Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

228. fundur
18. mars 2019 kl. 16:00 - 18:15
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Hulda Sigrún Guðmundsdóttir varaformaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Eyðing Lúpínu í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1604031
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 1. mars 2019, um skipulag og áherslur á vinnu gegn ágengum jurtum í sveitarfélaginu þar sem lögð er áhersla á Fólkvang Neskaupstaðar og Hólmanes.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að áfram verði unnið að átaki gegn ágengum jurtum í samræmi við minnisblað umhverfisstjóra.
2.
Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða 2018
Málsnúmer 1810101
Lögð fram bréf Ferðamálastofu, dagsett 13. mars 2019, ásamt matsblöðum stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða við yfirferð styrkumsókna. Styrkumsóknum vegna vegvísa, gönguleiða í Fjarðabygg, deiliskipulagsgerðar og hönnunar við Klifurbrekkufossa og prammann í Mjóafirði og deiliskipulagsgerð og hönnun við Beljandafoss í Breiðdal var hafnað af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tillögu stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að endurnýja umsókn um styrk vegna verkefnanna fyrir komandi ár.
3.
Búfjárhald og búfjársamþykkt
Málsnúmer 1811014
Lögð fram drög að samþykkt um búfjárhald í Fjarðabyggð sbr. bókun á 227. fundi nefndarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að drögin verði kynnt hagsmunaaðilum áður en til endanlegrar afgreiðslu kemur.
4.
Efnistökusvæði í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1702159
Lögð fram drög að bréfi til allra hagsmunaaðila vegna efnistöku og námuleyfa í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin og felur umhverfisstjóra að vinna málið áfram.
5.
Framkvæmdir 2019 - yfirlit frá framkvæmdasviði
Málsnúmer 1902078
Lagt fram til kynningar yfirlit framkvæmdasviðs vegna fyrirhugaðra framkvæmda 2019.
6.
Ályktun sameiginlegs fundar vegna Skíðamiðstöðvarinnar í Oddsskarði
Málsnúmer 1903057
Lögð fram til kynningar fundargerð fundar rekstraraðila Skíðasvæðinsins í Oddsskarði, Skíðafélags Fjarðabyggðar, Brettafélags Fjarðabyggðar, bæjarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra og íþrótta- og tómstundagulltrúa, dagsett 11. mars 2019. Rekstraraðili ásamt skíða- og brettafélagi telja að það þurfi að ráðast sem fyrst í gerð snjógirðingar fyrir æfingasvæðið, sem og landmótun og grjóttínslu fyrir syðri bakkann auk þess að bæta lýsingu fyrir æfingabakkana og topplyftu. Fundurinn leggur það til við sveitarfélagið að farið verði sem fyrst í þessar framkvæmdir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.
7.
Erindisbréf eigna-,skipulags- og umhverfisnefndar
Málsnúmer 1805115
Vísað frá bæjarráði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar endurskoðuðu erindisbréfi sem hefur verið uppfært með tilliti til skipulagsbreytinga sem bæjarstjórn staðfest1 21. febrúar sl. ásamt leiðréttingu starfsheita frá fyrri breytingum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að við fullnaðarafgreiðslur nefndarinnar verði bætt umfjöllun um grenndarkynningu sbr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og vegna meðmæla við stofnun lóða samkvæmt 13. gr. jarðalaga nr. 81/2004. Endanlegri afgreiðslu á erindisbréfi er vísað til bæjarstjórnar.
8.
750 Gilsholt 2 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1903051
Lögð fram lóðarumsókn Sigmars Arnar Harðarsonar, dagsett 11. mars 2019, þar sem sótt er um lóðina við Gilsholt 2 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
9.
700 Breyting á ASK Fljótdalshéraði, Geitdalsvirkjun
Málsnúmer 1903087
Fljótsdalshérað kynnir lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 . Breytingin fellst í að gert er ráð fyrir vatnsaflsvirkjun í Geitdalsá ásamt miðlunar- og inntakslóni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við lýsinguna.
10.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúi um framhald og ferli endurskoðunar aðalskipulags, dagsett 15. mars 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að staða og þróun skipulags frá gildistöku gildandi aðalskipulags verði skoðuð ásamt þeim punktum sem fram koma í minnisblaði. Greinagerð vegna skoðunarinnar verði svo tekin til umfjöllunar í nefndinni.