Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
225. fundur
11. febrúar 2019
kl.
16:00
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
1.
Umhverfisstefna Fjarðabyggðar
Lögð fram til kynningar drög að umhverfisstefnu Fjarðabyggðar 2018-2022 í samræmi við bókun 206. fundar nefndarinnar þann 13. júní 2018.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun fjalla um málið að nýju á næsta fundi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun fjalla um málið að nýju á næsta fundi.
2.
Efnistökusvæði í Fjarðabyggð
Lögð fram til kynningar samantekt um efnistökusvæði í Fjarðabyggð ásamt þeim svæðum þar sem framkvæmdaleyfi vegna efnistöku eru í gildi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur Skipulags- og byggingarfulltrúa og umhverfisstjóra að vinna málið áfram og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Refa- og minkaveiði 2019
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um fyrirkomulag refa -og minkaveiða fyrir tímabílið 2017 til 2018, dagsett 10. desember 2018. Lagt er til að horfið verði frá því fyrirkomulagi að ráða veiðimenn til eins árs en þess í stað verði ráðið til nokkurra ára í senn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fyrirkomulagi vegna ráðninga verði breytt í samræmi við tillögur umhverfisstjóra. Jafnframt verði gjaldskrá endurskoðuð og lögð fyrir nefndina ásamt samningsdrögum við veiðimenn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fyrirkomulagi vegna ráðninga verði breytt í samræmi við tillögur umhverfisstjóra. Jafnframt verði gjaldskrá endurskoðuð og lögð fyrir nefndina ásamt samningsdrögum við veiðimenn.
4.
740 Egilsbraut- umsókn um uppsetningu á skilti
Lögð fram umsókn Víglundar Jóns Gunnarssonar, dagsett 6. febrúar 2019, um leyfi til að setja leiðbeinandi skilti fyrir Verslunina Pan. Á gatnamótum Egilsbrautar og hafnarafleggjara. Staðsett á graseyju við Egilsbraut.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt uppsetningu skilta utan lóðarmarka.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt uppsetningu skilta utan lóðarmarka.
5.
750 Hlíðargata - Fyrirspurn um lóð undir smáhýsi
Lögð fram ódagsett fyrirspurn Héðins I. Gunnarssonar Michelsen, þar sem óskað er eftir áliti nefndarinnar á því hvort leyfi fáist til að byggja 52 fm einingahús neðan vegar yst á Hlíðargötu á Fáskrúðsfirði. Ekkert deiliskipulag er til staðar á svæðinu eða afmarkaðar lóðir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að bygging af þessari gerð og stærð geti rúmast á umræddu svæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að bygging af þessari gerð og stærð geti rúmast á umræddu svæði.
6.
Alþjóðleg snjóflóðaráðstefna á Siglurfirði 3.-5. apríl
Lögð fram til kynningar kynning á snjóflóðaráðstefnu sem verður á Siglufirði 3-5 apríl næstkomandi. Fulltrúar bæjarráðs munu sækja ráðstefnuna ásamt sviðsstjóra framkvæmdasviðs. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.