Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd
240. fundur
2. september 2019
kl.
16:00
-
18:00
í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði
Nefndarmenn
Einar Már Sigurðarson
formaður
Ívar Dan Arnarson
varaformaður
Ragnar Sigurðsson
aðalmaður
Starfsmenn
Valur Sveinsson
embættismaður
Fundargerð ritaði:
Valur Sveinsson
Sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs
Dagskrá
1.
Verkaefnalisti fyrir Skíðamiðstöðina í Oddskarði
Lagt fram til kynningar minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og sviðsstjóra framkvæmdasviðs um forgangsröðun á verkefnum og kostnaði framkvæmdaliða vegna endurbóta á skíðasvæðinu í Oddsskarði, dagsett 16. maí 2019. Bæjarráð hefur staðfest forgangsröðunina eins og hún er sett fram í minnisblaði og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að halda utan um verkefnið og kostnað vegna þess. Vísað til kynningar í íþrótta- og tómstundanefnd og eigna- skipulags- og umhverfisnefnd frá bæjarráði.
2.
Umhverfisviðurkenning 2019
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra er varðar umhverfisviðurkenningu Fjarðabyggðar 2019, dagsett 15. júlí 2019. Lagt er til að fyrirkomulag verði óbreytt frá síðasta ári.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu í minnisblaði og felur umhverfisstjóra að fylgja því eftir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu í minnisblaði og felur umhverfisstjóra að fylgja því eftir.
3.
Fjárréttir í Fjarðabyggð
Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra um fjárréttir í Fjarðabyggð haustið 2019 og tillögur landbúnaðarnefndar á úrbótum á réttum og aðstöðu til fjárdrags, dagsett 29. ágúst 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er samþykk tillögum landbúnaðarnefndar og felur umhverfisstjóra úrvinnslu þeirra og leggja fyrir nefndina að nýju.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd er samþykk tillögum landbúnaðarnefndar og felur umhverfisstjóra úrvinnslu þeirra og leggja fyrir nefndina að nýju.
4.
Efnistaka í Hellisfirði í Norðurfjarðarflóa, Fjarðabyggð. Tillaga að matsáætlun - Beiðni um umsögn
Lögð fram beiðni Skipulagsstofnunar, dagsett 29. júlí 2019, um umsögn á tillögu að matsáætlun vegna efnistöku í Hellisfirði í Norðfjarðarflóa samkvæmt 2. mgr. 8. gr. lagna nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að tillagan geri nægilega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur að tillagan geri nægilega grein fyrir framkvæmdinni og umhverfi hennar.
5.
735 Strandgata 13 - Umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Einars Sverris Björnsson, dagsett 22. júlí 2019, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir tvo gáma á lóð KR-ÍA veitingasölu ehf að Strandgötu 13 á Eskifirði. Sótt er um leyfi til að láta gámana standa til 1. ágúst 2028.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 1. ágúst 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 1. ágúst 2020.
6.
730 Nesbraut 6 - umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Þorsteins Erlingssonar, dagsett 26. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi gám á lóð Og Sona/Ofurtólið ehf að Nesbraut 6 á Reyðarfirði. Sótt er um leyfi til að láta gáminn standa til 1. september 2021.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 1. september 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 1. september 2020.
7.
730 - Búðareyri 25, umsókn um stöðuleyfi fyrir gám
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Þvottabjörns ehf, dagsett 19. desember 2019, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi gám á afnotalóð fyrirtækisins að Búðareyri 25 á Reyðarfirði. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 2. september 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stöðuleyfi til 2. september 2020.
8.
735 Strandgata 46b - umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Fjarðaþrifa ehf, dagsett 22. ágúst 2019, þar sem sótt er um lóðina við
Strandgötu 46c á Eskifirði undir atvinnuhúsnæði. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um lóðina við Strandgötu 46b á Eskifirði, dagsett 30. ágúst 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki úthlutað lóðinni þar sem hún er í eigu einkaaðila. Þá er óvíst hvort hægt verði að byggja á lóðinni vegna ofanflóðavarna í Lambeyrará.
Strandgötu 46c á Eskifirði undir atvinnuhúsnæði. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um lóðina við Strandgötu 46b á Eskifirði, dagsett 30. ágúst 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki úthlutað lóðinni þar sem hún er í eigu einkaaðila. Þá er óvíst hvort hægt verði að byggja á lóðinni vegna ofanflóðavarna í Lambeyrará.
9.
740 Bakkavegur 5 - umsókn um stækkun lóðar
Lögð fram lóðarumsókn SÚN, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar við Bakkaveg 5 á Norðfirði til vesturs að göngustíg samsíða Bakkalæk. Gert er ráð fyrir að stækkun verði nýtt fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði á lóðinni. Leiksvæði á umræddu svæði hefur verið aflagt.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Nesbakka 1-11 og Starmýrar 2.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að grenndarkynna umsóknina. Grenndarkynning nái til Nesbakka 1-11 og Starmýrar 2.
10.
735 Dalbraut 4 - Beiðni um að aðveitustöð verði færð
Lagt fram bréf Guðjóns Antons Gíslasonar varðandi flutning aðveitustöðvar Landsnets úr íbúabyggð, dagsett 18. ágúst 2019. Þess er farið á leit við nefndina að óskað verði eftir því við Landsnet að aðveitustöðin við Dalbraut 4 á Eskifirði verði færð fjarri íbúðarbyggð. Lagður fram póstur Landsnets vegna fyrirspurnar um mögulegan flutning aðveitustöðvarinnar dagsettur 2. september 2019 þar sem fram kemur að ekki sé möguleiki á færslu stöðvarinnar á þessu stigi.
11.
715 Brekka - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara og rafstreng
Lögð fram umsókn Neyðarlínunnar ohf um heimild Fjarðabyggðar til að leggja ljósleiðarastreng og rafstreng í jörðu um landssvæði innan sveitarfélagsins, frá Brekku í Mjóafirði að Brekkugjá upp af Austdal en þar á að tengjast áður lögðum ljósleiðara og rafstreng. Samþykki landeiganda ásamt fornleifaskráningu liggur fyrir.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagningu strengjanna.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir lagningu strengjanna.
12.
740 Naustahvammur 49 - Sjótaka fyrir vatnsúðakerfi
Lagður fram póstur Björns Sveinssonar hjá Verkís hf, dagsettur 23. ágúst 2019, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta áður samþykktri staðsetningu á sjótökumannvirki vegna vatnsúðakerfis hússins við Naustahvamm 49 á Norðfirði. Dælubrunnur er nú að öllu leyti utan lóðar við enda stálþils við suðurstafn hússins.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að lagnir og inntaksbrunnur verði staðsettur utan lóðarinnar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til hafnarstjórnar.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að lagnir og inntaksbrunnur verði staðsettur utan lóðarinnar. Endanlegri afgreiðslu er vísað til hafnarstjórnar.
13.
Lagning ökutækja við Strandgötu Eskifirði
Lagt fram að nýju erindi íbúa við Strandgötu 73 á Eskifirði er varðar ákvæði í umferðarsamþykkt, um bann við lagningu bíla við hluta Strandgötu. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um umferðarsamþykkt Fjarðabyggðar, dagsett 30. ágúst 2019.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til endurskoðunar umferðarsamþykktar og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að undirbúa endurskoðunina og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til endurskoðunar umferðarsamþykktar og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að undirbúa endurskoðunina og leggja fram á næsta fundi nefndarinnar.
14.
750 Hafnargata 1 - msókn um stöðuleyfi
Lagt fram bréf Elis B. Eiríkssonar f.h. Loðnuvinnslunnar hf., dagsett 30. ágúst 2019, vegna útreiknings gatnagerðargjalda fyrir létta og ódýra dúkskemmu að Hafnargötu 1 á Fáskrúðsfirði. Óskað er eftir að við útreikning gatnagerðargjalda verði útreikningur skoðaður sérstaklega, t.d. með vísan til atvinnuuppbyggingar samkvæmt 6. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda. Þá er einnig bent á að í 12. gr. gjaldskrár gatnagerðargjalda eru tilgreind veruleg afsláttarkjör sem eflaust gætu átt við í þessu tilfelli.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að gatnagerðargjald er reiknað út samkvæmt nýtingarhlutfalli lóðar óháð byggingarkostnaði. Ósk um endurskoðun útreikninga gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að gatnagerðargjald er reiknað út samkvæmt nýtingarhlutfalli lóðar óháð byggingarkostnaði. Ósk um endurskoðun útreikninga gatnagerðargjalda er vísað til bæjarráðs.
15.
Landbúnaðarnefnd - 24
Samþykkt