Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
227. fundur
11. mars 2019
kl.
16:00
-
18:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi 14.mars 2019
Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) verður haldinn að Hótel Sögu fundarsal Kötlu II,þann 14. mars og hefst klukkan 14:00.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að sækja fundinn ef talin er þörf á því.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að sækja fundinn ef talin er þörf á því.
2.
Ljósleiðaravæðing 2019 - umsóknir
Vísað frá bæjarráði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar umfjöllun um stöðu ljósleiðaraverkefna í Fjarðabyggð og framkvæmd ákveðinna verkþátta á árin 2019. Um er að ræða lagningu ljósleiðara í Breiðdal, um Suðurfirði frá Stöðvarfirði í Reyðarfjörð, ljósleiðaratengingu við Mjóafjörð sem hlut af hringtengingu fjarskiptainnviða og ljósleiðarlagningu í Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna áfram að málinu.
3.
Samningur um rekstur tjaldsvæða í Fjarðabyggð
Samkvæmt ákvæði í samningi við Landamerki ehf og Fjallmann Solutions ehf um tjaldsvæði í Fjarðabyggð um framlengingu til fimm ára leggur sviðstjóri framkvæmdasviðs til að gerður verði samningur til fimm ára um tjaldsvæðin í Fjarðabyggð við Landamerki ehf og Fjallmann Solutions ehf.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að undirrita samninginn við Landamerki ehf og Fjallmann Solutions ehf.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að undirrita samninginn við Landamerki ehf og Fjallmann Solutions ehf.
4.
Uppsögn á Þjónustusamningi um umsjón raforkuviðskipta - Rafveita Reyðarfjarðar
Lagt fram bréf Landsvirkjunar, dagsett 19. febrúar 2019, varðandi uppsögn á þjónustusamningi um umsjón raforkuviðskipta. Landsvirkjun og Rafveita Reyðarfjarðar hafa haft samning sín á milli og hefur Landsvirkjun annast gerð daglegra pantana á grundvelli gagna um notkunarmynstur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs ásamt fjármálastjóra að fara yfir samninginn og vinna að sambærilegri lausn mála.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs ásamt fjármálastjóra að fara yfir samninginn og vinna að sambærilegri lausn mála.
5.
542.mál til umsagnar frumvarp til laga um hollustuhætti og mengunarvarnir o.fl. (stjórnvaldssektir o.fl.)
Lagt fram til kynningar erindi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis vegna frumvarps til breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998, dagsett 27. febrúar 2019.
6.
Aðalfundarboð 2019 - starfsárið 2018
Lagt fram fundarboð aðalfundar Netorku hf fyrir starfsárið 2018, dagsett 4. mars 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að sækja fundinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að sækja fundinn.
7.
Gjaldfrjálsar samgöngur ungmenna að 18 ára aldri
Umræða tekin um gjaldfrjálsar samgöngur ungmenna. Fyrir liggur tillaga í minnisblaði frá 16.mars 2017 um gjaldfrjáls afnot barna og ungmenna að 18 ára aldri að almenningssamgöngum í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði tekin upp og samþykkt. Kostnaði vegna ferða verði vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að tillagan verði tekin upp og samþykkt. Kostnaði vegna ferða verði vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2019. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
8.
Skapandi sumarstörf 2019
Lagt fram til að nýju minnisblað forstöðumanns menningarstofu Fjarðabyggðar, dagsett 21. febrúar 2019, vegna verkefnisins Fjölbreyttara sumarstarf í Fjarðabyggð. Skapandi sumarstörf er tækifæri fyrir fimm einstaklinga á aldrinum 16-25 ára sem hafa áhuga á að nota krafta sína í 8-9 vikur yfir sumarið til listsköpunar í þágu sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að verkefnið fjölbreytt sumarstörf verði hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar sumarið 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að verkefnið fjölbreytt sumarstörf verði hluti af Vinnuskóla Fjarðabyggðar sumarið 2019.
9.
Sveitarfélögin og "sjálfboðaliðastörf"
Lagt fram til kynningar bréf ASÍ um sveitarfélögin og sjálfboðaliðastörf.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir málið í samræmi við umræður bæjarráðs og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræði við þær umræður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir málið í samræmi við umræður bæjarráðs og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram í samræði við þær umræður.
10.
184. mál til umsagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi
Lögð fram til umsagnar tillaga, alsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd nýtir sér ekki umsagnarréttinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd nýtir sér ekki umsagnarréttinn.
11.
C.9 Byggðaáætlun
Vísað frá bæjarráði til kynningar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar verkefni C.9 í byggðaáætlun 2018-2024, náttúruvernd og efling byggða. Verkefnið er einnig hluti af stefnu ríkisstjórnarinnar um sérstakt átak í friðlýsingum og að skoðaðir verði möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum en nú er. SSA á að leggja fram tillögur að svæðum sem henta vel að verkefninu. Bæjarráð samþykkti að leggja til Gerpissvæðið sem svæði til verkefnisins en áréttar að hér sé verið að skoða möguleika á friðlýsingu. Frekari umræða mun þurfa að fara fram áður en endanleg ákvörðun um friðlýsingu verður tekin.
12.
Umsögn varðandi starfsleyfisdrög Egersund vegna hreinsunar neta fyrir fiskeldi
Lagður fram póstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dagsettur 5. mars 2019, þar sem upplýst er að Egersund Island hafi sótt um starfsleyfi fyrir aðstöðu til að þvo og meðhöndla net fyrir fiskeldi við Hafnargötu 2 á Eskifirði. Í samræmi við gr. 6 í reglugerð 550/2018 um losun frá iðnaði og mengunarvarnaeftirlit hafa drög að starfsleyfi Heilbrigðisnefndar verið birt á heimasíðu HAUST.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
13.
Búfjárhald og búfjársamþykkt
Lögð fram drög landbúnaðarnefndar að búfjársamþykkt Fjarðabyggðar. Drögin eru unnin samkvæmt bókun 219. fundar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að drögum búfjársamþykktarinnar og leggja fyrir nenfndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að drögum búfjársamþykktarinnar og leggja fyrir nenfndina að nýju.
14.
750 Hlíðargata 47 - lóðarmörk
Lagt fram bréf eiganda Hlíðargötu 47 á Fáskrúðsfirði, dagsett 25. febrúar 2019, varðandi lóðarmörk hússins og fyrirkomulag snjómoksturs í nágrenni við húsið. Einnig er spurst fyrir um áætlanir varðandi nýtingu og umhirðu lóðarinnar við Skólaveg 70 A.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjórum framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs að svara erindinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjórum framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs að svara erindinu.
15.
730 Heiðarvegur 1 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Przemyslaw Zajczyk, dagsett 22. janúar 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings hans að Heiðarvegi 1 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
16.
Deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu - breyting, stækkuna hafnarsvæðis
Auglýsingartími er liðinn. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, HAUST, Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu. Uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 17. desember 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti deiliskipulag Leira 1, iðnaðar- og hafnarsvæði sunnan Strandgötu. Uppdráttur, greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 17. desember 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
17.
735 Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. - breyting, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði
Auglýsingartími er liðinn. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, HAUST,Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði. Uppdráttur með greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 17. desember 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti breytingu á Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027, stækkun hafnarsvæðis á Eskifirði. Uppdráttur með greinagerð og umhverfisskýrsla, dags. 17. desember 2018. Málsmeðferð verði í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
18.
730 Austurvegur 65 - byggingarleyfi, bílskúr
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Björns Óskars Einarssonar, dagsett 25. janúar 2019, þar sem leitað er álits á byggingaráformun hans vegna byggingar bílskúrs að Austurvegi 65 á Reyðarfirði. Ein athugasemd barst vegna grenndarkynningar. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingarfulltrúa vegna athugasemda, dagsett 11. mars 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri byggingarleyfisumsókn og samþykkir byggingaráformin. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að athugasemd sé ekki þess eðlis að hafna beri byggingarleyfisumsókn og samþykkir byggingaráformin. Endanlegri afgreiðslu vegna grenndarkynningar er vísað til bæjarstjórnar.
19.
735 Smiðjustígur 2 - byggingarleyfi, viðbygging
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Sigrúnar Hörpu Bjarnadóttur, dagsett 4. mars 2019, þar óskað er eftir leyfi til að byggja 51 fm viðbyggingu við hús hennar að Smiðjustíg 2 á Eskifirði. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir. Aðalhönnuður er Steindór H. Stefánsson.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
20.
750 Skólavegur 39-41 - byggingarleyfi, varmadæla
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 1. mars 2019, þar óskað er eftir leyfi til að setja upp varmadælu fyrir gamla íþróttasalinn að Skólavegi 39-41 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu varmadælu á húsið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu varmadælu á húsið.
21.
740 Hafnarbraut 52 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Nipukolls ehf, dagsett 26. febrúar 2019, þar óskað er eftir samþykki á byggingaráformum vegna endurbóta og breytinga á húsnæði félagsins að Hafnarbraut 52 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning nái til Hafnarbrautar 50 og 54, Tröllavegar 4 og Miðgarðs 1 og 3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingaráformin. Grenndarkynning nái til Hafnarbrautar 50 og 54, Tröllavegar 4 og Miðgarðs 1 og 3.
22.
740 Árnes - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Atla Rúnars Eysteinssonar, dagsett 28. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir samþykki á byggingaráformum vegna 122,9 fm frístundahúss í landi Seldals í Norðfirði. Annað hús er fyrir á jörðinni sem fyrirhugað er að fjarlægja.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við byggingaráformin.
23.
Svæðisskipulag fyrir Austurland
Lögð fram fundargerð 9. fundar svæðisskipulagsnefndar SSA sem haldinn var 11. febrúar 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti að breytingar verði gerðar á lýsingu fyrir svæðisskipulag Austurlands til að koma á móts við athugasemdir skipulagsstofnunar sbr. 1. lið fundargerðarinnar. Endanlegri afgreiðslu er vísaið til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti að breytingar verði gerðar á lýsingu fyrir svæðisskipulag Austurlands til að koma á móts við athugasemdir skipulagsstofnunar sbr. 1. lið fundargerðarinnar. Endanlegri afgreiðslu er vísaið til bæjarráðs.