Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

234. fundur
20. maí 2019 kl. 16:00 - 17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Fóstrun svæðis - Stekkjabrekka 18 Rey.
Málsnúmer 1905098
Lögð fram beiðni Kristjáns Vals Sigurðssonar, dagsett 17. maí 2019, um heimild til að taka svæði í fóstur sunnan lóðar hans að Stekkjabrekku 18 á Reyðarfirði og gróðursetja þar nokkur barrtré.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir beiðnina.
2.
Búfjárhald og búfjársamþykkt
Málsnúmer 1811014
Lögð fram drög að búfjársamþykkt ásamt veittum umsögnum. Drögin voru send út til kynningar 4. apríl 2019 og umsagnarfrestur veittur til 15. apríl 2019. Þrjár umsagnir bárust, tvær á vegum hesteigandafélaga og ein frá einstaklingi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir athugasemdir sem borist hafa og gerði breytingar. Umhverfisstjóra er falið að vinna endanlega útfærslu búfjársamþykktar og leggja fyrir nefndina að nýju.
3.
750 Stekkholt 12 - umsókn um lóð
Málsnúmer 1905062
Lögð fram að nýju lóðarumsókn Paulius Naucius, dagsett 9. maí 2019, þar sem sótt er um lóðina við Stekkholt 12 á Fáskrúðsfirði undir íbúðarhúsnæði. Grenndarkynningu er lokið með samþykki nágranna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
4.
Æðavarp í landi Kollaleiru
Málsnúmer 1905042
Lagt fram bréf Sigurðar Baldurssonar, dagsett 6. maí 2019, er varðar endurnýjun á leyfi til að nýta æðarvarp í landi Kollaleiru. Vísað til nefndarinnar frá bæjarráði til umsagnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að leyfi það sem veitt var 2007 af bæjarstjórn, þar sem heimilað var að nýta hlunnindi við Sléttuárósa standi(þ.e. sunnan sauðfjárveikivarnargirðingar) en getur ekki mælt með stækkun svæðisins eða friðlýsingu æðarvarps á landsvæði sveitarfélagsins með tilheyrandi takmörkunum á aðgengi og starfsemi á hafnarsvæðinu.
5.
Aðalfundur Fiskiræktar og veiðifélags Norðfjarðarár 8.maí 2019
Málsnúmer 1904171
Lögð fram til kynningar áskorun frá Veiðifélagi Norðfjarðarár um verndun lífríkis árinnar, dagsett 13. maí 2019, sem samþykkt var á aðalfundi félagsins 8. maí 2019. Skorað er á bæjarstjórn að taka fullt tillit til verndunar lífríkis árinnar í þeirri vinnu sem nú fer fram við endurskoðun aðalskipulags og að efnistöku í Norðfjarðará verði hætt og að hún verði óheimil í ánni og allt að 100 m frá bökkum hennar.

6.
Eftirlitsmyndavélar
Málsnúmer 1809076
Bæjarstjóri átti fund með fulltrúum Lögreglustjórans á Austurlandi á dögunum og leggur í framhaldi af fundinum fram endurnýjaða útreikninga vegna uppsetninga öryggismyndavéla í sveitarfélaginu. Bæjarráð hefur samþykkt að hefja verkefnið með uppsetningu á öryggismyndavél við gatnamót Suðurfjarðarvegar og Norðfjarðarvegar í Reyðarfirði.
Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.