Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

222. fundur
17. desember 2018 kl. 16:00 - 16:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
730 Hraun 1, byggingarleyfispakki # 1 - lóð
Málsnúmer 1704024
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Ólafs Ólafssonar hjá TBL architects fh. Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 14. nóvember 2018, þar sem sótt er um samþykki reyndarteikninga fyrir skipulag og yfirbragð lóðar fyrirtækisins að Hrauni 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
2.
740 Krikjubólseyrar - umsókn um lóð - frístundahús, fjárhús
Málsnúmer 1812047
Lögð fram lóðarumsókn Valgeirs Kristjáns Guðmundssonar, dagsett 6. desember 2018, þar sem sótt er um lóðina við Kirkjubólseyri 2 á Norðfirði undir frístundabúskap.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
3.
735 Eskifjörður 1 - byggingarleyfi - vinnubúðir, skrifstofur og skemmur á athafnasvæði Eskifirði
Málsnúmer 1812046
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Suðurverks hf, dagsett 6. desember 2018, þar sem óskað er eftir afskráningu vinnubúða, skrifstofa og skemma fyrirtækisins við gangamunna Norðfjarðarganga á Eskifirði. Búðirnar hafa þegar verið fjarlægðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
4.
740 Fannadalur 1 - byggingarleyfi - skemmur við gangamuna Fannardal
Málsnúmer 1812045
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Suðurverks hf, dagsett 6. desember 2018, þar sem óskað er eftir afskráningu skemma fyrirtækisins við gangamunna Norðfjarðarganga í Fannardal. Búðirnar hafa þegar verið fjarlægðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
5.
740 Kirkjuból 1 - byggingarleyfi - vinnubúðir
Málsnúmer 1812044
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Suðurverks hf, dagsett 6. desember 2018, þar sem óskað er eftir afskráningu vinnubúða fyrirtækisins við Kirkjuból í Norðfirði. Búðirnar hafa þegar verið fjarlægðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
6.
730 Hraun 1 - Byggingarleyfi, þak á spennubás
Málsnúmer 1812106
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Alcoa Fjarðaál sf, dagsett 12. desember 2018, þar sem sótt er um leyfi til uppsetningar á þaki yfir núverandi spennubás við háspennu. Hönnunargögn eru frá Verkís, hönnuður er Björn Sveinsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um ákvörðun nefndarinnar.
7.
Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis
Málsnúmer 1701100
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Leiru 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu á Eskifirði, breyting vegna stækkunar hafnarsvæðis, ásamt umhverfisskýrslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti deiliskipulag Leiru 1 í auglýsingu, skipulagsuppdráttur, greinargerð og umhverfisskýrsla, dagsett 17. desember 2018.
Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga.
Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
8.
Eftirlitsmyndavélar í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1808136
Lagt fram minnisblað Óskars Þórs Guðmundssonar lögreglumanns sem tekið er saman í framhaldi af fundi hans með bæjarráði 27.nóvember er lagt fram til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd og til bæjarstjóra til nánari útfærslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir tillögur um eftirlitsmyndavélar í Fjarðabyggð og telur eðlilegt að málið verði tekið upp við Vegagerðina.
9.
Búnaður til útvarpssendinga í veggöngum
Málsnúmer 1712062
Erindi um Búnaður til útvarpssendinga í veggöngum lagt fram til kynningar
10.
760 Sorplosun á Breiðdalsvík
Málsnúmer 1808050
Verkefnastjóri umhverfismála leggur fram tillögu að fyrirkomulagi sorphirðu í Breiðdal.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu og setur í hendur verkefnastjóra umhverfismála að vinna áfram með málið.
11.
Garnaveiki á Þrándarstöðum
Málsnúmer 1812071
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar málinu til kynningar í landbúnaðarnefnd.
12.
Heyrúlluplastsöfnun í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1811153
Verkefnastjóri umhverfismála felur nefndinni að taka ákvörðun um að fara í söfnun á heyrúlluplasti í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum um söfnun á landbúnaðarplasti
13.
Raforkukaup Rafveitu Reyðarfjarðar 2019
Málsnúmer 1811174
Samningar varðandi orkukaup Rafveitu Reyðarfjarðar lagðir fram til kynningar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að undirrita samningana.
14.
Strandgata 62 Neskaupstað
Málsnúmer 1812084
Minnisblað sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, er varðar makaskipti á fasteignunum að Strandgötu 62 og Nesbakka 19-21 nr. 102 í Neskaupstað. Vísað til umsagnar eigna- skipulags- og umhverfisnefndar. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gengið verði að makaskiptunum í samræmi við minnisblað sviðstjóra framkvæmdasviðs