Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
223. fundur
14. janúar 2019
kl.
16:00
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Götuljósakerfi Fjarðabyggðar - Rarik
Lögð fram drög að samningi Fjarðabyggðar og Rarik ohf um afhendingu götulýsingarkerfis til eignar í Sveitarfélaginu.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
2.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2018
Lögð fram til kynningar fundargerð 145. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands
3.
Ósk um fulltrúa í vatnsvæðanefnd
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 14. desember 2018, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið Fjarðabyggð tilnefni fulltrúa umhverfis-eða náttúruverndarnefndar í vatnasvæðanefnd í samræmi við lög nr. 36/2011 og reglugerð nr 935/2011.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að tilnefnda í nefndina þar sem bæjarráð hefur þegar tilnefnt fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að tilnefnda í nefndina þar sem bæjarráð hefur þegar tilnefnt fulltrúa fyrir hönd sveitarfélagsins.
4.
Endurskoðun fjallskilasamþykktar Múlasýslna
Tillögur 20. fundar landbúnaðarnefndar er varða aðal- og aukaréttir í Fjarðabyggð lagðar að nýju fyrir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd. Nefndin samþykkir tillögurnar og felur umhverfisstjóra að upplýsa nefnd um endurskoðun fjallskila á vegum SSA um stöðuna.
5.
Dýraeftirlit í Fjarðabyggð
Lögð fram tillaga umhverfisstjóra að fyrirkomulagi á dýraeftirliti í Fjarðabyggð dagsett 14. desember 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tilraun verði gerð með fyrirkomulagið í eitt ár og felur umhverfisstjóra að koma því í framkvæmd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tilraun verði gerð með fyrirkomulagið í eitt ár og felur umhverfisstjóra að koma því í framkvæmd.
6.
Upplýsingar um veitur hjá sveitarfélögum
Lagt fram bréf Þjóðskrár Íslands, dagsett 17. desember 2018, þar sem óskað er eftir upplýsingum um veitur í sveitarfélaginu vegna athugunar á nýjum aðferðum við gagnasöfnun vegna fasteignamats.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Þjóðskrá Íslands.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Þjóðskrá Íslands.
7.
740 Nesgata 3 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Guðnýjar Þorfinnsdóttur, dagsett 26. nóvember 2018, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Nesgötu 3 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
8.
730 Austurvegur 4 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Lindarbrekkufrænka ehf, dagsett 2. janúar 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Austurvegi 4 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
9.
735 Ystidalur 6-8 -umsókn um lóð
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu lóðarumsókn Og sona / Ofurtólið ehf, dagsett 8. nóvember 2018, þar sem sótt er um lóðina við Ystadal 6-8 á Eskifirði undir raðhús. Jafnframt var óskað eftir að deiliskipulagi Dals 2 verði breytt þannig að hægt verði að byggja raðhús með fjórum íbúðum í stað parhúss. Tvær athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa vegna athugasemda dagsett 11. janúar 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur framkomnar athugasemdir ekki þess eðlis að hafna beri beiðni um að fjögurra íbúða raðhús verði byggð við Ystadal 6-8 í stað parhúss og samþykkir að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi Dals 2. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur framkomnar athugasemdir ekki þess eðlis að hafna beri beiðni um að fjögurra íbúða raðhús verði byggð við Ystadal 6-8 í stað parhúss og samþykkir að óveruleg breyting verði gerð á deiliskipulagi Dals 2. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
10.
OneRobot - sjálfvirknivæðing stjórnsýslunnar
Lagt fram vinnuskjal skipulags- og byggingarfulltrúa vegna rafræns gagnasafns Mannvirkjastofnunar um mannvirki og mannvirkjagerð um land allt ásamt skildu sveitarfélaga til að tengjast gagnasafninu þar sem meðal annars skal skrá samþykktir byggingaráforma, byggingarleyfa ásamt öðrum ákvörðunum leyfisveitanda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að hugbúnaður verði fenginn frá OneSystem til að tengjast gagnasafni Mannvirkjastofnunar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að hugbúnaður verði fenginn frá OneSystem til að tengjast gagnasafni Mannvirkjastofnunar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.