Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
236. fundur
18. júní 2019
kl.
16:00
-
18:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Undirskriftarlisti vegna frestunar á stækkun húsnæðis skólans
Lagt er fram til kynningar bréf Foreldrafélags Leikskólans Dalborgar á Eskifirði frá 11.mars síðastliðnum, auk undirskriftarlista íbúa þar sem mótmælt er frestun á stækkun leikskólans. Vísað til kynningar frá bæjarráði sem jafnframt hefur vísað erindinu til fjárhagsáætlunargerðar ársins 2020.
2.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar fyrir B hluta stofnanir
Lagðar fram tillögur að viðhaldsverkum og framkvæmdir í B hluta stofnunum 2020. Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020.
3.
Starfs- og fjárhagsáætlun ESU nefndar í A hluta 2020
Lagðar fram tillögur að viðhaldsverkefnum og fjárfestingum í A hluta stofnunum 2020. Vísað til vinnu við fjárhagsáætlunargerð 2020.
4.
Ofanflóðavarnir Urðarbotn og Sniðgil - Neskaupstað
Bæjarráð hefur tekið undir álit Framkvæmdasýslunnar um að tilboði Héraðsverks ehf. verði tekið í verkið "Snjóflóðavarnir í Neskaupstað, Urðarbotn og Sniðgil varnargarðar og keilur". Bæjarstjóra falin undirritun verksamnings fyrir hönd Fjarðabyggðar. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
5.
Bygging vatnsgeymis á Fáskrúðsfirði
Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði MVA í byggingu vatnsgeymis á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð fól fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs jafnframt að leggja fram til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, endurskoðaða framkvæmdaáætlun sem tekur tillit til breytinga vegna byggingu vatnsgeymisins og gera viðauka við fjárhagsáætlun. Endurskoðun fjárhagsáætlunar gerir ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við Skólaveg.
Bæjarráð fól fjármálastjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs jafnframt að leggja fram til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd, endurskoðaða framkvæmdaáætlun sem tekur tillit til breytinga vegna byggingu vatnsgeymisins og gera viðauka við fjárhagsáætlun. Endurskoðun fjárhagsáætlunar gerir ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við Skólaveg.
6.
Ljósleiðaralagning Eskifirði og Neskaupstað 2019 - útboð
Bæjarráð hefur samþykkt að taka tilboði í lagningu ljósleiðara um botn Eskifjarðar og Norðfjarðarsveitar. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs falið að yfirfara kostnað ljósleiðaralagningar á árinu 2019 í samráði við fjármálastjóra og leggja fyrir bæjarráð og jafnframt til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.
7.
Göngustígar í Fjarðabyggð
Farið yfir stöðu mála vegna göngu- og hjólreiðastígagerðar í sveitarfélaginu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áætlun um viðhald, endurgerð- og nýja stíga og leggja fyrir nefndina.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna áætlun um viðhald, endurgerð- og nýja stíga og leggja fyrir nefndina.
8.
Eignir Eskju við Strandgötu
Lagður fram kaupsamningur við Eskju hf. Bæjarráð hefur samþykkt kaupsamning um kaup og niðurrif á fasteignunum Strandgata 38, 38A, 40 og 42 á Eskifirði og fól bæjarstjóra að undirrita þar til bær gögn vegna kaupanna. Jafnframt fól bæjarráð eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd að hefja endurskoðun á aðalskipulagi og deiliskipulagi miðbæjar á Eskifirði m.t.t. þessara breytinga.
9.
Reglur um skilti í Fjarðabyggð
Lögð fram að nýju drög að reglum fyrir skilti í Fjarðabyggð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
10.
Álfabrekka 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Hjálmars Sigurjónssonar, dagsett 4. júní 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 60 fm bílskúr við íbúðarhús hans að Álfabrekku 8 á Fáskrúðsfirði. Samþykki nágranna vegna byggingaráformanna liggja fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
11.
Framleiðsluaukning Laxa fiskeldis um 4.000 tonn - Reyðarfirði og Eskifirði - beiðni um umsögn
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 5. júní 2019, þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun vegna framleiðsluaukningar um 4.000 tonn af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði skv. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Umsögn óskarst send Skipulagsstofnun fyrir 25. júní 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra og umhverfis- og skipulagssviði að vinna umsögn vegna matsáætlunarinnar og leggja fyrir nefndina að nýju. Þá skal matsáætlunin og umsögnin lögð fram til umfjöllunar í hafnarstjórn. Umhverfis- og skipulagssviði er jafnframt falið að óska eftir lengingu á umsagnartíma.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur bæjarstjóra, atvinnu- og þróunarstjóra og umhverfis- og skipulagssviði að vinna umsögn vegna matsáætlunarinnar og leggja fyrir nefndina að nýju. Þá skal matsáætlunin og umsögnin lögð fram til umfjöllunar í hafnarstjórn. Umhverfis- og skipulagssviði er jafnframt falið að óska eftir lengingu á umsagnartíma.
12.
Skipulag og framtíð skógræktar í Reyðarfirði
Lagt fram bréf Skógræktarfélags Reyðarfjarðar um uppbyggingu á skógræktarsvæði í Reyðarfirði, dagsett 14. júní 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á hugmyndir félagsins og samþykkir að félagið geri stíga og slóða í samræmi við beiðninina. Við endurskoðun aðalskipulags sem nú er hafin, verður leitað umsagnar félagsins meðal annars vegna Hagasvæðisins. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið að vera í sambandi við félagið um húsnæði og uppbyggingu Teigagerðis. Styrkumsókn er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á hugmyndir félagsins og samþykkir að félagið geri stíga og slóða í samræmi við beiðninina. Við endurskoðun aðalskipulags sem nú er hafin, verður leitað umsagnar félagsins meðal annars vegna Hagasvæðisins. Nefndin felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið að vera í sambandi við félagið um húsnæði og uppbyggingu Teigagerðis. Styrkumsókn er vísað til bæjarráðs.
13.
730 Kollaleira og Hólmar - Framkvæmdaleyfi, endurheimt votlendis
Lögð fram framkvæmdarleyfisumsókn Landgræðslunnar, dagsett 18. júní 2019, vegna endurheimtar votlendis á jörðunum Kollaleiru og Hólmum í Reyðarfirði ásamt verkáætlun og teikningum vegna endurheimtar votlendis á jörðunum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út vegna endurheimtar votlendis á jörðunum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framkvæmdaleyfi verði gefið út vegna endurheimtar votlendis á jörðunum.
14.
740 Naustahvammur 49 - Framkvæmdaleyfi
Lagður fram póstur Björns Sveinssonar hjá Verkís hf, dagsettur 11. júní 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að koma fyrir sjótökumannvirki vegna vatnsúðakerfis hússins við Naustahvamm 49 á Norðfirði. Sjótökumannvirkið er að hluta til utan lóðar við enda stálþils við suðurstafn hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu dælubrunns innan lóðar. Jafnframt samþykkir nefndin, fyrir sitt leyti, að lagnir og inntaksbrunnur verði staðsettur utan lóðarinnar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til hafnarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir uppsetningu dælubrunns innan lóðar. Jafnframt samþykkir nefndin, fyrir sitt leyti, að lagnir og inntaksbrunnur verði staðsettur utan lóðarinnar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til hafnarstjórnar.
15.
730 Hólmar, beiðni um friðlýsingu æðarvarps
Lögð fram til kynningar beiðni sýslumannsins á Austurlandi um staðfestingu byggingarfulltrúa um að aðstöðu vegna beiðnar um friðlýsingu æðarvarps í landi Hólma sé rétt lýst sbr. reglugerð nr. 252/1969 um friðun tiltekinna villtra fuglategunda, friðlýsingu æðarvarps, fuglamerkingar, hamskurð o.fl.
16.
Leigulönd í Fjarðabyggð 2019 -
Lagðar fram til kynningar innsendar umsóknir um leigulönd og drög að úthlutun. Jafnframt kynnt niðurstaða gróðurúttektar á ástandi beitarsvæða í landi Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vera í sambandi við umsækjendur og úthluta landi til umsækjenda.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að vera í sambandi við umsækjendur og úthluta landi til umsækjenda.