Fara í efni

Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd

238. fundur
8. júlí 2019 kl. 16:00 - 17:10
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Ragnar Sigurðsson aðalmaður
Einar Már Sigurðarson formaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður
Ívar Dan Arnarson aðalmaður
Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi
Jón Björn Hákonarson aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Umgengni og þrifnaður á lóðum - verkefni 2019
Málsnúmer 1901216
Lagt minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 8. júlí 2017 um umgengni og þrifnað utan húss.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfis- og skipulagssviði í samstarfi við framkvæmdasvið að hefja vinnu við hreinsun svæða utan lóða þar sem brotmálmum, ónýtum bílum ofl. hefur verið safnað saman.
2.
Erindi starfshóps Ungmennafélagsins Vals um nýtt íþróttahús.
Málsnúmer 1906122
Lagt fram til kynningar bréf starfshóps Ungmennafélagsins Vals, dagsett 19. júní 2019, um nýtt íþróttahús á Reyðarfirði þar sem boðin er fram aðstoð við hönnun og teikningu á nýju íþróttahúsi á Reyðarfirði. Erindi vísað frá bæjarráði til eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar til skoðunar.
3.
Egilsbúð - félagsheimili (Hús frístunda)
Málsnúmer 1901070
Lögð fram til samþykktar breyting á gjaldskrá félagsheimilanna í Fjarðabyggð. Um er að ræða nýjan lið gjaldskrár er tengist Egilsbúð í Neskaupstað. Gjaldskrá verður endurskoðuð að nýju í haust þegar rekstur hússins kemst í fastar skorður.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytingu á gjaldskrá fyrir sitt leyti og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarráðs.
4.
750 Skólavegur 12 Byggingarleyfi sólpallur og skjólveggur
Málsnúmer 1606082
Kynnt staða mála.
5.
735 Dalbraut 4 - Byggingarleyfi, viðbygging
Málsnúmer 1905174
Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn Rarik ohf, dagsett 31. maí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 116 fm viðbyggingu við tengivirkishús fyrirtækisins að Dalbraut 4 á Eskifirði. Lögð fram yfirlýsing RARIK ofh, um að ákveðið hafi verið að í samráði við Landsnet hf verði framkvæmd hljóðmæling umhverfis húsið og að ráðgjafi leggi fram tillögur að úrbótum sem muna stuðla að bættri hljóðvist umhverfis stöðina.
Í ljósi yfirlýsingar RARIK ofh samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin.
6.
735 Dalbraut 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi, tengivirki
Málsnúmer 1906140
Lögð fram að nýju byggingarleyfisumsókn Landsnets hf, dagsett 28. júní 2019, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 266 fm og 1764 rm, 132 kv tengivirki að Dalbraut 4 á Eskifirði. Byggingin verður tvískipt, annars vegar rofasalur og stjórnrými og hins vegar tvö spennarými. Lögð fram yfirlýsing RARIK ofh, um að ákveðið hafi verið að í samráði við Landsnet hf verði framkvæmd hljóðmæling umhverfis húsið og að ráðgjafi leggi fram tillögur að úrbótum sem muna stuðla að bættri hljóðvist umhverfis stöðina.
Í ljósi yfirlýsingar RARIK ofh samþykkir eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd byggingaráformin.
7.
750 Búðir 1 vatnstankur - Umsókn um byggingarleyfi, vatnstankur
Málsnúmer 1907029
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Fjarðabyggðar, dagsett 5. júlí 2019, þar sem sótt er um leyfi til að á 293,8 fm og 1348,6 rm steinsteyptan vatnstank ofan við byggðina á Fáskrúðsfirði. Tankinum er skipt niður í 2 hólf auk lokahúss sem þjónar tilgangi tæknirýmis.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
8.
730 Túngata 3 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1906016
Lögð fram umsókn Vilborgar Bóasdóttur, dagsett 3. júní 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Túngötu 3 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
9.
730 Túngata 1 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi og stækkun lóðar
Málsnúmer 1905026
Lögð fram umsókn Snorra Styrkárssonar, dagsett 5. maí 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Túngötu 1 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10.
730 Stekkjarbrekka 13 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1906042
Lögð fram umsókn Bergeyjar Stefánsdóttur, dagsett 7. júní 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Stekkjarbrekku 13 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
11.
730 Stekkjarbrekka 11 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1906041
Lögð fram umsókn Lísu Lottu Björnsdóttur, dagsett 7. júní 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Stekkjarbrekku 11 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
12.
740 Strandgata 32 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Málsnúmer 1906063
Lögð fram umsókn Bergljótar Bjarkadóttur, dagsett 11. júní 2019, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hennar að Strandgötu 32 á Norðfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
13.
Stöðuleyfi lausafjármuna í Fjarðabyggð
Málsnúmer 1410162
Lagt fram minnisblað umhverfis- og skipulagssviðs um stöðu lausafjármuna án stöðuleyfa í Fjarðabyggð, dagsett 5. júlí 2019. Í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins er 123 gámar staðsettir á iðnaðar- og athafnalóðum án stöðuleyfa og samtals 9 gámar á íbúðarhúsalóðum. Samanlagt í öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins eru í gildi stöðuleyfi fyrir 62 gáma á iðnaðar- og athafnalóðum í eigu 39 einstaklinga/fyrirtækja.
14.
Umsókn um efnistöku í Stuðlaá
Málsnúmer 1907007
Lögð fram efnistökuumsókn V.V. véla sf. dagsett 30. júní 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að taka allt að 12.000 rm af efni úr eyrum við Stuðlaá í Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
15.
750 Umsókn um efnistöku á leirum
Málsnúmer 1907030
Lögð fram efnistökuumsókn Skrúðsverks ehf. dagsett 5. júlí 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til fimm ára til að taka allt að 10.000 rm af sandi af leirunum í sunnanverðum Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.
16.
750 Umsókn um efnistöku í Tunguá
Málsnúmer 1907034
Lögð fram ódagsett efnistökuumsókn Dal-Bjargar ehf þar sem óskað er eftir leyfi til fimm ára til að taka allt að 40.000 rm af malarefni úr eyrum Tunguár í Fáskrúðsfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir efnistökuna og felur umhverfis- og skipulagssviði að gefa út leyfi þegar öll tilskilin gögn liggja fyrir.