Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
237. fundur
1. júlí 2019
kl.
17:00
-
18:45
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson
áheyrnarfulltrúi
Jón Björn Hákonarson
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Hreinsun strandlengju Fjarðabyggðar - umsókn um styrk til Alcoa foundation
Lögð fram til kynningar samantekt umhverfisstjóra vegna verkefnisins „hreinsun strandlengjunnar“, dagsett 26. júní 2019. Styrktarsjóður Fjarðaráls, Alcoa Foundation, styrkti Fjarðabyggð vegna verkefnisins sem gekk út á hreinsunarvinnu á strandsvæðum í fjörðum, víkum og eyjum Fjarðabyggðar. Styrkurinn rann allur til hinna ýmsu félagsamtaka vegna kostnaðar við verkefnið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Alcoa Foundation ásamt, Göngufélagi Suðurfjarða, Björgunarsveitinni Eini,- Geisla,- Ársól,- Brimrún,- og Gerpi ásamt Veraldarvinum fyrir framtakið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd þakkar Alcoa Foundation ásamt, Göngufélagi Suðurfjarða, Björgunarsveitinni Eini,- Geisla,- Ársól,- Brimrún,- og Gerpi ásamt Veraldarvinum fyrir framtakið.
2.
Göngustígar í Fjarðabyggð
Farið yfir stöðu mála vegna göngu- og hjólreiðastígagerðar í sveitarfélaginu. Lagt fram minnisblað vegna gangstétta og göngu- og hjólreiðastígagerðar árið 2019.
3.
Skólavegur framkvæmdir 2019
Lagt fram minnisblað framkvæmdasviðs þar sem kynnt er staða framkvæmda við Skólaveg á Fáskrúðsfirði, dagsett 29. júní 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar um að stefnt verði að því að endurbætur við Skólaveg verði kláraðar á árinu að undanskilinni malbikun sem verði kláruð vorið 2020 og þá verður framkvæmdum lokið við Skólaveg. Nefndin samþykkir jafnframt að efni sem fellur til verði nýtt til að laga fláa neðan Skólavegar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu framkvæmdasviðs Fjarðabyggðar um að stefnt verði að því að endurbætur við Skólaveg verði kláraðar á árinu að undanskilinni malbikun sem verði kláruð vorið 2020 og þá verður framkvæmdum lokið við Skólaveg. Nefndin samþykkir jafnframt að efni sem fellur til verði nýtt til að laga fláa neðan Skólavegar.
4.
Heiti á torgi við Stekkjargötu og Hólsgötu í Neskaupstað
Lagt fram bréf Kvennfélagsins Nönnu, dagsett 19. júní 2019, þar sem félagið leggur til að torg á horni Stekkjargötu og Hólsgötu verði nefnt Önnutorg til heiðurs Önnu S. Jónsdóttur sem sat fyrst kvenna í bæjarstjórn Neskaupstaðar 1950 til 1954. Bæjarráð hefur tekið vel í erindið og vísaði því til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til umfjöllunar og til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að torgið verið kallað Önnutorg. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti að torgið verið kallað Önnutorg. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.
5.
735 Dalbraut 4 - Byggingarleyfi, viðbygging
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Rarik ohf, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 fm viðbyggingu við tengivirkishús fyrirtækisins að Dalbraut 4 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til frekari gögn hafa borist.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til frekari gögn hafa borist.
6.
Dalbraut 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Landsnets hf, dagsett 28. júní 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 250 fm, 132 kv tengivirki að Dalbraut 4 á Eskifirði. Byggingin verður tvískipt, annars vegar rofasalur og stjórnrými og hins vegar tvö spennarými.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til frekari gögn hafa borist.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu þar til frekari gögn hafa borist.
7.
760 Þorgrímsstaðir - Umsókn um byggingarleyfi, breyting innanhúss
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jóns B. Stefánssonar, dagsett 21. júní 2019, þar sem sótt er um leyfi til að gera þrjú gistiherbergi í hluta gamals fjárhúss á Þorvaldsstöðum í Breiðdal.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
8.
730 Strandgata 1 - byggingarleyfi, breyting utanhúss
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Guðna Þórs Elíssonar fh. Álskemmunnar ehf, dagsett 9. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að bæta við hurð og gluggum á húsnæði fyrirtækisins að Strandgötu 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
9.
Þverhamar 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Jórunnar Dagbjartar Jónsdóttur, dagsett 1. júlí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að breyta neðri hæð húss hennar að Þverhamri 3 í Breiðdal í 4 svefnherbergi, þrjú baðherbergi og eitt rými með eldhúsi og stofu.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
10.
750 Víkurgerði - Framkvæmdaleyfi, skógrækt
Lagt fram að nýju bréf Jónínu Guðrúnar Óskarsdóttur, dagsett 22. maí 2019, þar sem tilkynnt er um skógræktarsamning á jörðinni Víkurgerði í Fáskrúðsfirði, jafnframt er óskað svara á því hvort framkvæmdaleyfis í samræmi við reglugerð 772/2012 um framkvæmdaleyfi sé krafist. Þá er óskað svara á því hvort heimilt sé að hefja framkvæmdir við 48 ha skógrækt á jörðinni.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé ekki framkvæmdaleyfisskyld og gerir ekki athugasemdir við að 48 ha skógrækt hefjist í landi Víkurgerðis.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkvæmdin sé ekki framkvæmdaleyfisskyld og gerir ekki athugasemdir við að 48 ha skógrækt hefjist í landi Víkurgerðis.
11.
Endurskoðun Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027
Lögð fram áætlun Alta ehf um umfang og yfirlit fyrsta áfanga endurskoðunar Aðalskipulags Fjarðabyggðar 2007-2027, dagsett 18. júní 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að skipulagslýsingu og frekari forsendugreiningu í samvinnu við Alta ehf. Að því loknu verði endurskoðun aðalskipulags boðin út.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna áfram að skipulagslýsingu og frekari forsendugreiningu í samvinnu við Alta ehf. Að því loknu verði endurskoðun aðalskipulags boðin út.
12.
Verklýsing fyrir tillögu að breytingu á ASK Fljótsdalshéraði, Grund á Efra Jökuldal
Fljótsdalshérað kynnir breytingar á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 á vinnslustigi. Breytingin fellst í að á jörðinni Grund í Jökuldal verði gert ráð fyrir uppbyggingu innviða til að taka á móti vaxandi straumi ferðamanna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar.
13.
Framleiðsla Laxa fiskeldis á 3.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði - beiðni um umsögn
Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 24. maí 2019, þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun um framleiðslu á 3.800 tonnum af laxi í sjókvíum í Fáskrúðsfirði skv. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Lögð fram tillaga umhverfisstjóra, atvinnu- og þróunarstóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að umsöng Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsóknina og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við yfirferð. Umsögninni er vísað til hafnarstjórnar til umfjöllunar og til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsóknina og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við yfirferð. Umsögninni er vísað til hafnarstjórnar til umfjöllunar og til bæjarráðs.
14.
Framleiðsluaukning Laxa fiskeldis um 4.000 tonn - Reyðarfirði og Eskifirði - beiðni um umsögn
Lagt fram að nýju bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 5. júní 2019, þar sem óskað er eftir umsögn Fjarðabyggðar á tillögu Laxa fiskeldis að matsáætlun vegna framleiðsluaukningar á 4.000 tonnum af laxi í sjókvíum í Reyðarfirði skv. 8. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Lögð fram tillaga umhverfisstjóra, atvinnu- og þróunarstóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að umsöng Fjarðabyggðar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsóknina og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við yfirferð. Umsögninni er vísað til hafnarstjórnar til umfjöllunar og til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsóknina og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að gera breytingar í samræmi við yfirferð. Umsögninni er vísað til hafnarstjórnar til umfjöllunar og til bæjarráðs.
15.
Refa- og minkaveiði 2019
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um stöðu- og gjaldskrá refaveiða 2019, dagsett 28. júní 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fellst á tillögur í minnisblaði og samþykkir að gjald vegna fullorðinna dýra og hvolpa verði hækkað í 18.000 kr. út grenjatíma ársins eða til 31. júlí næstkomandi.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd fellst á tillögur í minnisblaði og samþykkir að gjald vegna fullorðinna dýra og hvolpa verði hækkað í 18.000 kr. út grenjatíma ársins eða til 31. júlí næstkomandi.
16.
Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum
Lagt fram til kynningar bréf Skógræktarinnar um landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum, framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar, dagsett í júní 2019. Óskað er fundar með sveitarstjórnum til að fjalla um skógrækt og skógræktaráform í aðalskipulagi sveitarfélaga. Bæjarráð hefur falið umhverfisstjóra að koma á fundi með fulltrúum Skógræktarinnar.
17.
Umsókn um niðursetningu á skilti á Norðfirði
Lagður fram að nýju póstur Guðröðar Hákonarsonar, dagsettur 28. maí 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að setja upp skilti við vitann á Norðfirði og á ótilgreindum stað á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu og vísar í nýsamþykktar reglur um skilti í Fjarðabyggð. Ekki er hægt að taka afstöðu til umsóknar um uppsetningu á skilti á Reyðarfirði þar sem staðsetning er ótilgreind.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hafnar erindinu og vísar í nýsamþykktar reglur um skilti í Fjarðabyggð. Ekki er hægt að taka afstöðu til umsóknar um uppsetningu á skilti á Reyðarfirði þar sem staðsetning er ótilgreind.
18.
Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2019
Lögð fram til kynningar fundargerð 150. fundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands frá 25. júní síðastliðnum.