Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

229. fundur
25. mars 2019 kl. 16:00 - 17:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Endurskoðuð fjallskilasamþykkt
Málsnúmer 1903139
Lögð fram endurskoðuð fjallskilasamþykkt starfssvæðis SSA ásamt bókun starfshóps um endurskoðunina dagsett 20. mars 2019. Stjórn SSA hefur samþykkt að senda endurskoðaða samþykkt út til samþykktar eða ábendinga hjá sveitarfélögum á starfssvæði SSA.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar endurskoðaðri fjallskilasamþykkt til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd.
2.
Gönguleið upp með Bleiksá
Málsnúmer 1903110
Lagðar fram hugmyndir Kristins Þórs Jónassonar, frá 18. mars 2019, varðandi gönguleið upp með Bleiksá á Eskifirði. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 22. mars 2019, með samantekt á erindinu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að útfæra hugmyndir nánar með höfundi og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
Skýrsla um ástand Norðfjarðarár
Málsnúmer 1903090
Lögð fram skýrsla Hafrannsóknarstofnunar um stöðu Norðfjarðarár, dagsett í mars 2019. Bæjarráð vísar skýrslu til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra að kanna áhuga á sameiginlegum opnum fundi nefndarinnar, hafnarstjórnar og Veiðifélags Norðfjarðarár vegna stöðu Norðfjarðarár.
4.
Landsskipulagsstefna 2015-2026
Málsnúmer 1903130
Lagður fram til kynningar póstur Skipulagsstofnunar, dagsettur 20. mars 2019, þar sem athygli er vakin á því að lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu um loftslag, landslag og lýðheilsu er til kynningar.
5.
760 Breiðdalsá - Framkvæmdaleyfi, efnistaka og brúargerð
Málsnúmer 1903131
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Vegagerðarinnar, dagsett 20. mars 2019, þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi við Skriðdals- og Breiðdalsveg vegna brúargerðar ásamt efnistöku vegna hennar innan við Þorgrímsstaði í Breiðdal.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.
6.
735 Lambeyrarbraut 3 - umsókn um stöðuleyfi
Málsnúmer 1903133
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Leifs Más Leifssonar, dagsett 19. mars 2019 þar sem sótt er um stöðuleyfi fyrir gám við íbúðarhús hans að Lambeyrarbraut 3 á Eskifirði á meðan unnið verður að endurbótum á húsinu. Sótt er um stöðuleyfi til 1. desember 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi.
7.
740 Hafnarbraut 52 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1902212
Lögð fram umsókn Nípukolls ehf, dagsett 28. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Hafnarbraut 52 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
8.
750 Vantstankur - Umsókn um lóð
Málsnúmer 1903013
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 4. mars 2019, þar sem sótt er um lóð undir vatnstank ofan við byggðina á Fáskrúðsfirði þar sem bráðabirgðar tankur vatnsveitunnar er nú staðsettur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
9.
715 Fjörður 1 - Kæra til ÚUA
Málsnúmer 1801001
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru húseigenda Fjarðar 1 í Mjóafirði til nefndarinnar. Kærð var ákvörðun um að fjarlægja ætti óleyfisbyggingar og veg á jörðinni.
10.
Beiðni um framlengingu á stöðuleyfi starfsmannabúða að Haga 2018-2019
Málsnúmer 1811025
Lagt fram uppfært minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa vegna frágangs á Haga eftir að starfsmannaþorp hefur verið fjarlægt, dagsett 15. október 2018. Almennt gildir að öll ummerki um starfsmannaþorpið verði afmáð og land fært sem næst því sem það var áður en framkvæmdir við uppbyggingu þorpsins hófust.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að frágangur á Haga verði í samræmi við minnisblað.
11.
Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
Málsnúmer 1805211
Lögð fram til kynningar og umfjöllunar drög að menningarstefnu Fjarðabyggðar 2019-2024. Menningar- og nýsköpunarnefnd vísar drögunum til fastanefnda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við menningarstefnuna fyrir sitt leyti.
12.
Endurheimtur á votlendi
Málsnúmer 1709071
Lagður fram að nýju samstarfssamningur Landgræðslunnar og Fjarðabyggðar um endurheimt votlendis í landi Hólma og Kollaleiru. Hafnarstjórn hefur staðfest að endurheimt svæði í landi Hólma hafi ekki hamlandi áhrif á uppbyggingu hafnarinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, tillögur að endurheimt votlendissvæða á Hólmum og Kollaleiru. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.