Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
231. fundur
23. apríl 2019
kl.
15:00
-
18:20
Safnahúsið í Neskaupstað
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Jón Björn Hákonarson
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Lagðar fram reglur um garðslátt fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Bæjarráð hefur samþykkt reglurnar með breytingum og vísar þeim til kynningar í félagsmálanefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
2.
Reglur um snjómokstur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega
Lagðar fram reglur um snjómokstur fyrir öryrkja og ellilífeyrisþega. Bæjarráð hefur samþykkt reglurnar með breytingum og vísar þeim til kynningar í félagsmálanefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
3.
784.mál til umsagnar frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi)
Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dagsett 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (stjórnvaldssektir og eftirlit með gististarfsemi), 784. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Vísað til umfjöllunar nefndarinnar frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
Vísað til umfjöllunar nefndarinnar frá bæjarráði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
4.
792 mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum (tilvísun í stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku)
Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dagsett 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum, 792. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
5.
791.mál til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku
Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dagsett 12. apríl 2019, um umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 26/148, um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku, 791. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
6.
782 mál til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á raforkulög8um og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði)
Lögð fram beiðni atvinnuveganefndar Alþingis, dagsett 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (EES-reglur, viðurlagaákvæði), 782. mál. Umsagnarfrestur er til 2. maí nk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
7.
778.mál til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. Umsagnarfrestur er til 9. maí nk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
8.
775.mál til umsagnar frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.)
Lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum, 775. mál. Umsagnarfrestur er til 26. apríl nk.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur ekki ástæðu til að nýta umsagnarréttinn.
9.
735 Strandgata 65 - Byggingarleyfi, endurbygging
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Argos ehf fyrir hönd áhugahóps um endurgerð gamla barnaskólans á Eskifirði , dagsett 17. apríl 2019, þar sem sótt er um leyfi til að endurbyggja gamla barnaskólahúsið að Strandgötu 65, skipta um glugga, hurðir og klæðningar, innrétta skv. uppdráttum og lýsingu til notkunar fyrir námskeið og endurmenntun og námskeiðahald. Aðalhönnuður er Argos ehf. Jákvæð umsögn Minjastofnunar Íslands liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
10.
740 Hafnarbraut 52 - byggingarleyfi
Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu byggingarleyfisumsókn Nipukolls ehf, dagsett 26. febrúar 2019, þar óskað er eftir samþykki á byggingaráformum vegna endurbóta og breytinga á húsnæði fyrirtækisins að Hafnarbraut 52 á Norðfirði. Engar athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
11.
740 Norðfjarðarviti - byggingarleyfi, pallur
Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn Páls Björgvins Guðmundssonar, dagsett 5. apríl 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að byggja 202 fm steinsteyptan útsýnispall við Norðfjarðarvita. Að framkvæmdum loknum mun útsýnispallurinn verða afhentur sveitarfélaginu til eignar en umsækjandi óskar jafnframt eftir að hafa umsjón með umhirðu útsýnipallsins ásamt því að geta byggt þar upp þjónustu. Umsögn hafnarstjórnar vegna beiðnar umsækjanda um að hafa umsjón og umhirðu með útsýnispallinum liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Hvað varðar beiðni um umsjón með umhirðu útsýnispallsins og þjónustu í tengslum við starfsemi á pallinum, getur nefndin ekki tekið afstöðu til þess þar sem útsýnispallurinn er ekki í eigu sveitarfélagsins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Hvað varðar beiðni um umsjón með umhirðu útsýnispallsins og þjónustu í tengslum við starfsemi á pallinum, getur nefndin ekki tekið afstöðu til þess þar sem útsýnispallurinn er ekki í eigu sveitarfélagsins.
12.
760 Gilsá - byggingarleyfi - gróðurhús
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns Inga Young, dagsett 14. apríl 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 45 fm gróðurhús á jörð hans að Gilsá í Breiðdal.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
13.
750 Hafnargata 29 - Byggingarleyfi, breyting
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Njálls SU-8 ehf, dagsett 10. apríl 2019, þar sem sótt er um leyfi til að setja milligólf í eitt sperrubil, bæta við þremur gluggum og bæta við fjórum hvíldarherbergjum í húsnæði fyrirtækisins að Hafnargötu 29 á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin að fenginni jákvæðri umsögn eldvarnareftirlits.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin að fenginni jákvæðri umsögn eldvarnareftirlits.
14.
735 Hlíðarendavegur 7 - byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Árna Þórhalls Helgasonar, dagsett 10. apríl 2019, þar sem sótt er um leyfi til að skipta um klæðningu á suðurhlið efri hæðar íbúðarhúss hans að Hlíðarendavegi 1 á Eskifirði ásamt einangrun veggja og setja þrjá nýja glugga í staðinn fyrir þá tvo sem fyrir eru í dag.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
15.
750 Hlíðabrekka 7 - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Héðins I. Gunnarssonar Michelsen, dagsett 10. apríl 2019, þar sem sótt er um lóðina við Hlíðarbrekku 7 á Fáskrúðsfirði undir 52 fm íbúðarhúsnæði á einni hæð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt úthlutun lóðarinnar þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum á lóðinni við Hlíðarbrekku 7. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðrar lausar lóðir á Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt úthlutun lóðarinnar þar sem deiliskipulag gerir ráð fyrir íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum á lóðinni við Hlíðarbrekku 7. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um aðrar lausar lóðir á Fáskrúðsfirði.
16.
735 Mjóeyri - umsókn um framkvæmdaleyfi - tenging við göngustíg
Lögð fram beiðni framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar, dagsett 16. Apríl 2019, um leyfi til að gera tengingu af vegi við Mjóeyri í Eskifirði upp að göngu- og hjólastíg sem unnið er að utan við byggðina á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tenginguna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tenginguna.
17.
740 Svarthamrar, Hof og Seldalur - Framkvæmdaleyfi, endurheimt á votlendi
Lögð fram framkvæmdarleyfisumsókn Votlendissjóðsins, dagsett 12. apríl 2019, vegna endurheimtar votlendis á jörðunum Svarthömrum, Hofi og Seldal í Norðfjarðarsveit ásamt verkáætlun og teikningum vegna endurheimtar votlendis á jörðunum þrem.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út vegna endurheimtar votlendis á jörðunum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út vegna endurheimtar votlendis á jörðunum.
18.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Lögð fram til kynningar drög að greinagerð vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027, dagsett 12 apríl 2019, þar sem farið er yfir stöðu og þróun aðalskipulagsins frá gildistöku ásamt þeim punktum sem fram koma í minnisblaði skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15. mars 2019.
19.
735 Kirkjutunga - vendarsvæði í byggð
Lögð fram tillaga Guðrúnar Ásdísar Einarsdóttur um að Kirkjutunga á Eskifirði verði gerð að verndarsvæði í byggð ásmt vangaveltum um að Bakkastígur verði gerður að vistgötu, dagsett 26. mars 2019. Kirkjutunga er elsti bæjarhlutinn á Eskifirði milli Grjótár og Lambeyrarár. Aðalskipulag gerir ráð fyrir að Kirkjutungan sé hverfisvernduð. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um stöðu skipulagsmála og verndarákvæða Kirkjutungu milli Grjótár og Lambeyrarár, dagsett 20. apríl 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara erindið og mun skoða hugmynd um verndarsvæði í byggð og vistgötu nánar samhliða endurskoðun aðalskipulags og við gerð deiliskipulags miðbæjar Eskifjarðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar bréfritara erindið og mun skoða hugmynd um verndarsvæði í byggð og vistgötu nánar samhliða endurskoðun aðalskipulags og við gerð deiliskipulags miðbæjar Eskifjarðar.
20.
Umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar
Lögð fram að nýju umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar vegna smávægilegra breytinga. Breyting fellst í að bannað er að leggja að norðanverðu frá og með Ásgarði 4 að og með Tröllavegi 3.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar á samþykktinni fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingar á samþykktinni fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
21.
730 Hjallanes 10-14 - Umsögn um starfsleyfi, jarðgerð
Lagður fram póstur Heilbrigðiseftirlits Austurlands, dagsettur 3. apríl 2019, þar sem óskað eftir umsögn sveitarfélagsins og byggingarfulltúra vegna starfsleyfis Íslenska Gámafélagsins til jarðgerðar lífræns úrgangs að Hjallanesi 10-14 á Reyðarfirði. Samkvæmt deiliskipulagi Nes 1 er gert ráð fyrir grófum iðnaði að Hjallanesi 10-14.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og bæjarstjóra að gefa umsögn vegna starfsleyfis Íslenska Gámafélagsins og horfa til þeirra varnagla sem slegnir voru í fyrri umsögn árið 2017 sem og reynslu sem fengist hefur frá þeim tíma.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og bæjarstjóra að gefa umsögn vegna starfsleyfis Íslenska Gámafélagsins og horfa til þeirra varnagla sem slegnir voru í fyrri umsögn árið 2017 sem og reynslu sem fengist hefur frá þeim tíma.
22.
Fjarvarmaveita Reyðarfjarðar - Varmaendurvinnslukerfi Fjarðaál
Lagt fram til kynningar minnisblað Eflu verkfræðistofu, dagsett 4. febrúar 2019, vegna fjarvarmaveitu Reyðarfjarðar - Varmaendurvinnslukerfi Fjarðaáls sem unnið var fyrir Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar umfjöllun um málið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar umfjöllun um málið.
23.
Ljósleiðaravæðing 2019 - umsóknir
Lagt fram til kynningar sem trúnaðarmál minnisblað um ljósleiðaraverkefni Fjarðabyggðar á árinu 2019, dagsett 10. apríl 2019. Bæjarráð hefur samþykkt að boðin verði út lagning ljósleiðara þar sem tengdir verði 32 tengistaðir í Norðfjarðarsveit og í botni Eskifjarðar ásamt reksturs ljósleiðarakerfisins. Jafnframt að hafinn verði undirbúningur að útboði sölu og reksturs ljósleiðarakerfis í Breiðdal. Málinu vísað til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til kynningar frá bæjarráði.
24.
Skýrsla um ástand Norðfjarðarár
Sameiginlegur fundur eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar og hafnarstjórnar með Veiðfélagi Norðfjarðarár og Guðna Guðbergssyni hjá Hafrannsóknarstofnun vegna stöðu Norðfjarðarár.
Áfangaskýrsla Hafrannsóknarstofnunar vegna vöktunar á laxfiskastofnum í Norðfjarðará í kjölfar efnistöku í ánni, sem unnin var fyrir Vegagerðina, kynnt ásamt öðrum mögulegum áhrifavöldum á afkomu fisks og lífríki árinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun taka málið fyrir að nýju að loknum íbúafundi vegna ástands Norðfjarðarár.
Áfangaskýrsla Hafrannsóknarstofnunar vegna vöktunar á laxfiskastofnum í Norðfjarðará í kjölfar efnistöku í ánni, sem unnin var fyrir Vegagerðina, kynnt ásamt öðrum mögulegum áhrifavöldum á afkomu fisks og lífríki árinnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd mun taka málið fyrir að nýju að loknum íbúafundi vegna ástands Norðfjarðarár.