30. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings og stækkun lóðar hans að Austurvegi 65 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, stækkun lóðar og að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður. Endanlegri afgreiðslu vegna stækkunar lóðar er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, stækkun lóðar og að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður. Endanlegri afgreiðslu vegna stækkunar lóðar er vísað til bæjarráðs.
11.
730 Heiðarvegur 5 - byggingarleyfi, viðbygging leikskóla
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 26. september 2018, þar sem sótt er um leyfi til að byggja við og breyta að hluta innra skipulagi Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði þannig að þar verði gert ráð fyrir sex deilda leikskóla fyrir allt að 110 nemendur. Aðalhönnuður er Sigurður Harðarson hjá Batteríið Arkitektar. Engar athugasemdir voru gerðar við grenndarkynningu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
12.
735 Strandgata 12a - fyrirspurn um breytta notkun
Lögð fram fyrirspurn Björgvins Erlendssonar fh. Fjarðaþrifa ehf, dagsett 22. nóvember 2018, þar sem athugaður er möguleikinn á að breyta iðnaðarhúsnæði að Strandgötu 12a á Eskifirði í smærri íbúðir til langtímaleigu. Lagðar fram tillöguteikningar Sniddu Arkitektastofu að íbúðum við Strandgötu dagsettar 22. nóvember 2018. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna skipulagsmála á svæðinu við Strandgötu 12a, dagsett 3. desember 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að breyting húsnæðisins að Strandgötu 12a úr iðnaðarhúsnæði í íbúðir til langtímaleigu samræmist ekki skipulagsskilmálum svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að breyting húsnæðisins að Strandgötu 12a úr iðnaðarhúsnæði í íbúðir til langtímaleigu samræmist ekki skipulagsskilmálum svæðisins.
13.
750 Skólavegur 12 Byggingarleyfi sólpallur og skjólveggur
Staða máls kynnt
14.
735 Eskifjarðarhöfn - framkvæmdaleyfi, trébryggj
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Fjarðabyggðarhafna, dagsett 30. nóvember 2018, þar sem sótt er um leyfi til að gera 28 fm trébryggju auk landgangs í krika á móts við Fiskmarkað Austurlands innan Eskifjarðarhafnar. Tilgangur bryggjunnar er að skapa aðstöðu fyrir olíuafgreiðslu smábáta.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
15.
735 Hafnargata - Beiðni um lögn rafstrengja
Lögð fram umsókn Rarik ohf um leyfi fyrir lagningu rafstrengja í jörð við Hafnargötu á Eskifirði, dagsett 20. nóvember 2018. Um er að ræða strenglagnir í tengslum við nýja spennistöð við götuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagningu rafstrengja og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi að fengnu samþykki bæjarráðs vegna lóðarúthlutunar fyrir spennistöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagningu rafstrengja og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi að fengnu samþykki bæjarráðs vegna lóðarúthlutunar fyrir spennistöð.
16.
740 Naustahvammur - Beiðni um lögn rafstrengja
Lögð fram umsókn Rarik ohf um leyfi fyrir lagningu rafstrengja í jörð við Naustahvamm á Norðfirði, dagsett 23. nóvember 2018. Um er að ræða strenglagnir í tengslum við nýja spennistöð við götuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagningu rafstrengja og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi að fengnu samþykki bæjarráðs vegna lóðarúthlutunar fyrir spennistöð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagningu rafstrengja og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út leyfi að fengnu samþykki bæjarráðs vegna lóðarúthlutunar fyrir spennistöð.
17.
730 Mjóeyrarhöfn - umsókn um stöðuleyfi, starfsmannaaðstaða Eimskips
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Ara Benediktssonar/Mannvits hf fh. Eimskips, dagsett 21. nóvember 2018, þar sem sótt er um endurnýjun stöðuleyfis fyrir starfsmannaaðstöðu Eimskips í gámaeiningum innan hafnarsvæðis Mjóeyrarhafnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endur útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða, en óskar eftir að hafnarstjórn noti árið til að skipuleggja í samráði við hagsmunaraðila á svæðinu framtíðarlausn að aðstöðu fyrir starfsmenn á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn, hvort sem um er að ræða verktaka eða starfsmenn hafnarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir endur útgáfu stöðuleyfis til tólf mánaða, en óskar eftir að hafnarstjórn noti árið til að skipuleggja í samráði við hagsmunaraðila á svæðinu framtíðarlausn að aðstöðu fyrir starfsmenn á hafnarsvæðinu við Mjóeyrarhöfn, hvort sem um er að ræða verktaka eða starfsmenn hafnarinnar.
18.
755 Heyklif, landamerki
Farið yfir stöðu málsins.
Bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga til samninga við landeiganda.
Bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga til samninga við landeiganda.
19.
Umsagnir vegnar Fiskeldi Austfjarða á allt að 20.800 tonn í Beru- og Fáskrúðsfirði
Lögð fram beiðni Matvælastofnunar um umsögn vegna eldis á allt að 20.800 tonna framleiðslu Fiskeldis Austfjarða á laxi í Berufirði og Fáskrúðsfirði dagsett 27. nóvember 2018. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra, skipulags- og byggingarfulltrúa og hafnarstjóra vegna beiðnar Matvælastofnunar um umsögn, dagsett 30. nóvember 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra og atvinnu- og þróunarstjóra að óska eftir frekari skýringum frá Matvælastofnun í ljósi umræðna á fundinum. Jafnframt verði óskað eftir fresti til að skila umsögn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra og atvinnu- og þróunarstjóra að óska eftir frekari skýringum frá Matvælastofnun í ljósi umræðna á fundinum. Jafnframt verði óskað eftir fresti til að skila umsögn.