Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
230. fundur
8. apríl 2019
kl.
16:00
-
18:20
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Úrbótaganga
Lagt fram erindi Austurbrúar, dagsett 26. febrúar 2019, þar sem óskað er eftir samstarfi við Fjarðabyggð og öll sveitarfélög á Austurlandi í tengslum við úrbótagöngu Austurlands. Markmið verkefnisins er að bæta ásýnd staða til skemmri og lengri tíma fyrir íbúa og gesti svæðisins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Fjarðabyggð taki þátt í verkefninu og felur umhverfis- og skipulagssviði ásamt framkvæmdasviði að vinna að því með Austurbrú.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Fjarðabyggð taki þátt í verkefninu og felur umhverfis- og skipulagssviði ásamt framkvæmdasviði að vinna að því með Austurbrú.
2.
730 Hjallanes 10-14 - Umsögn um starfsleyfi, jarðgerð
Lagður fram póstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dagsettur 3. Apríl 2019, þar sem óskað eftir umsögn sveitarfélagsins og byggingarfulltúra vegna starfsleyfis Íslenska Gámafélagsins til jarðgerðar lífræns úrgangs að Hjallanesi 10-14 á Reyðarfirði. Samkvæmt deiliskipulagi Nes 1 er gert ráð fyrir grófum iðnaði að Hjallanesi 10-14.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
3.
760 Breiðdalsá -framkvæmdaleyfi, efnistaka
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Dal-Bjargar ehf, dagsett 3. apríl 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka allt að 25.000 m3 af efni úr Breiðdalsá, innan Grænumýrarklappar á móts við Lambey. Sótt er um leyfi til efnistökunnar til fimm ára. Samþykki landeiganda, Veiðifélags Breiðdalsár og Fiskistofu liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna.
4.
Beiðni um framkvæmdarleyfi, efnistaka í Hrútá og bakkavarnir í Fagradalsá
Lögð fram framkvæmdaleyfisumsókn Vegagerðarinnar, dagsett 19. mars 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka allt að 700 m3 af efni úr Hrútá í Reyðarfirði sem nota á til að rofverja bakka við Fagradalsá. Samþykki landeiganda og Fiskistofu liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistöku og bakkavarnir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistöku og bakkavarnir.
5.
740 Framkvæmdaleyfi - Neskaupstaðarlína 2
Lagður fram póstur Eflu verkfræðistofu fh. Landsnets hf, dagsettur 22. mars 2019, þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til fyrirhugaðrar strenglegu Neskaupstaðarlínu 2 um land í eigu sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaða strenglegu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirhugaða strenglegu.
6.
Endurheimt á votlendi - Svarthamrar, Hof og Seldalur
Lögð fram tilkynning Votlendissjóðsins, dagsett 25. mars 2019, um fyrirhugaðar framkvæmdir á endurheimt votlendis í Norðfjarðarsveit á jörðunum Svarthamrar, hof og Seldal. Einnig eru lögð fram til kynningar á verkefninu verkáætlun á endurheimt votlendis á jörðunum þrem, tilkynning um framkvæmdina og kynning á Votlendissjóðunum og fagráði hans.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í áformin og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að benda umsækjanda á að framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í áformin og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að benda umsækjanda á að framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld.
7.
Beiðni um samstarf við uppbyggingu á útivistarsvæði
Lagt fram til kynningar bréf Skógræktarfélags Neskaupstaðar, dagsett 13. mars 2019, er varðar beiðni um samstarf við uppbyggingu á útivistarsvæði á Norðfirði. Vísað frá bæjarráði sem hefur tekið vel í erindið og falið bæjarstjóra vinnslu þess og að ræða við stjórn Skógræktarfélags Neskaupstaðar.
8.
Landbúnaðarnefnd - 22
Samþykkt
9.
Endurskoðuð fjallskilasamþykkt
Lögð fram að nýju endurskoðuð fjallskilasamþykkt starfssvæðis SSA ásamt bókun starfshóps um endurskoðunina dagsett 20. mars 2019. Stjórn SSA hefur samþykkt að senda endurskoðaða samþykkt út til samþykktar eða ábendinga hjá sveitarfélögum á starfssvæði SSA.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði á 229. fundi sínum endurskoðaðri fjallskilasamþykkt til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd. Umfjöllun landbúnaðarnefndar liggur nú fyrir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir ábendingar landbúnaðarnefndar og gerir þær að sínum. Þá telur nefndin að breyta þurfi orðalagi 20. gr. þannig að orðið "landeiganda" sé fellt út úr 2. mgr. Í stað orðalagsins "í jöfnum hlutföllum" komi, þannig að fjáreigandi greiði 2/3 og Fjallskilasjóður 1/3 hluta kostnaðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísaði á 229. fundi sínum endurskoðaðri fjallskilasamþykkt til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd. Umfjöllun landbúnaðarnefndar liggur nú fyrir. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir ábendingar landbúnaðarnefndar og gerir þær að sínum. Þá telur nefndin að breyta þurfi orðalagi 20. gr. þannig að orðið "landeiganda" sé fellt út úr 2. mgr. Í stað orðalagsins "í jöfnum hlutföllum" komi, þannig að fjáreigandi greiði 2/3 og Fjallskilasjóður 1/3 hluta kostnaðar.
10.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2019
Lagðar fram til kynningar fundargerðir Heilbrigðisnefndar Austurlands númer 145, 146, 147 og 148.
11.
750 Hamarsgata 11 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Einars Más Sigurðarsonar, dagsett 5. janúar 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólavegi 21 á Fáskrúðsfirði. Jafnframt er óskað eftir að húsið verði skráð við Hamarsgötu þar sem aðkoma að húsinu er þaðan. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Einar Már Sigurðarson stýrir fundi en tekur ekki þátt í umræðu um erindið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað og að húsið verið skráð við Hamarsgötu 11.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað og að húsið verið skráð við Hamarsgötu 11.
12.
735 Leirubakki4 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Eskju hf, dagsett 1. apríl 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar fyrirtækisins að Leirubakka 4 á Eskifirði í samræmi við breytt deiliskipulag Leiru 1. Lóðunum við Leirukrók 8, 10 og 12 hefur áður verið úthlutað til fyrirtækisins. Samkvæmt deiliskipulagi verður ný lóð 33.258 fm.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
13.
735 Leirukrókur 4 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 2. apríl 2019, þar sem sótt er um lóðina við Leirukrók 4 á Eskifirði undir móttökustöð á sorpi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
14.
735 Leirubakki 4 - Byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eskju hf, dagsett 1. Apríl 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að fergja hluta lóðar fyrirtækisins að Leirubakka 4 á Eskifirði. Eskja áformar að byggja síðar fyrsta áfanga frystigeymslu á lóðinni og mun þá fjarlægja farg og sækja um byggingarleyfi fyrir geymslunni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farg verði sett á lóðina. Skilyrt er að hæðir á lóðarmörkum nágrannalóða og vega verði mældar og skráðar áður en farg verður fært á lóðina og svo með reglulegum hætti á meðan farg er á lóðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að farg verði sett á lóðina. Skilyrt er að hæðir á lóðarmörkum nágrannalóða og vega verði mældar og skráðar áður en farg verður fært á lóðina og svo með reglulegum hætti á meðan farg er á lóðinni.
15.
766.mál til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl. (innflutningur búfjárafurða)
Lagður fram póstur frá nefndarsviði Alþingis, dagsettur 4. Apríl 2019, þar sem atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um dýrasjúkdóma o.fl.
(innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til landbúnaðarnefndar.
(innflutningur búfjárafurða), 766. mál.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til landbúnaðarnefndar.
16.
740 Norðfjarðarviti - byggingarleyfi, pallur
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Páls Björgvins Guðmundssonar, dagsett 5. apríl 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 202 fm steinsteyptan útsýnispall við Norðfjarðarvita. Að framkvæmdum loknum mun útsýnispallurinn verða afhentur sveitarfélaginu til eignar en umsækjandi óskar jafnframt eftir að hafa umsjón með umhirðu útsýnipallsins ásamt því að geta byggt þar upp þjónustu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar beiðni um að hafa umsjón og umhirðu með útsýnispallinum til hafnarstjórnar og bæjarráðs. Erindið verður tekið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar beiðni um að hafa umsjón og umhirðu með útsýnispallinum til hafnarstjórnar og bæjarráðs. Erindið verður tekið fyrir að nýju þegar umsagnir liggja fyrir.
17.
Tilkynning og gögn til Mannvirkjastofnunar vegna Rafveitu Reyðarfjarðar
Lögð fram tilkynning um ábyrgðarmann Rafveitu Reyðarfjarðar og staðfesting á því til Mannvirkjastofnunnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir ábyrgðarmanninn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir ábyrgðarmanninn.
18.
735 Leirubakki - Vegtenging yfir Bleiksá
Lögð fram umsókn Fjarðabyggðarhafna um bráðabirgðarleyfi vegna vegtengingar Leirubakka yfir Bleiksá að Eskifjarðarvegi, dagsett 5. Apríl 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir bráðabirgðartengingu vegna vegtengingar Leirubakka yfir Bleiksá að Eskifjarðarvegi vegna framkvæmda á Leirusvæðinu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir bráðabirgðartengingu vegna vegtengingar Leirubakka yfir Bleiksá að Eskifjarðarvegi vegna framkvæmda á Leirusvæðinu. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.