Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
239. fundur
12. ágúst 2019
kl.
16:00
-
17:30
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Esther Ösp Gunnarsdóttir
aðalmaður
Daði Benediktsson
varamaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Samráð - Stefna í úrgangsmálum
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar varðandi stefnu um meðhöndlun úrgangs, dagsett 12. júlí 2019, ásamt drögum að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra í úrgangsmálum. Óskað er eftir athugasemdum vegna draga að stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við drögin.
2.
Ensk nöfn á íslenskum stöðum
Lagt fram til kynningar bréf Örnefnanefndar, dagsett 26. júní 2019, þar sem nefndin mælist til þess að reynt verði að finna leiðir til að bregðast við ef ensk nöfn í íslenskum stöðum eru líkleg til að festast í sessi.
3.
Beiðni um umsögn vegna strenglagningar í Austdal við Seyðisfjörð
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 18. júlí 2019, um umsögn um hvort og á hvaða forsendum fyrirhuguð strenglagning um Austurdal í Seyðisfirði skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 2. viðauka laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð strenglagning sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð strenglagning sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
4.
Lagning ökutækja við Strandgötu Eskifirði
Lagt fram erindi íbúa við Strandgötu 73 á Eskifirði er varðar ákvæði í umferðarsamþykkt, um bann við lagningu bíla við hluta Strandgötu.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu.
5.
735 Strandgata 2 - umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Eskju hf, dagsett 25. júlí 2019, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð fyrirtækisins að Strandgötu 2 á Eskifirði. Sótt er um leyfi til að láta gámana standa til 25. júlí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 25. júlí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 25. júlí 2020.
6.
735 Strandgata 4 - umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Eskju hf, dagsett 25. júlí 2019, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð Fiskimiðs að Strandgötu 4 á Eskifirði. Sótt er um leyfi til að láta gámana standa til 25. júlí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 25. júlí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 25. júlí 2020.
7.
760 Sæberg 8 - Umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Snjólfs Gíslasonar, dagsett 22. júlí 2019, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gám á lóð hans að Selnesi 4 á Breiðdalsvík. Sótt er um leyfi til að láta gáminn standa til 22. júlí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 22. júlí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 22. júlí 2020.
8.
730 - Búðareyri 11-13 - Umsókn um stöðuleyfi við biktank Vegagerðar á Reyðarfirði
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Vegagerðarinnar, dagsett 31. júlí 2019, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir gám við hliðina á biktanki Vegagerðarinnar á lóðinni við Óseyri 2 á Reyðarfirði. Sótt er um leyfi til að láta gáminn standa til 31. desember 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 31. júlí 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 31. júlí 2020.
9.
755 Deiliskipulag Heyklif
Lagður fram póstur Céline Desroches annars höfundar tillögu að hágæða ferðamannastað að Heyklif við Stöðvarfjörð, dagsettur 17. júlí 2019, ásamt tillögum að mannvirkjagerð og skipulagi svæðisins. Óskað er eftir samþykki Fjarðabyggðar á þeim tillögum sem unnar hafa verið annarsvegar sem grunnur að deiliskipulagi og hins vegar sem grundvöllur að frekari hönnun bygginga.
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar vegna skipulagslýsingar verkefnisins dagsett 18. júlí 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlagðar tillögur verði nýttar sem grunnur að deiliskipulagi og við frekari hönnun bygginga. Nefndin samþykkir einnig, fyrir sitt leyti, að aðalskipulagi verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir ferðaþjónustu á öllu Heyklifssvæðinu.
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar vegna skipulagslýsingar verkefnisins dagsett 18. júlí 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að framlagðar tillögur verði nýttar sem grunnur að deiliskipulagi og við frekari hönnun bygginga. Nefndin samþykkir einnig, fyrir sitt leyti, að aðalskipulagi verði breytt þannig að gert verði ráð fyrir ferðaþjónustu á öllu Heyklifssvæðinu.
10.
Staða úthlutaðra óbyggðra lóða
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs, dagsett 8. ágúst 2019, um stöðu úthlutaðra lóða í Fjarðabyggð. Tekið saman að beiðni bæjarráðs til umfjöllunar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að innkalla lóðir þar sem tími lóðarhafa til að hefja framkvæmdir er liðinn og kanna stöðu þeirra lóða þar sem framkvæmdir eru hafnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að innkalla lóðir þar sem tími lóðarhafa til að hefja framkvæmdir er liðinn og kanna stöðu þeirra lóða þar sem framkvæmdir eru hafnar.
11.
735 Dalbraut 4 - Stjórnsýslukæra vegna samþykktar byggingaráforma
Lögð fram til kynningar stjórnsýslukæra Guðjóns Antons Gíslasonar, Langadal 4 á Eskifirði, til Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála vegna samþykktar eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar á byggingaráformum RARIK ohf og Landsnets hf á lóðinni við Dalbraut 4 á Eskifirði.
12.
750 Skólavegur 12 og 14 - Kæra vegna sólpalls og skjólveggs á lóðamörkum
Lögð fram til kynningar kæra KRST lögmanna fh. Alberts Kemp til Úrskurðanefndar umhverfis- og auðlindamála vegna sólpalls og skjólveggs á lóðarmörkum Skólavegar 12 og 14 á Fáskrúðsfirði.
13.
730 Árgata - Afturköllun á hundaleyfi
Lögð fram til kynningar kæra KRST lögmanna fh. Hafþórs Arnar Oddssonar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þar sem þess er krafist að stjórnvaldsákvörðun Fjarðabyggðar verði ógilt og Hafþóri afhentir hundar sínir.