Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

232. fundur
6. maí 2019 kl. 16:00 - 18:35
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Málsnúmer 1904131
Lagðar fram og kynntar reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020-2023. Fjármálastjóri gerir grein fyrir verklagi við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfis felur sviðstjórum framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs að vinna að fjárhagsáætlunagerð í samræma við reglur og leggja fyrir nefndina.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Málsnúmer 1904130
Lagðar fram og kynntar reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020-2023. Fjármálastjóri gerir grein fyrir verklagi við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar í A hluta fyrir árið 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfis felur sviðstjórum framkvæmdasviðs og umhverfis- og skipulagssviðs að vinna að fjárhagsáætlunagerð í samræma við reglur og leggja fyrir nefndina.
3.
Fjarvarmaveita Reyðarfjarðar - Varmaendurvinnslukerfi Fjarðaál
Málsnúmer 1902054
Lagt fram til kynningar vinnuskjal Eflu verkfræðistofu, dagsett 4. febrúar 2019, vegna fjarvarmaveitu Reyðarfjarðar - Varmaendurvinnslukerfi Fjarðaáls sem unnið var fyrir Fjarðabyggð.
Bæjarstjóri fór yfir og kynnti vinnuskjal Eflu.
4.
Vorbæklingur 2019
Málsnúmer 1903098
Lagður fram til kynningar Vorbæklingur Fjarðabyggðar 2019 sem gefinn verður út 8. maí næstkomandi. Dagana 10. til 20. maí fer fram hin árlega vorhreinsun í Fjarðabyggð.

5.
Búfjárhald og búfjársamþykkt
Málsnúmer 1811014
Lögð fram drög að búfjársamþykkt ásamt veittum umsögnum. Drögin voru send út til kynningar 4. apríl 2019 og umsagnarfrestur veittur til 15. apríl 2019. Þrjár athugasemdir bárust, tvær á vegum hesteigandafélaga og ein frá einstaklingi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
6.
778.mál til umsagnar frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Málsnúmer 1904093
Lögð fram beiðni umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dagsett 12. apríl 2019, um umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. Umsagnarfrestur er til 9. maí næstkomandi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur drögin að lögum um Þjóðgarðastofnun og Þjóðgarða áhugaverð að því leyti að áherslum á aðkomu hagsmunaaðila að ákvörðunartöku á friðlýstum svæðum en bendir jafnframt á að skýra þarf vel tilgang og stjórnsýslulega rétt hverra nefnda, ráða og stjórna. Eins og lögin eru sett upp er stjórnsýslan flókin og því mikilvægt að við gerð reglugerða séu stefnur og markmið skýr.
Í 3. tl. 4 gr. er fjallað um þolmörk svæða og telur nefndin að í lögunum skuli geta sérstaklega „þolmörk samfélaga“ vegna ágangs ferðamanna á svæði.
7.
Refa- og minkaveiði 2019
Málsnúmer 1902080
Kynnt staða á fyrirkomulagi og stöðu refa- og minkaveiða í Fjarðabyggð. Breytingar á fyrirkomulagi vegna veiða voru kynntar veiðimönnum 17. apríl 2019. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um refaveiðar og greiðslur til veiðimanna, dagsett 3. maí 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að gjaldskrá vegna refaveiða verði breytt í samræmi við minnisblað en verð fyrir hvolpa á grenjavinnslutíma verði óbreytt frá gildandi gjaldskrá. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
8.
Kirkjustígur 7 - uppkaup vegna ofanlóðavarna
Málsnúmer 1805255
Lagt fram til kynningar afsal vegna kaupa Fjarðabyggðar á Kirkjustíg 7 á Eskifirði vegna fyrirhugaðra ofanflóðavarna við Lambeyrará.
Eigna-skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að eignin að Kirkjustíg 7 á Eskifirði verði auglýst til sölu þar sem skilyrði er að finna því nýjan stað. Endanlegri afgreiðslu er vísað til afgreiðslu bæjarráðs.
9.
Bygging vatnsgeymis á Fáskrúðsfirði
Málsnúmer 1904120
Lögð fram frumkostnaðaráætlun fyrir byggingu vatnsgeymis ofan byggðarinnar á Fáskrúðsfirði. Framkvæmdasvið leggur til að byggður verði vatnsgeymir á Fáskrúðsfirði og framkvæmdum við Skólaveg verði frestað. Bæjarráð hefur samþykkt byggingu vatnstanks og að gerðar verði breytingar á framkvæmda- og fjárfestingaráætlun sveitarfélagsins þar sem bygging vatnstanks á Fáskrúðsfirði verði sett í forgang í framkvæmdum sumarsins. Þegar kostnaður liggur fyrir verði metið með frekari framkvæmdir við Skólaveg á árinu 2019. Vísað til fjármálastjóra gerð viðauka vegna breytinganna umfram það fjármagn sem er áætlað er til framkvæmda á árinu 2019. Framkvæmdasviði falið að hefja undirbúning framkvæmdarinnar og útboðsferli. Framkvæmdasvið skoði jafnframt hvort hagkvæmt sé að bjóða samhliða út aðrar framkvæmdir við vatnsveitumannvirki. Vísað jafnframt til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið í samræma við bókun og leggja fyrir nefndina að nýju.
10.
Vegkantur við Hildibrand Hótel
Málsnúmer 1904103
Lagður fram póstur Guðröðar Hákonarsonar, dagsettur 12. apríl 2019, þar sem spurt er um framgang á gerð veggjar ofan við Hildibrand Hótel á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að afla frekari gagna frá bréfritara.
11.
Ósk um að byggja aðstöðuhús fyrir félagastarfsemi við Melbæ
Málsnúmer 1905009
Lagt fram bréf Félags eldri borgara á Eskifirði, dagsett 30. apríl 2019, þar sem óskað er eftir stuðningi Fjarðabyggðar við að byggja upp aðstöðu fyrir félagastarfsemi félagsins við Melbæ á Eskifirði. Um er að ræða 14,99 fm hús sem ætlað er undir handavinnu af ýmsu taki við smíðar úr timbri. Óskað er eftir stuðningi við kaup á húsinu en félagsmenn munu sjálfir sjá um uppsetningu og standsetningu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti áform um að reisa aðstöðu fyrir félagastarfsemi við Melbæ og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vera í sambandi við félagið. Beiðni vegna styrks er vísað til bæjarráðs.
12.
Hlaupa- og hjólabrettagarður á Reyðarfirði
Málsnúmer 1904166
Lagt fram erindi Bergs Kára Ásgrímssonar og Steinars Óskarssonar, dagsett 29. apríl 2019, er varðar aðstöðu fyrir hlaupahjólagarði við Grunnskólann á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umfjöllunar ungmennaráðs og íþrótta- og tómstundanefndar.
13.
Skilti við ærslabelg á Eskifirði
Málsnúmer 1905019
Lagður fram póstur Kristins Þórs Jónassonar, dagsettur 30. apríl 2019, vegna upplýsingarskiltis sem sett var upp við ærslabelginn á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við að skilti með notkunarleiðbeiningum fyrir ærslabelgi verði sett upp við þá ærslabelgi sem settir hafa verið upp í Fjarðabyggð. Nefndin getur þó ekki samþykkt að notkunarleiðbeiningar mismuni notendum á einhvern hátt enda allir á eigin ábyrgð á ærslabelgjunum.
14.
735 - Deiliskipulag miðbæjar Eskifjarðar
Málsnúmer 1502041
Lagt fram til kynningar bréf Guðrúnar Ásdísar Einarsdóttur eiganda Bakkastígs 15 á Eskifirði, dagsett 23. apríl 2019, í kjölfar tillögu að lóðarblaði vegna lóðar hússins sem unnin var á umhverfis- og skipulagssviði. Tillögur að lóðarblöðum voru sendar á alla 66 eigendur eignarlóða á skipulagssvæði deiliskipulags miðbæjar Eskifjarðar og leitað eftir þeirra afstöðu til tillagna að lóðarmörkum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samráði við eiganda Bakkastígs 15.
15.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Málsnúmer 1810136
Lögð fram að nýju greinagerð vegna endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027, dagsett 12 apríl 2019, þar sem farið er yfir stöðu og þróun aðalskipulagsins frá gildistöku ásamt þeim punktum sem fram koma í minnisblaði skipulags- og byggingarfulltrúa frá 15. mars 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að hafin verði vinna við að endurskoða Aðalskipulag Fjarðabyggðar 2007-2027. Endanlegri ákvörðun vegna endurskoðunar aðalskipulagsins er vísað til bæjarstjórnar.
16.
730 Ásgerði 4 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1903134
Lögð fram umsókn Guðlaugs Þrastar Bjarnasonar, dagsett 19. mars 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Ásgerði 4 á Reyðarfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður í samræmi við lóðarblað.
17.
740 Strandgata 2 - byggingarleyfi - varmadæla
Málsnúmer 1904051
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eiríks Simonsen, dagsett 8, apríl 2019, þar sem sótt er um leyfi til setja upp varmadælu á norðurhlið húss hans að Strandgötu 2 á Norðfirði. Samþykki nágranna liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
18.
Skýrsla um ástand Norðfjarðarár
Málsnúmer 1903090
Erindið tekið fyrir að nýju í framhaldi að íbúafundi vegna ástands Norðfjarðarár sem haldinn var 23. apríl síðastliðinn.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samræmi við samþykkt hafnarstjórnar.
19.
Aðalfundur Fiskiræktar og veiðifélags Norðfjarðarár 8.maí 2019
Málsnúmer 1904171
Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Fiskiræktar- og veiðifélags Norðfjarðarár sem haldinn verður 8. maí næstkomandi á Hótel Hildibrand kl. 20.30. Bæjarstjóri mun sækja fundinn. Vísað til kynningar frá bæjarráði.
20.
Æðarvarp í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1905016
Lagt fram til kynningar erindi Baldvins Baldvinssonar er varðar æðarvarp í Reyðarfirði, dagsett 2. maí 2019. Bæjarráð hefur vísað erindinu til eigna- skipulags- og umhverfisnefndar til afgreiðslu og falið sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að svara bréfritara.
21.
Ársreikningur - Náttúrustofa Austurlands 2018
Málsnúmer 1904172
Lagður fram til kynningar ársreikningur Náttúrustofu Austurlands 2018
22.
Landbúnaðarnefnd - 23
Málsnúmer 1904022F
Samþykkt