Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

224. fundur
28. janúar 2019 kl. 16:00 - 18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Marinó Stefánsson embættismaður
Ragna Dagbjört Davíðsdóttir Embættismaður
Fundargerð ritaði:
Marinó Stefánsson Sviðstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs
Dagskrá
1.
Urðunarstaðurinn Heydalir
Málsnúmer 1901097
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að athugað verði hvort hægt sé að opna aftur urðunarstaðinn að Heydalamelum í Breiðdal.
2.
Urðunarstaðurinn Heydalir
Málsnúmer 1901097
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að verkefnastjóri kanni hvort hægt sé að lámarka blýmengun en með þeim skilyrðum að kostnaður verði borinn undir nefndina áður en farið er í framkvæmdir.
3.
740 Deiliskipulag Urðarbotna
Málsnúmer 1712069
Auglýsingartími er liðinn. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og Veðurstofu Íslands.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti deiliskipulag Urðarbotna. Uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 29. nóvember 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
4.
Nýtingaráætlun fyrir haf- og strandsvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1712006
Stýrihópur um gerð nýtingaráætlunar fyrir Fjarðabyggð hefur lokið störfum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti og vísar henni til bæjarráðs til staðfestingar.
5.
Verklýsing fyrir tillögu að breytingu á ASK Fljótsdalshéraði, Grund á Efra Jökuldal
Málsnúmer 1901131
Fljótsdalshérað kynnir lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 - Grund á efra Jökuldal.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
6.
Framtíð tjaldsvæðis á Eskifirði
Málsnúmer 1605143
Starfshópur um staðsetningu tjaldsvæðis á Eskifirði hefur lokið störfum. Lagt er til að í endurskoðun aðalskipulags verði gert ráð fyrir nýrri staðsetningu tjaldstæðis á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að í endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027 verði gert ráð fyrir tjaldstæði vestan við byggðina á Eskifirði.
7.
730 Heiðarvegur 1 - byggingarleyfi /varmadæla
Málsnúmer 1901171
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Przemyslaw Zajczyk, dagsett 23. janúar 2019, þar sem sótt er um leyfi til setja upp varmadælu við hús hans að Heiðarvegi 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að tilkynna umsækjanda um afgreiðslu nefndarinnar.
8.
740 Naustahvammur 67-69 - umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 1901109
Lögð fram umsókn Síldarvinnslunnar hf, dagsett 15. janúar 2019, um stækkun lóðarinnar að Naustahvammi 67-69 á Norðfirði vegna fyrirhugaðrar stækkunar á fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemdir við stækkun lóðarinnar ef áfram verður tryggt aðgengi að hafnarsvæði um lóðina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Að fengnu samþykki bæjarráðs samþykkir nefndin einnig að deiliskipulagi Naust 1 verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir stækkun lóðarinnar með tilheyrandi kvöð um aðgengi. Farið verði með breytinguna sem óverulega þar sem hún hefur aðeins áhrif á lóðarhafa og sveitarfélagið.
9.
730 Búðareyri 8 - umsókn um stækkun lóðar
Málsnúmer 1901193
Lögð fram umsókn Heilbrigðisstofnunar Austurlands, dagsett 28. janúar 2019, um stækkun lóðarinnar að Búðareyri 8 á Reyðarfirði vegna stækkunar heilsugæslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun lóðar fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs. Að fengnu samþykki bæjarráðs samþykkir nefndin einnig að deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfjarðar verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir stækkun lóðarinnar. Farið verði með breytinguna sem óverulega þar sem hún hefur aðeins áhrif á lóðarhafa og sveitarfélagið.
10.
730 Austurvegur 65 - byggingarleyfi, bílskúr
Málsnúmer 1901182
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Björns Óskars Einarssonar, dagsett 25. janúar 2019, þar sem leitað er álits á byggingaráformun hans vegna byggingar bílskúrs að Austurvegi 65 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Austurvegar 63.
11.
Ástand húsnæða í félagsmiðstöðvum í Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1901160
Erindi frá Guðrún Ragna Kristjánsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir þar sem þær vöktu athygli á slæmum húsnæðiskosti félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar. Ungmennaráð Fjarðabyggðar hefur ítrekað vakið athygli á þessu málefni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fundinn að nýju.
12.
Upphitun Norðfjarðarvallar
Málsnúmer 1901158
Innsent erindi varðandi gervigrasvöllinn í Norðfirði, Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrri fundinn að nýju
13.
Sundlaugin á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1901161
Erindi frá Guðrún Ragna Kristjánsdóttir og Heiðbrá Björgvinsdóttir þar sem þær vöktu athygli á ástandi sundlaugarinnar á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir fundinn að nýju.